Breska lávarðadeildin undirlögð af úldnu keti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. febrúar 2019 09:00 Breska lávarðadeildin þykir ein virðulegasta stofnun Bretlands. María Lilja Þrastardóttir blótar þorra í lávarðadeildinni með Íslendingum um næstu helgi. Hugmyndin fæddist eftir daprasta blót sögunnar í fyrra. Komast inn fyrir dyr lávarðadeildarinnar með úldin mat í skjóli afmælis fullveldisins. „Það var töluvert mál að ná að sannfæra þau um að leyfa okkur að halda þessa sérstöku hátíð með þessum sérstaka mat á þessum virðulega stað,“ segir Garðar Agnarsson Hall matreiðslumeistari um aðdraganda þess að 130 Íslendingar munu blóta þorra í Lávarðadeild breska þingsins um næstu helgi. Garðar, sem er matreiðslumeistari í lávarðadeildinni, segir að hugmyndin hafi fæðst í fyrra eftir daprasta blót Íslendinga sem sögur fara af í London. „Það var ansi dapurt, haldið á pöbb með tannstönglamat. En þá fæddist þessi hugmynd og ég ræddi málið við Ingu Lísu Middleton sem var ekki lengi að koma af stað frábærum hópi Íslendinga til að skipuleggja þetta,“ segir Garðar og bætir við að Íslendingafélagið í London hafi lognast út af fyrir nokkrum árum.María Lilja Þrastardóttir.Garðar segir alls ekki sjálfsagt að fá að halda svona viðburð á þessum stað og því síður með svona mat. „Ég þurfti að útskýra ítarlega fyrir þeim hvernig þorramatur virkar og náði að sannfæra þá um að það væri ómögulegt að útvega hann öðruvísi en fá hann sendan frá Íslandi, segir Garðar og vísar til þess að þótt hægt sé að fá leigða Sali í Lávarðadeildinni, fylgi því ávallt veitingasala á staðnum. Aðspurður viðurkennir Garðar að hafa beitt fullveldisafmælinu á lávarðana. Já já, það var alveg punktur, að við værum að fara að halda þarna upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hann segir viðtökurnar hafa verið frábærar og selst hafi upp á blótið á rúmum sólarhring. „Það komast 130 manns fyrir og þá er þett setið. Heiðursgestur blótsins verður Lord Viscount Craigavon. „Hann er alveg sérstakur Íslandsvinur og er alveg þekktur fyrir að vera íslendingum innan handar í borginni,“ segir Garðar. Að öðru leiti verða skemmtiatriði að mestu í höndum íslendinga, þeirra á meðal verða íslensskir djassarar og söngfuglar í Íslendingakór Guðnýjar Sigurðardóttur sem starfræktur er í London. Veislustjórinn sem auglýstur var og flytja átti inn frá fróni hefur hins vegar tilkynnt forföll en þau Garðar og Inga Lísa segjast þegar komin með nokkra í sigtið þótt fyrirvarinn sé stuttur. „Já auðvitað, ég hef alltaf stefnt á breska þingið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem var snögg að tryggja sér sæti á blótið ásamt eiginmanni sínum, Orra Páli Dýrasyni. Hún segist ekki hafa farið áður á þorrablót í London en nú stefni hún beint á lávarðadeildina. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Þorrablót Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir blótar þorra í lávarðadeildinni með Íslendingum um næstu helgi. Hugmyndin fæddist eftir daprasta blót sögunnar í fyrra. Komast inn fyrir dyr lávarðadeildarinnar með úldin mat í skjóli afmælis fullveldisins. „Það var töluvert mál að ná að sannfæra þau um að leyfa okkur að halda þessa sérstöku hátíð með þessum sérstaka mat á þessum virðulega stað,“ segir Garðar Agnarsson Hall matreiðslumeistari um aðdraganda þess að 130 Íslendingar munu blóta þorra í Lávarðadeild breska þingsins um næstu helgi. Garðar, sem er matreiðslumeistari í lávarðadeildinni, segir að hugmyndin hafi fæðst í fyrra eftir daprasta blót Íslendinga sem sögur fara af í London. „Það var ansi dapurt, haldið á pöbb með tannstönglamat. En þá fæddist þessi hugmynd og ég ræddi málið við Ingu Lísu Middleton sem var ekki lengi að koma af stað frábærum hópi Íslendinga til að skipuleggja þetta,“ segir Garðar og bætir við að Íslendingafélagið í London hafi lognast út af fyrir nokkrum árum.María Lilja Þrastardóttir.Garðar segir alls ekki sjálfsagt að fá að halda svona viðburð á þessum stað og því síður með svona mat. „Ég þurfti að útskýra ítarlega fyrir þeim hvernig þorramatur virkar og náði að sannfæra þá um að það væri ómögulegt að útvega hann öðruvísi en fá hann sendan frá Íslandi, segir Garðar og vísar til þess að þótt hægt sé að fá leigða Sali í Lávarðadeildinni, fylgi því ávallt veitingasala á staðnum. Aðspurður viðurkennir Garðar að hafa beitt fullveldisafmælinu á lávarðana. Já já, það var alveg punktur, að við værum að fara að halda þarna upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hann segir viðtökurnar hafa verið frábærar og selst hafi upp á blótið á rúmum sólarhring. „Það komast 130 manns fyrir og þá er þett setið. Heiðursgestur blótsins verður Lord Viscount Craigavon. „Hann er alveg sérstakur Íslandsvinur og er alveg þekktur fyrir að vera íslendingum innan handar í borginni,“ segir Garðar. Að öðru leiti verða skemmtiatriði að mestu í höndum íslendinga, þeirra á meðal verða íslensskir djassarar og söngfuglar í Íslendingakór Guðnýjar Sigurðardóttur sem starfræktur er í London. Veislustjórinn sem auglýstur var og flytja átti inn frá fróni hefur hins vegar tilkynnt forföll en þau Garðar og Inga Lísa segjast þegar komin með nokkra í sigtið þótt fyrirvarinn sé stuttur. „Já auðvitað, ég hef alltaf stefnt á breska þingið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem var snögg að tryggja sér sæti á blótið ásamt eiginmanni sínum, Orra Páli Dýrasyni. Hún segist ekki hafa farið áður á þorrablót í London en nú stefni hún beint á lávarðadeildina.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Þorrablót Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira