Loftslagsbreytingar og Háskóli Íslands Aðalbjörg Egilsdóttir og Ásmundur Jóhannsson skrifar 4. febrúar 2019 12:53 Eitt stærsta vandamál 21. aldarinnar er hlýnun jarðar. Rannsóknir vísindamanna á hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda hafa leitt í ljós að hún er af manna völdum og að róttækra aðgerða sé þörf viljum við hægja á breytingunum sem eru nú þegar byrjaðar. Mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum, en sem stærsta menntastofnun og einn stærsti vinnustaður landsins á Háskóli Íslands að vera leiðandi í úrbótum í umhverfismálum. Stefna Röskvu í umhverfismálum er metnaðarfull og horfir til margra vinkla ógnarinnar sem síaukin losun gróðurhúsalofttegunda er. Stefnt er að minni matarsóun innan skólans með því að selja vörur á síðasta séns með afslætti, minna kolefnisfótspori með því að hvetja til fjarfunda frekar en kolefnisfrekra fluga til annarra landa og því að gera öllum nemendum skólans auðveldara að nýta almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta sem ferðamáta. Ein stærsta breytingin sem við viljum sjá í umhverfismálum háskólans er að nemendur og starfsmenn noti almenningssamgöngur í eins miklum mæli og mögulegt er en um 66% af kolefnisfótspori háskólans er vegna notkunar einkabílsins. Í því skyni höfum við komið fram með hugmyndina um samgöngukort að fyrirmynd U-pass, sem er þekkt í mörgum skólum í Norður-Ameríku. Fyrir utan að vera umhverfisvænn kostur væri slíkt kort hagkvæmt fyrir stúdenta og myndi minnka bílaumferð til og frá háskólasvæðinu til muna. Draumurinn er að með slíku korti fengju nemendur aðgang að strætó, hjólaleigu og samnýtingu bíla. Með góðu samstarfi við marga, m.a. Félagsstofnun stúdenta, höfum við náð árangri síðustu tvö ár en erum hvergi nærri hætt. Nú eru til sölu græn kaffikort í Hámu, sem gefa afslátt af kaffi og te í fjölnota kaffimálum, loksins er hægt að endurvinna málma innan háskólans og þjónustu næturstrætó verður haldið áfram eftir mikinn þrýsting. Auk þessa hefur úrval á vegan fæði aukist og hjólaskýli hefur verið byggt fyrir framan VR-II en fleiri hjólaskýli eru í kortunum á næstu mánuðum. En hvernig förum við að því að koma breytingum eins og samgöngukorti í gegn? Breytingum sem hefðu þurft að gerast helst fyrir mörgum árum? Svarið er róttækni. Róttækar aðgerðir eru eitthvað sem Röskva er alls ekki hrædd við og við þurfum þær til að sjá breytingar á umhverfismálum háskólans. Kjósið umhverfismál og háskóla fyrir alla. Kjósið Röskvu.Höfundar stunda nám við Háskóla Íslands og skipa 1. og 2. sæti á lista Röskvu hjá Verkfræði- og náttúrúvísindasviði hjá Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta vandamál 21. aldarinnar er hlýnun jarðar. Rannsóknir vísindamanna á hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda hafa leitt í ljós að hún er af manna völdum og að róttækra aðgerða sé þörf viljum við hægja á breytingunum sem eru nú þegar byrjaðar. Mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum, en sem stærsta menntastofnun og einn stærsti vinnustaður landsins á Háskóli Íslands að vera leiðandi í úrbótum í umhverfismálum. Stefna Röskvu í umhverfismálum er metnaðarfull og horfir til margra vinkla ógnarinnar sem síaukin losun gróðurhúsalofttegunda er. Stefnt er að minni matarsóun innan skólans með því að selja vörur á síðasta séns með afslætti, minna kolefnisfótspori með því að hvetja til fjarfunda frekar en kolefnisfrekra fluga til annarra landa og því að gera öllum nemendum skólans auðveldara að nýta almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta sem ferðamáta. Ein stærsta breytingin sem við viljum sjá í umhverfismálum háskólans er að nemendur og starfsmenn noti almenningssamgöngur í eins miklum mæli og mögulegt er en um 66% af kolefnisfótspori háskólans er vegna notkunar einkabílsins. Í því skyni höfum við komið fram með hugmyndina um samgöngukort að fyrirmynd U-pass, sem er þekkt í mörgum skólum í Norður-Ameríku. Fyrir utan að vera umhverfisvænn kostur væri slíkt kort hagkvæmt fyrir stúdenta og myndi minnka bílaumferð til og frá háskólasvæðinu til muna. Draumurinn er að með slíku korti fengju nemendur aðgang að strætó, hjólaleigu og samnýtingu bíla. Með góðu samstarfi við marga, m.a. Félagsstofnun stúdenta, höfum við náð árangri síðustu tvö ár en erum hvergi nærri hætt. Nú eru til sölu græn kaffikort í Hámu, sem gefa afslátt af kaffi og te í fjölnota kaffimálum, loksins er hægt að endurvinna málma innan háskólans og þjónustu næturstrætó verður haldið áfram eftir mikinn þrýsting. Auk þessa hefur úrval á vegan fæði aukist og hjólaskýli hefur verið byggt fyrir framan VR-II en fleiri hjólaskýli eru í kortunum á næstu mánuðum. En hvernig förum við að því að koma breytingum eins og samgöngukorti í gegn? Breytingum sem hefðu þurft að gerast helst fyrir mörgum árum? Svarið er róttækni. Róttækar aðgerðir eru eitthvað sem Röskva er alls ekki hrædd við og við þurfum þær til að sjá breytingar á umhverfismálum háskólans. Kjósið umhverfismál og háskóla fyrir alla. Kjósið Röskvu.Höfundar stunda nám við Háskóla Íslands og skipa 1. og 2. sæti á lista Röskvu hjá Verkfræði- og náttúrúvísindasviði hjá Háskóla Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar