Hratt versnandi veður fram á kvöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. febrúar 2019 16:22 Frá lokun þjóðvegar 1 við Vík. Veður fer hratt versnandi fram á kvöld, einkum sunnan til á landinu, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Víða er spáð stormi eða roki og má búast við að hviður geti farið allt upp í 40 metra á sekúndu á Kjalarnesi, við Hvalfjörð og í Öræfum. Þá má jafnvel búast við staðbundnu ofsaveðri með hviðum allt upp undir 50 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Landeyjum. Í nótt á svo að draga úr veðurhæðinni. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að veðrið nái hámarki um kvöldmatarleytið og verði svo í hámarki fram eftir kvöldi, nánast alveg til miðnættis. „Síðan fer þetta nú að laga til muna í nótt þó að það lægi nú ekki alveg, þá er áfram hvassviðri eða stormur í þessu í nótt. Svo á morgun er nú skaplegra veður en svo má nefna að það er leiðindaveður á Vestfjörðum einnig þó að það sé ekki eins hvasst og hérna sunnan til,“ segir Hrafn. Á vef Vegagerðarinnar er einmitt ábending frá veðurfræðingi um að mikill skafrenningi verði á fjallvegum á Vestfjörðum. Þá verður einnig mikill skafrenningur á Hellisheiði og Mosfellsheiði en mögulegt er að Hellisheiði og Þrengslum verði lokað vegna veðurs. Þá er búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og einnig er möguleiki á því að veginum um Skeiðarársand frá Núpsstað, um Öræfi og að Höfn verði lokað. Þá er óvissustig frá klukkan 18 á veginum um Kjalarnes. Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Hvolsvallar og Víkur vegna veðurs Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. 5. febrúar 2019 13:54 Ferðamennirnir spyrja hvers vegna þeir fá ekki að fara á næsta hótel Baldur Ólafsson, hjá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli, segir að það sé verulega slæmt veður á þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur en Vegagerðin lokaði veginum klukkan hálftvö í dag vegna veðurs. 5. febrúar 2019 15:44 Hviður allt að 40 metrum á sekúndu við Kjalarnes og í efri byggðum Enn er varað við slæmu veðri á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi og hálendinu. 5. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira
Veður fer hratt versnandi fram á kvöld, einkum sunnan til á landinu, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Víða er spáð stormi eða roki og má búast við að hviður geti farið allt upp í 40 metra á sekúndu á Kjalarnesi, við Hvalfjörð og í Öræfum. Þá má jafnvel búast við staðbundnu ofsaveðri með hviðum allt upp undir 50 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Landeyjum. Í nótt á svo að draga úr veðurhæðinni. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að veðrið nái hámarki um kvöldmatarleytið og verði svo í hámarki fram eftir kvöldi, nánast alveg til miðnættis. „Síðan fer þetta nú að laga til muna í nótt þó að það lægi nú ekki alveg, þá er áfram hvassviðri eða stormur í þessu í nótt. Svo á morgun er nú skaplegra veður en svo má nefna að það er leiðindaveður á Vestfjörðum einnig þó að það sé ekki eins hvasst og hérna sunnan til,“ segir Hrafn. Á vef Vegagerðarinnar er einmitt ábending frá veðurfræðingi um að mikill skafrenningi verði á fjallvegum á Vestfjörðum. Þá verður einnig mikill skafrenningur á Hellisheiði og Mosfellsheiði en mögulegt er að Hellisheiði og Þrengslum verði lokað vegna veðurs. Þá er búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og einnig er möguleiki á því að veginum um Skeiðarársand frá Núpsstað, um Öræfi og að Höfn verði lokað. Þá er óvissustig frá klukkan 18 á veginum um Kjalarnes.
Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Hvolsvallar og Víkur vegna veðurs Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. 5. febrúar 2019 13:54 Ferðamennirnir spyrja hvers vegna þeir fá ekki að fara á næsta hótel Baldur Ólafsson, hjá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli, segir að það sé verulega slæmt veður á þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur en Vegagerðin lokaði veginum klukkan hálftvö í dag vegna veðurs. 5. febrúar 2019 15:44 Hviður allt að 40 metrum á sekúndu við Kjalarnes og í efri byggðum Enn er varað við slæmu veðri á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi og hálendinu. 5. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira
Lokað á milli Hvolsvallar og Víkur vegna veðurs Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. 5. febrúar 2019 13:54
Ferðamennirnir spyrja hvers vegna þeir fá ekki að fara á næsta hótel Baldur Ólafsson, hjá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli, segir að það sé verulega slæmt veður á þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur en Vegagerðin lokaði veginum klukkan hálftvö í dag vegna veðurs. 5. febrúar 2019 15:44
Hviður allt að 40 metrum á sekúndu við Kjalarnes og í efri byggðum Enn er varað við slæmu veðri á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi og hálendinu. 5. febrúar 2019 12:15