Fasteignafélögin eru ódýrari en á hinum Norðurlöndunum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. febrúar 2019 07:15 Reitir greiða hæstu fasteignagjöldin í Kauphöllinni. Fréttablaðið/Anton Brink Íslensku fasteignafélögin eru töluvert ódýrari en þau á hinum Norðurlöndunum þegar litið er til verðkennitalna. Horft til rekstrarhagnaðar að teknu tilliti til heildarvirðis, það er hlutafjár og skulda, eru íslensku félögin rúmlega 20 prósent ódýrari. Eiginfjárhlutfall íslensku fasteignafélaganna er um 32 prósent samanborið við um 50 prósent hjá norrænu fasteignafélögunum. Þetta kemur fram í greiningu Capacent. Að mati Capacent eru fasteignafélögin vanmetin á markaði. Markaðsgengi Reita er 72,8 en Capacent metur það á 96 krónur á hlut, gengi Eikar er 8,55 á markaði en verðmatsgengið er 11,3 og markaðsgengi Regins er 21,5 en verðmatið hljóðar upp á 25,3. Af fasteignafélögunum þremur í Kauphöll á sviði atvinnuhúsnæðis er Eik með hæsta leiguarðsemi. Meðalleiguarðsemi Eikar frá árinu 2014 hefur verið 6,4 prósent, Reita 5,8 prósent og Regins um 5,7 prósent. Leiguarðsemi félaganna hefur lækkað á undanförnum árum, einkum vegna hærri fasteignagjalda, að því er fram kemur í greiningunni. Leigutekjur Reita greiða hraðast upp virði fjárfestingareigna eða á 12,2 árum, það tekur 12,6 ár hjá Eik og 14,6 ár hjá Regin. Út frá þessu má draga þá ályktun að hæst leiga sé greidd að meðaltali af eignum Reita miðað við undirliggjandi verðmæti eignanna. „Hér verður þó að hafa í huga að 10 prósent tekna Eikar eru af hótelrekstri og teljast ekki til leigutekna. Einhverjum þykir ef til vil skrýtið að Reitir hafi hagstæðasta leigumargfaldarann þegar leiguarðsemi félagsins er mun lægri en Eikar. Ástæða þess virðist liggja í hærri rekstrarkostnaði Reita. Hér vegur þungt að fasteignagjöld Reita af fasteignamati eru hæst meðal fasteignafélaganna og hærri en hjá Eik,“ segir í greiningunni. Samkvæmt útreikningum Capacent er virði yfirfæranlegs skattalegs taps hjá Reitum 5,3 milljarðar króna, 1,4 milljarðar hjá Eik og 0,5 milljarðar hjá Regin. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Íslensku fasteignafélögin eru töluvert ódýrari en þau á hinum Norðurlöndunum þegar litið er til verðkennitalna. Horft til rekstrarhagnaðar að teknu tilliti til heildarvirðis, það er hlutafjár og skulda, eru íslensku félögin rúmlega 20 prósent ódýrari. Eiginfjárhlutfall íslensku fasteignafélaganna er um 32 prósent samanborið við um 50 prósent hjá norrænu fasteignafélögunum. Þetta kemur fram í greiningu Capacent. Að mati Capacent eru fasteignafélögin vanmetin á markaði. Markaðsgengi Reita er 72,8 en Capacent metur það á 96 krónur á hlut, gengi Eikar er 8,55 á markaði en verðmatsgengið er 11,3 og markaðsgengi Regins er 21,5 en verðmatið hljóðar upp á 25,3. Af fasteignafélögunum þremur í Kauphöll á sviði atvinnuhúsnæðis er Eik með hæsta leiguarðsemi. Meðalleiguarðsemi Eikar frá árinu 2014 hefur verið 6,4 prósent, Reita 5,8 prósent og Regins um 5,7 prósent. Leiguarðsemi félaganna hefur lækkað á undanförnum árum, einkum vegna hærri fasteignagjalda, að því er fram kemur í greiningunni. Leigutekjur Reita greiða hraðast upp virði fjárfestingareigna eða á 12,2 árum, það tekur 12,6 ár hjá Eik og 14,6 ár hjá Regin. Út frá þessu má draga þá ályktun að hæst leiga sé greidd að meðaltali af eignum Reita miðað við undirliggjandi verðmæti eignanna. „Hér verður þó að hafa í huga að 10 prósent tekna Eikar eru af hótelrekstri og teljast ekki til leigutekna. Einhverjum þykir ef til vil skrýtið að Reitir hafi hagstæðasta leigumargfaldarann þegar leiguarðsemi félagsins er mun lægri en Eikar. Ástæða þess virðist liggja í hærri rekstrarkostnaði Reita. Hér vegur þungt að fasteignagjöld Reita af fasteignamati eru hæst meðal fasteignafélaganna og hærri en hjá Eik,“ segir í greiningunni. Samkvæmt útreikningum Capacent er virði yfirfæranlegs skattalegs taps hjá Reitum 5,3 milljarðar króna, 1,4 milljarðar hjá Eik og 0,5 milljarðar hjá Regin.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira