Allir sjóðirnir nema Gildi nýttu sér kaupréttinn Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa Lónsins. Vísir/GVA Allir lífeyrissjóðir í hluthafahópi framtakssjóðsins Horns II, að undanskildum Gildi lífeyrissjóði, samþykktu að ganga inn í kaup Kólfs á hlut sjóðsins í Hvatningu, sem fer með tæplega 40 prósenta hlut í Bláa lóninu. Auk Gildis ákváðu tveir hluthafar, sem fara báðir með óverulegan eignarhlut í framtakssjóðnum, að hverfa úr hópi eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tilkynnt var um það í nóvember í fyrra að samkomulag hefði náðst um kaup Kólfs, sem er í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, á 49,45 prósenta hlut Horns II í Hvatningu. Var hluthöfum framtakssjóðsins, sem er í rekstri Landsbréfa, veittur kaupréttur á sama gengi til loka janúar á þeim hlutum sem voru undir í viðskiptunum. ViðskiptaMogginn greindi fyrst frá því í liðinni viku að Gildi lífeyrissjóður, sem heldur á ríflega 18 prósenta hlut í Horni II, hefði ákveðið að ganga ekki inn í kaupin en samkvæmt heimildum blaðsins tengdist ástæðan „verulegum annmörkum á skjalagerð sem tengist fjárfestingunni“, eins og það var orðað. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum í byrjun desember er Bláa lónið verðmetið á um það bil 50 milljarða króna í umræddu samkomulagi Kólfs og Horns II. Auk Gildis lífeyrissjóðs er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi Horns II með rúmlega 18 prósenta hlut. Landsbankinn fer með 7,7 prósenta hlut í sjóðnum, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 5,9 próesnta hlut og og VÍS með 5,4 prósenta hlut. Þeir hluthafar í framtakssjóðnum sem ákváðu að halda í eignarhlut sinn munu gera það í gegnum nýtt félag sem verður stofnað um hlut þeirra og Kólfs í Hvatningu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Allir lífeyrissjóðir í hluthafahópi framtakssjóðsins Horns II, að undanskildum Gildi lífeyrissjóði, samþykktu að ganga inn í kaup Kólfs á hlut sjóðsins í Hvatningu, sem fer með tæplega 40 prósenta hlut í Bláa lóninu. Auk Gildis ákváðu tveir hluthafar, sem fara báðir með óverulegan eignarhlut í framtakssjóðnum, að hverfa úr hópi eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tilkynnt var um það í nóvember í fyrra að samkomulag hefði náðst um kaup Kólfs, sem er í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, á 49,45 prósenta hlut Horns II í Hvatningu. Var hluthöfum framtakssjóðsins, sem er í rekstri Landsbréfa, veittur kaupréttur á sama gengi til loka janúar á þeim hlutum sem voru undir í viðskiptunum. ViðskiptaMogginn greindi fyrst frá því í liðinni viku að Gildi lífeyrissjóður, sem heldur á ríflega 18 prósenta hlut í Horni II, hefði ákveðið að ganga ekki inn í kaupin en samkvæmt heimildum blaðsins tengdist ástæðan „verulegum annmörkum á skjalagerð sem tengist fjárfestingunni“, eins og það var orðað. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum í byrjun desember er Bláa lónið verðmetið á um það bil 50 milljarða króna í umræddu samkomulagi Kólfs og Horns II. Auk Gildis lífeyrissjóðs er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi Horns II með rúmlega 18 prósenta hlut. Landsbankinn fer með 7,7 prósenta hlut í sjóðnum, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 5,9 próesnta hlut og og VÍS með 5,4 prósenta hlut. Þeir hluthafar í framtakssjóðnum sem ákváðu að halda í eignarhlut sinn munu gera það í gegnum nýtt félag sem verður stofnað um hlut þeirra og Kólfs í Hvatningu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent