Grunnskólinn og framtíðin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:46 Um leið og ég fylgist með því hvernig ýmsar greinar atvinnulífsins takast á við þá byltingu í þróun starfa skima ég eftir fréttum af því hvernig grunnskólinn er að undirbúa nemendur sína undir þann veruleika sem blasir við þegar grunnskólanum sleppir. Af grunnskólanum virðist hins vegar fátt að frétta, þar virðist fólk ekki enn fagna komandi byltingu með eftirvæntingu og nýjum námsleiðum. Kerfið fetar áfram sinn varfærnislega veg. Við sjáum þó einstaka frumkvöðla, ákafa einstaklinga, sem láta sig málið varða fullir ástríðu og trú á að það sé hægt að breyta nútímanum og teygja sig inn í framtíðina án ótta við hið óþekkta. Þeir gefa okkur von um og trú á að það sé hægt að gera betur og grunnskólinn þurfi ekki að vera sú stofnun sem alltaf hreyfist hægast og síðast allra í glímunni við nútímann og framtíðina. En hvers vegna höfum við eingöngu val um að starfa innan kerfis sem hreyfist svo hægt sem raun ber vitni og hræðist svo hið óþekkta? Hvers vegna gerum við kerfið ekki þannig úr garði að þar séu fleiri valkostir um leiðir í uppbyggingu menntunar á grunnskólastigi? Ýtum undir nýsköpunina og byggjum upp eftirsóknarverðan starfsvettvang þar sem augljóst er að ýtt er undir nýsköpun og framþróun menntunar. Eitthvað sem laðar ungt og skapandi fólk að til starfa. Hvers vegna gerum við frumkvöðlum ekki hærra undir höfði og vinnum að því að stækka hópinn og styrkjum þannig stoðirnar undir faglega þekkingu til þess að takast á við nútímann, að ekki sé talað um blessaða framtíðina? Um leið og við horfum til eldhuganna horfum við upp á grunnskólann, sem leggur ofuráherslu á að börn skuli draga rétt til stafs og ná réttu gripi á blýantinn, á meðan eldri kynslóðir eru svo til hættar að nýta blýantsfærnina, nema þá einna helst til að setja krafs á blað sem seinna er yfirfært á tölvutækt form. Vélritunarfærnin sem æfð hefur verið í grunnskólum um mannsaldra er hins vegar eitthvað sem nýtist okkur öllum sem lifum í nútímanum. Það væri svo ótrúlega spennandi og hvetjandi fyrir svo marga ef við brettum upp ermar, fáum fleiri á vagninn, sköpum raunverulegt val í námi og tökum markvissa stefnu inn í framtíðina með þeim sem þar verða í forsvari, börnum og ungmennum nútímans. Áfram veginn - til framtíðar.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Um leið og ég fylgist með því hvernig ýmsar greinar atvinnulífsins takast á við þá byltingu í þróun starfa skima ég eftir fréttum af því hvernig grunnskólinn er að undirbúa nemendur sína undir þann veruleika sem blasir við þegar grunnskólanum sleppir. Af grunnskólanum virðist hins vegar fátt að frétta, þar virðist fólk ekki enn fagna komandi byltingu með eftirvæntingu og nýjum námsleiðum. Kerfið fetar áfram sinn varfærnislega veg. Við sjáum þó einstaka frumkvöðla, ákafa einstaklinga, sem láta sig málið varða fullir ástríðu og trú á að það sé hægt að breyta nútímanum og teygja sig inn í framtíðina án ótta við hið óþekkta. Þeir gefa okkur von um og trú á að það sé hægt að gera betur og grunnskólinn þurfi ekki að vera sú stofnun sem alltaf hreyfist hægast og síðast allra í glímunni við nútímann og framtíðina. En hvers vegna höfum við eingöngu val um að starfa innan kerfis sem hreyfist svo hægt sem raun ber vitni og hræðist svo hið óþekkta? Hvers vegna gerum við kerfið ekki þannig úr garði að þar séu fleiri valkostir um leiðir í uppbyggingu menntunar á grunnskólastigi? Ýtum undir nýsköpunina og byggjum upp eftirsóknarverðan starfsvettvang þar sem augljóst er að ýtt er undir nýsköpun og framþróun menntunar. Eitthvað sem laðar ungt og skapandi fólk að til starfa. Hvers vegna gerum við frumkvöðlum ekki hærra undir höfði og vinnum að því að stækka hópinn og styrkjum þannig stoðirnar undir faglega þekkingu til þess að takast á við nútímann, að ekki sé talað um blessaða framtíðina? Um leið og við horfum til eldhuganna horfum við upp á grunnskólann, sem leggur ofuráherslu á að börn skuli draga rétt til stafs og ná réttu gripi á blýantinn, á meðan eldri kynslóðir eru svo til hættar að nýta blýantsfærnina, nema þá einna helst til að setja krafs á blað sem seinna er yfirfært á tölvutækt form. Vélritunarfærnin sem æfð hefur verið í grunnskólum um mannsaldra er hins vegar eitthvað sem nýtist okkur öllum sem lifum í nútímanum. Það væri svo ótrúlega spennandi og hvetjandi fyrir svo marga ef við brettum upp ermar, fáum fleiri á vagninn, sköpum raunverulegt val í námi og tökum markvissa stefnu inn í framtíðina með þeim sem þar verða í forsvari, börnum og ungmennum nútímans. Áfram veginn - til framtíðar.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar