Er ekki hægt að borga okkur líka? Eyrún Baldursdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:30 Nýverið bárust þær gleðifréttir frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að ráðherra stefni á að greiða kennaranemum á fimmta ári laun fyrir starfsnám sitt. Sem hjúkrunarfræðinemi velti ég því strax fyrir mér hvort hið sama gæti gerst fyrir hina fjölmörgu nemendur á Heilbrigðisvísindasviði sem vinna launalaust á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á meðan á námi sínu stendur. Mikill sigur vannst á síðasta ári þegar ljósmóðurfræðinemar fengu þá kröfu uppfyllta að nemalaun voru aftur tekin upp í þeirra klíníska námi. Það var stórt skref í í hagsmunabaráttu stúdenta en við í Röskvu viljum halda áfram og krafa okkar er að allt starfsnám háskólanema verði metið til launa líkt og fram kemur í stefnu Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Fyrsta skref gæti til dæmis verið að jafna kjör allra stúdenta sem stunda nám á framhaldsstigi í samræmi við ljósmóðurfræðinema. Menntamálaráðherra hefur gefið út að ein ástæða þess að nauðsynlegt sé að greiða kennaranemum laun á meðan námi stendur sé til þess að auka aðsókn í námið. Við í Röskvu teljum að þær forsendur gildi einnig fyrir hjúkrunarfræðinema en gríðarlegur skortur er á starfandi hjúkrunarfræðingum. Aðsókn í námið er langt frá því að vera nægileg til þess að tryggja endurnýjun starfstéttar sem er að eldast hratt. Sömuleiðis þurfa yfirvöld að viðurkenna að tími og framlag stúdenta er mikils virði og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag. Launað starfsnám allra nema á Heilbrigðisvísindasviði er mikilvægt jafnréttismál. Það er nánast ómögulegt fyrir stúdenta að ná endum saman á námslánum einum og sér. Húsnæðiskostnaður, samgöngur og almennt uppihald er kostnaðarsamt og þurfa flestir stúdentar að vinna meðfram námi. Álagið í sumum greinum á Heilbrigðisvísindasviði, t.d. hjá læknanemum, er gríðarlegt. Auk fullrar viðveruskyldu á heilbrigðisstofnun frá kl. 08-16 á virkum dögum taka nemar launalausar helgarvaktir í 12 klukkustundir í senn. Ofan á það þurfa þeir nemendur, sem hafa minna á milli handanna eða hafa ekki fjárhagslegan stuðning frá foreldrum, að vinna hlutastarf til að afla tekna. Slíkt fyrirkomulag er óásættanlegt. Það gæti stuðlað að kulnun strax á námsárunum og gerir nám í heilbrigðisvísindum óaðgengilegt þeim sem ekki hafa sterkt fjárhagslegt bakland. Við í Röskvu sættum okkur ekki við slíkt fyrirkomulag lengur. Launað starfsnám á að vera tryggt fyrir alla nemendur, líka á Heilbrigðisvísindasviði. Stúdentar geta haft áhrif á hverjir leiða þessa baráttu og þú getur treyst því að við í Röskvu munum gera það þeim krafti sem einkennir öll okkar störf. Kjósum háskóla fyrir alla, kjósum Röskvu. Eyrún Baldursdóttir, 1. sæti á Heilbrigðisvísindasviði fyrir Röskvu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið bárust þær gleðifréttir frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að ráðherra stefni á að greiða kennaranemum á fimmta ári laun fyrir starfsnám sitt. Sem hjúkrunarfræðinemi velti ég því strax fyrir mér hvort hið sama gæti gerst fyrir hina fjölmörgu nemendur á Heilbrigðisvísindasviði sem vinna launalaust á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á meðan á námi sínu stendur. Mikill sigur vannst á síðasta ári þegar ljósmóðurfræðinemar fengu þá kröfu uppfyllta að nemalaun voru aftur tekin upp í þeirra klíníska námi. Það var stórt skref í í hagsmunabaráttu stúdenta en við í Röskvu viljum halda áfram og krafa okkar er að allt starfsnám háskólanema verði metið til launa líkt og fram kemur í stefnu Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Fyrsta skref gæti til dæmis verið að jafna kjör allra stúdenta sem stunda nám á framhaldsstigi í samræmi við ljósmóðurfræðinema. Menntamálaráðherra hefur gefið út að ein ástæða þess að nauðsynlegt sé að greiða kennaranemum laun á meðan námi stendur sé til þess að auka aðsókn í námið. Við í Röskvu teljum að þær forsendur gildi einnig fyrir hjúkrunarfræðinema en gríðarlegur skortur er á starfandi hjúkrunarfræðingum. Aðsókn í námið er langt frá því að vera nægileg til þess að tryggja endurnýjun starfstéttar sem er að eldast hratt. Sömuleiðis þurfa yfirvöld að viðurkenna að tími og framlag stúdenta er mikils virði og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag. Launað starfsnám allra nema á Heilbrigðisvísindasviði er mikilvægt jafnréttismál. Það er nánast ómögulegt fyrir stúdenta að ná endum saman á námslánum einum og sér. Húsnæðiskostnaður, samgöngur og almennt uppihald er kostnaðarsamt og þurfa flestir stúdentar að vinna meðfram námi. Álagið í sumum greinum á Heilbrigðisvísindasviði, t.d. hjá læknanemum, er gríðarlegt. Auk fullrar viðveruskyldu á heilbrigðisstofnun frá kl. 08-16 á virkum dögum taka nemar launalausar helgarvaktir í 12 klukkustundir í senn. Ofan á það þurfa þeir nemendur, sem hafa minna á milli handanna eða hafa ekki fjárhagslegan stuðning frá foreldrum, að vinna hlutastarf til að afla tekna. Slíkt fyrirkomulag er óásættanlegt. Það gæti stuðlað að kulnun strax á námsárunum og gerir nám í heilbrigðisvísindum óaðgengilegt þeim sem ekki hafa sterkt fjárhagslegt bakland. Við í Röskvu sættum okkur ekki við slíkt fyrirkomulag lengur. Launað starfsnám á að vera tryggt fyrir alla nemendur, líka á Heilbrigðisvísindasviði. Stúdentar geta haft áhrif á hverjir leiða þessa baráttu og þú getur treyst því að við í Röskvu munum gera það þeim krafti sem einkennir öll okkar störf. Kjósum háskóla fyrir alla, kjósum Röskvu. Eyrún Baldursdóttir, 1. sæti á Heilbrigðisvísindasviði fyrir Röskvu
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar