Frjálslyndir stúdentar sameinast gegn sósíalisma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 15:39 Frá stofnfundi samtakanna. Á myndinni eru (frá vinstri): Axel Ingi Ólafsson, Páll Gestsson, Jakob Andri, Davíð Snær Jónsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Magnús Geir Björnsson og Sverrir Ólafur Torfason. SFH Hópur stúdenta hefur stofnað nýtt félag, Samtök frjálslyndra háskólanema. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst í dag. Í tilkynningunni segir að samtökin hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út hugmyndafræði frjálshyggjunnar og að þeim háskólanemum sem styðji hugmyndafræði undir merkjum frjálshyggju fari ört fjölgandi. Stofnmeðlimir hafi séð ríka ástæðu fyrir stofnun samtakanna vegna rísandi „sósíalískra afla í samfélaginu.“ „Á tímum sem þessum er mikilvægt að þeir sem trúa á framtak einstaklingsins, til athafna, komi saman, ræði ólíkar hugmyndir og ekki síst lausnir við þeim vandamálum sem samfélagið kann að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Ríkisvaldið er ekki best tilfallið, til að leysa öll vandamál samfélagsins,“ segir í tilkynningu samtakanna. Davíð Snær Jónsson, fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema er formaður samtakanna. Meðlimir samtakanna eru eftirfarandi:Aðalmenn: Davíð Snær Jónsson (formaður), Jakob Andri, Magdalena Anna Torfadóttir, Elvar Egilsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Arnaldur Árnason og Sverrir Ólafur Torfason.Varamenn: Páll Gestsson, Axel Ingi Ólafsson, Magnús Geir Björnsson, Sigurjón Gauti Friðriksson og Sigurður Ingvi Gunnþórsson.Davíð Snær Jónsson, formaður Samtaka frjálslyndra háskólanema.AðsendByggja á grunnhugmynd frjálshyggjunnar „Grunnhugmyndin að stofnun Samtaka frjálslyndra háskólanema er sú að það er ekki til neitt slíkt félag á Íslandi. Við teljum að margir einstaklingar í háskóla geti sammælst okkur um hugmyndafræðina þó menn geti að vísu tekist á um útfærslurnar,“ segir formaðurinn, Davíð Snær Jónsson, í samtali við fréttastofu. „Við stefnum að því að vinna með grunnhugmynd frjálshyggjunnar, ræða mál líðandi stundar og útfærslur þeirra og mynda okkur skoðanir á þeim.“ Davíð segir samtökin ætla að dreifa út hugmyndafræði frjálshyggjunnar þar sem stofnmeðlimir hafi fundið fyrir því að frjálslyndum háskólanemum fjölgi hratt. „Við ætlum að mennta, fræða og styrkja þessa frelsisþenkjandi einstaklinga í háskólum með greinaskrifum, málþingum, kappræðum og hvað eina. Við erum að fókusa á þrjú grundvallar stefnuatriði. Efnahagslegt frelsi, akademískt frelsi og frelsi einstaklingsins.“ Aðspurður segir Davíð ekki ætlun samtakanna að láta til sín taka á sviði stúdentapólitíkurinnar. „Við erum ekki að fara í einhverja pólitíska baráttu innan háskólanna, til dæmis gegn Vöku eða Röskvu.“ Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Hópur stúdenta hefur stofnað nýtt félag, Samtök frjálslyndra háskólanema. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst í dag. Í tilkynningunni segir að samtökin hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út hugmyndafræði frjálshyggjunnar og að þeim háskólanemum sem styðji hugmyndafræði undir merkjum frjálshyggju fari ört fjölgandi. Stofnmeðlimir hafi séð ríka ástæðu fyrir stofnun samtakanna vegna rísandi „sósíalískra afla í samfélaginu.“ „Á tímum sem þessum er mikilvægt að þeir sem trúa á framtak einstaklingsins, til athafna, komi saman, ræði ólíkar hugmyndir og ekki síst lausnir við þeim vandamálum sem samfélagið kann að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Ríkisvaldið er ekki best tilfallið, til að leysa öll vandamál samfélagsins,“ segir í tilkynningu samtakanna. Davíð Snær Jónsson, fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema er formaður samtakanna. Meðlimir samtakanna eru eftirfarandi:Aðalmenn: Davíð Snær Jónsson (formaður), Jakob Andri, Magdalena Anna Torfadóttir, Elvar Egilsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Arnaldur Árnason og Sverrir Ólafur Torfason.Varamenn: Páll Gestsson, Axel Ingi Ólafsson, Magnús Geir Björnsson, Sigurjón Gauti Friðriksson og Sigurður Ingvi Gunnþórsson.Davíð Snær Jónsson, formaður Samtaka frjálslyndra háskólanema.AðsendByggja á grunnhugmynd frjálshyggjunnar „Grunnhugmyndin að stofnun Samtaka frjálslyndra háskólanema er sú að það er ekki til neitt slíkt félag á Íslandi. Við teljum að margir einstaklingar í háskóla geti sammælst okkur um hugmyndafræðina þó menn geti að vísu tekist á um útfærslurnar,“ segir formaðurinn, Davíð Snær Jónsson, í samtali við fréttastofu. „Við stefnum að því að vinna með grunnhugmynd frjálshyggjunnar, ræða mál líðandi stundar og útfærslur þeirra og mynda okkur skoðanir á þeim.“ Davíð segir samtökin ætla að dreifa út hugmyndafræði frjálshyggjunnar þar sem stofnmeðlimir hafi fundið fyrir því að frjálslyndum háskólanemum fjölgi hratt. „Við ætlum að mennta, fræða og styrkja þessa frelsisþenkjandi einstaklinga í háskólum með greinaskrifum, málþingum, kappræðum og hvað eina. Við erum að fókusa á þrjú grundvallar stefnuatriði. Efnahagslegt frelsi, akademískt frelsi og frelsi einstaklingsins.“ Aðspurður segir Davíð ekki ætlun samtakanna að láta til sín taka á sviði stúdentapólitíkurinnar. „Við erum ekki að fara í einhverja pólitíska baráttu innan háskólanna, til dæmis gegn Vöku eða Röskvu.“
Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira