Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2019 13:30 Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu. Borgarfulltrúar í minnihlutanum í borginni hafa gagnrýnt þann kostnað sem er áætlaður í að fari í verkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk Vogabyggð. Í dómnefnd um verkið voru skipuð þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður dómnefndar, Signý Pálsdóttir, fv. skrifstofustjóri menningarmála, og Ólöf Nordal, Baldur Geir Bragason og Ragnhildur Stefánsdóttir, myndlistarmenn.Kostnaðurinn við verkið Áætlaður kostnaður við uppsetningu og höfundarlaun verksins eru 140 milljónir króna sem er sú upphæð sem ákveðið var árið 2015 að færi í útilistaverk á svæðinu. Þar af fær listamaðurinn tæpar fimmtán milljónir af heildarupphæðinni í sinn hlut í höfundarlaun, uppsetningu og eftirfylgni með verkinu að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur en safnið hefur umsjón með listaverkum í Reykjavík og stóð fyrir samkeppninni um listaverkið. Sundurliðaður kostnaður við PálmatréSamkvæmt kostnaðaáætlun sem fréttastofa hefur er gert ráð fyrir að pálmatrén í verkinu kosti um eina komma fimm milljónir króna. Gróðurhúsin utan um þau kosti ríflega áttatíu og fimm milljónir króna og undirlag um eina komma tvær milljónir. Tæknibúnaður kosti rúmlega níu milljónir og skipulagskostnaður þ.á.m. þóknun arkitekta kosti um tuttugu og eina komma fimm milljónir króna. Áætlunin var gerð á þeim tíma sem samkeppnin var auglýst og er miðuð við gengi krónunnar þann 25. maí 2018 þegar ein evra jafngilti 123,85 krónum. Gengið hefur hins vegar lækkað og í dag kostar ein evra 137 krónur. Ekki dýrt útilistaverk Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri segir verkið ekki of dýrt. „Nei ég held að þetta sé ekki dýrt verk. Hins vegar held ég að við séum að fá mikið fyrir þessa fjárfestingu. Þetta er bara raunhæft verð og raunhæfur útreikningur á því hvað listaverk í almenningsrými kostar. Ég held að gildi útilistaverka sé ótvírætt,“ segir Ólöf. Hún segir gagnrýni á að verkið heilbrigða en bendir á að greitt sé fyrir verkið með innviðagjöldum frá lóðahöfum. „Það er heilbrigt að tala um hlutina en sú gagnrýni að verið sé að borga 140 milljónir fyrir tvö pálmatré er fullmikil einföldun. Það má líkja því við að kaupa sér bíl uppá milljón og einungis sé verið að greiða fyrir fjögur dekk. Þetta er miklu flóknara fyrirbæri en tvö pálmatré. Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið og vera jákvætt innlegg í umhverfið,“ segir Ólöf. Hún bætir við að lýsingin í verkinu sé svipuð og svokölluð skammdegisljós og eigi því hafa heilandi áhrif á umhverfið.Lóðahafar greiða fyrir listaverk Í upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgin fái um fimm milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar í Vogabyggð. Þau verði notuð til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Borgarfulltrúar í minnihlutanum í borginni hafa gagnrýnt þann kostnað sem er áætlaður í að fari í verkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk Vogabyggð. Í dómnefnd um verkið voru skipuð þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður dómnefndar, Signý Pálsdóttir, fv. skrifstofustjóri menningarmála, og Ólöf Nordal, Baldur Geir Bragason og Ragnhildur Stefánsdóttir, myndlistarmenn.Kostnaðurinn við verkið Áætlaður kostnaður við uppsetningu og höfundarlaun verksins eru 140 milljónir króna sem er sú upphæð sem ákveðið var árið 2015 að færi í útilistaverk á svæðinu. Þar af fær listamaðurinn tæpar fimmtán milljónir af heildarupphæðinni í sinn hlut í höfundarlaun, uppsetningu og eftirfylgni með verkinu að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur en safnið hefur umsjón með listaverkum í Reykjavík og stóð fyrir samkeppninni um listaverkið. Sundurliðaður kostnaður við PálmatréSamkvæmt kostnaðaáætlun sem fréttastofa hefur er gert ráð fyrir að pálmatrén í verkinu kosti um eina komma fimm milljónir króna. Gróðurhúsin utan um þau kosti ríflega áttatíu og fimm milljónir króna og undirlag um eina komma tvær milljónir. Tæknibúnaður kosti rúmlega níu milljónir og skipulagskostnaður þ.á.m. þóknun arkitekta kosti um tuttugu og eina komma fimm milljónir króna. Áætlunin var gerð á þeim tíma sem samkeppnin var auglýst og er miðuð við gengi krónunnar þann 25. maí 2018 þegar ein evra jafngilti 123,85 krónum. Gengið hefur hins vegar lækkað og í dag kostar ein evra 137 krónur. Ekki dýrt útilistaverk Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri segir verkið ekki of dýrt. „Nei ég held að þetta sé ekki dýrt verk. Hins vegar held ég að við séum að fá mikið fyrir þessa fjárfestingu. Þetta er bara raunhæft verð og raunhæfur útreikningur á því hvað listaverk í almenningsrými kostar. Ég held að gildi útilistaverka sé ótvírætt,“ segir Ólöf. Hún segir gagnrýni á að verkið heilbrigða en bendir á að greitt sé fyrir verkið með innviðagjöldum frá lóðahöfum. „Það er heilbrigt að tala um hlutina en sú gagnrýni að verið sé að borga 140 milljónir fyrir tvö pálmatré er fullmikil einföldun. Það má líkja því við að kaupa sér bíl uppá milljón og einungis sé verið að greiða fyrir fjögur dekk. Þetta er miklu flóknara fyrirbæri en tvö pálmatré. Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið og vera jákvætt innlegg í umhverfið,“ segir Ólöf. Hún bætir við að lýsingin í verkinu sé svipuð og svokölluð skammdegisljós og eigi því hafa heilandi áhrif á umhverfið.Lóðahafar greiða fyrir listaverk Í upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgin fái um fimm milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar í Vogabyggð. Þau verði notuð til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira