Kjarabarátta háskólanema Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. skrifar 30. janúar 2019 17:15 Könnun sem gerð var í einum af stærstu háskólum landsins sýnir að tæp 70 prósent háskólanema á Íslandi vinna með námi. Kennarar í þessum sama háskóla halda því jafnframt fram að of mikil vinna hafi neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda og þar af leiðandi námsframvindu þeirra. Flestir háskólanemar hafa hins vegar ekkert val. Þeir verða að vinna til að sjá fyrir sér og sínum, enda mikill minnihluti svo vel settur að eiga foreldra sem geta stutt við þá fjárhagslega á meðan á námi stendur. Meginþorri háskólanema er á almennum leigumarkaði og þarf að reka heimili með öllum þeim kostnaði sem því tilheyrir. Full framfærsla einhleyps háskólanema í eigin húsnæði miðast við tæplega 193 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru í dag 300 þúsund krónur, og þykja síst of há. Í upphafsgrein núverandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er því slegið föstu að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til þess að stunda nám án tillits til efnahags. Þetta göfuga markmið hefur verið tilgangur sjóðsins frá stofnun hans, enda stofnaður af verkalýðshreyfingunni og öðrum erindrekum jafnaðarstefnunnar til að tryggja börnum verkafólks og efnalítilla fjölskyldna rétt til að afla sér háskólamenntunar og auka þannig möguleika sína til að bæta kjör sín. Þetta er stundum kennt við félagslegan hreyfanleika, þ.e. möguleika til þess að eignast betra líf, og er einn eftirsóknarverðasti eiginleiki hvers samfélags. Á undanförnum árum hefur þetta meginhlutverk og tilgangur sjóðsins átt undir högg að sækja. Til að mynda hafa hreyfingar háskólanema gagnrýnt harðlega framfærsluviðmið sjóðsins, frítekjumark hans og fyrirkomulag á útborgun lána, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur jafnframt heyrst sívaxandi krafa stúdenta um að sjóðurinn taki breytingum í átt að norrænu styrkjakerfi þar sem hluti láns fellur niður við námslok, eins og er við lýði í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Það er full ástæða til að taka undir kjarabaráttu háskólanema og hvetja stjórnvöld til að leggja áherslu á að hækka framfærsluviðmið LÍN, þannig að það nálgist raunverulegan framfærslukostnað, um leið og frítekjumark háskólanema verði hækkað þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki framfærslu þeirra – og neyði þá til að vinna enn meira með háskólanámi yfir veturinn, með þeim mótsagnakenndu afleiðingum að þeir fái enn lægri lán, og þurfi þar af leiðandi að vinna jafnvel enn meira með námi. Við þurfum að losa háskólanema úr þessum vítahring og gera þeim kleift að lifa af framfærslulánunum, svo þeir geti sinnt náminu og lokið því á skikkanlegum tíma. Þá er eðlilegt að heildarendurskoðun laga um LÍN færi okkur nær styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að því verði velt yfir í hærri vaxtaprósentu lánanna, og að hluti námslána verði felldur niður að námstíma loknum. Háskólanám á ekki að vera forréttindi, við eigum öll að hafa þann möguleika að bæta kjör okkar með því að sækja okkur meiri menntun. Hátt menntastig þjóðarinnar skilar sér í hagvexti fyrir alla, enda eru háskólarnir okkar gangvirki nýsköpunar atvinnulífsins. Samfylkingin styður háskólanema í kjarabaráttu þeirra og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um það hlutverk LÍN að tryggja að allir geti stundað háskólanám án tillits til efnahags.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skóla - og menntamál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Könnun sem gerð var í einum af stærstu háskólum landsins sýnir að tæp 70 prósent háskólanema á Íslandi vinna með námi. Kennarar í þessum sama háskóla halda því jafnframt fram að of mikil vinna hafi neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda og þar af leiðandi námsframvindu þeirra. Flestir háskólanemar hafa hins vegar ekkert val. Þeir verða að vinna til að sjá fyrir sér og sínum, enda mikill minnihluti svo vel settur að eiga foreldra sem geta stutt við þá fjárhagslega á meðan á námi stendur. Meginþorri háskólanema er á almennum leigumarkaði og þarf að reka heimili með öllum þeim kostnaði sem því tilheyrir. Full framfærsla einhleyps háskólanema í eigin húsnæði miðast við tæplega 193 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru í dag 300 þúsund krónur, og þykja síst of há. Í upphafsgrein núverandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er því slegið föstu að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til þess að stunda nám án tillits til efnahags. Þetta göfuga markmið hefur verið tilgangur sjóðsins frá stofnun hans, enda stofnaður af verkalýðshreyfingunni og öðrum erindrekum jafnaðarstefnunnar til að tryggja börnum verkafólks og efnalítilla fjölskyldna rétt til að afla sér háskólamenntunar og auka þannig möguleika sína til að bæta kjör sín. Þetta er stundum kennt við félagslegan hreyfanleika, þ.e. möguleika til þess að eignast betra líf, og er einn eftirsóknarverðasti eiginleiki hvers samfélags. Á undanförnum árum hefur þetta meginhlutverk og tilgangur sjóðsins átt undir högg að sækja. Til að mynda hafa hreyfingar háskólanema gagnrýnt harðlega framfærsluviðmið sjóðsins, frítekjumark hans og fyrirkomulag á útborgun lána, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur jafnframt heyrst sívaxandi krafa stúdenta um að sjóðurinn taki breytingum í átt að norrænu styrkjakerfi þar sem hluti láns fellur niður við námslok, eins og er við lýði í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Það er full ástæða til að taka undir kjarabaráttu háskólanema og hvetja stjórnvöld til að leggja áherslu á að hækka framfærsluviðmið LÍN, þannig að það nálgist raunverulegan framfærslukostnað, um leið og frítekjumark háskólanema verði hækkað þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki framfærslu þeirra – og neyði þá til að vinna enn meira með háskólanámi yfir veturinn, með þeim mótsagnakenndu afleiðingum að þeir fái enn lægri lán, og þurfi þar af leiðandi að vinna jafnvel enn meira með námi. Við þurfum að losa háskólanema úr þessum vítahring og gera þeim kleift að lifa af framfærslulánunum, svo þeir geti sinnt náminu og lokið því á skikkanlegum tíma. Þá er eðlilegt að heildarendurskoðun laga um LÍN færi okkur nær styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að því verði velt yfir í hærri vaxtaprósentu lánanna, og að hluti námslána verði felldur niður að námstíma loknum. Háskólanám á ekki að vera forréttindi, við eigum öll að hafa þann möguleika að bæta kjör okkar með því að sækja okkur meiri menntun. Hátt menntastig þjóðarinnar skilar sér í hagvexti fyrir alla, enda eru háskólarnir okkar gangvirki nýsköpunar atvinnulífsins. Samfylkingin styður háskólanema í kjarabaráttu þeirra og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um það hlutverk LÍN að tryggja að allir geti stundað háskólanám án tillits til efnahags.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar