Er braggamálið búið? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. janúar 2019 09:11 Margir spyrja nú hvort braggamálinu sé lokið. Já, segir meirihluti borgarstjórnar, málinu er lokið með skýrslu Innri endurskoðunar. Þetta hefur innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfest. Eins og flestir vita sem skoðað hafa þessa skýrslu þá er enn fjölmörgum spurningum ósvarað. Tveir flokkar minnihlutans í borgarstjórn Flokkur fólksins og Miðflokkurinn freistuðu þess á síðasta fundi borgarstjórnar að fá úr nokkrum vafaatriðum skorið með því að leggja til að málinu yrði vísað til þar til bærra yfirvalda til frekari yfirferðar og rannsóknar. Vanræksla á almannafé varðar við efnahagsbrotalög og brot á skjalavörslulögum varðar við almenn hegningarlagabrot. Að sjálfsögðu var allur meirihlutinn á móti tillögunni enda vilja þau alls ekki láta róta meira í þessu máli. Auk þess greiddi fulltrúi Sósíalista mótatkvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu tillögunni atkvæði sitt, að undanskildum tveimur þeirra, sem sátu hjá. Í röksemdafærslu þeirra var m.a. sagt að hér væri ekki verið að gæta meðalhófs og að fyrst ætti að ljúka málinu hjá borginni. Væri hér um barnaverndarmál að ræða væri vissulega skylda okkar að gæta meðalhófs en hér er ekki um neitt slíkt mál að ræða heldur grófa misnotkun á almannafé og brot á skjalavörslulögum auk brots á sveitarstjórnarlögum og innkaupareglum borgarinnar. Aftur skal ítrekað að ekki verður um frekari vinnslu á þessu máli þar sem því er lokið hjá Reykjavíkurborg með skýrslu Innri endurskoðunar eftir því sem næst er komist. Við þekkjum það af reynslu hér á landi að oft fennir hratt yfir skandala. Lífið heldur áfram og aðrar fréttir berast sem hjálpa til við að gleyma leiðinlegum málum. Mörgum íþyngjandi spurningum er enn ósvarað í braggamálinu og má þar nefna 70 m.kr. sem fóru í uppgerð á minjum. Sjá má af þessu að það eru sannarlega ekki öll kurl komin til grafar og vilja fulltrúar tveggja flokka minnihlutans þess vegna halda áfram að grafa. Í hvað fóru þessar 70 m.kr. vegna uppgerðar á minjum í braggaverkefninu? Skyldum við nokkurn tímann eiga eftir að fá svarið við þessari spurningu? Ítrekað hefur verið vísað í framkvæmdina á braggaverkefninu ýmist sem mistök eða frávik. Hvað varðar hvort hér sé um frávik að ræða er að sjálfsögðu ekki hægt að segja fyrr en önnur framúrkeyrsluverkefni hafa verið skoðuð. Nokkur verkefni sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun s.s Mathöllin á Hlemmi eru á borði Innri endurskoðunar. Tillaga frá Flokki fólksins hefur einnig verið lögð fram um að Innri endurskoðun geri sambærilega úttekt og gerð var á bragganum, á Vitanum, Gröndalshúsinu og Aðalstræti 10. Það er einkennilegt að geta fullyrt, eins og borgarstjóri hefur gert, að braggamálið séu mistök. Mistök er eitthvað sem maður gerir óvart, hugsanlega af því að maður veit ekki betur eða hefur ekki fengið nægjanlegar eða réttar upplýsingar. Ótalið er síðan ótrúlegur sofandaháttur og ámælisverð embættisafglöp æðstu valdhafa, borgarstjóra, borgarritara og yfirmanns Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Auðvitað geta allir gert mistök. Skoðum nú aðeins það sem meirihlutinn fullyrðir að sé frávikið og sem vísað er í sem MISTÖK. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum af þeim var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar og minnisblaði sem nú liggur fyrir. Það er mikilvægt að muna að það voru fulltrúar minnihlutans sem ráku augun í að eitthvað væri ekki í lagi með þetta braggamál þegar á fundi borgarráðs á haustdögum 2018 var verið að reyna að fá enn meira fé í það. Verkefnið var þá þegar komið langt fram úr kostnaðaráætlun. Hefði minnihlutinn ekki farið að spyrja spurninga um þetta, heimta svör og krefjast þess að staldrað yrði við þá hefði þetta stóra spillingarmál sennilega ekki komist upp á yfirborðið. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Margir spyrja nú hvort braggamálinu sé lokið. Já, segir meirihluti borgarstjórnar, málinu er lokið með skýrslu Innri endurskoðunar. Þetta hefur innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfest. Eins og flestir vita sem skoðað hafa þessa skýrslu þá er enn fjölmörgum spurningum ósvarað. Tveir flokkar minnihlutans í borgarstjórn Flokkur fólksins og Miðflokkurinn freistuðu þess á síðasta fundi borgarstjórnar að fá úr nokkrum vafaatriðum skorið með því að leggja til að málinu yrði vísað til þar til bærra yfirvalda til frekari yfirferðar og rannsóknar. Vanræksla á almannafé varðar við efnahagsbrotalög og brot á skjalavörslulögum varðar við almenn hegningarlagabrot. Að sjálfsögðu var allur meirihlutinn á móti tillögunni enda vilja þau alls ekki láta róta meira í þessu máli. Auk þess greiddi fulltrúi Sósíalista mótatkvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu tillögunni atkvæði sitt, að undanskildum tveimur þeirra, sem sátu hjá. Í röksemdafærslu þeirra var m.a. sagt að hér væri ekki verið að gæta meðalhófs og að fyrst ætti að ljúka málinu hjá borginni. Væri hér um barnaverndarmál að ræða væri vissulega skylda okkar að gæta meðalhófs en hér er ekki um neitt slíkt mál að ræða heldur grófa misnotkun á almannafé og brot á skjalavörslulögum auk brots á sveitarstjórnarlögum og innkaupareglum borgarinnar. Aftur skal ítrekað að ekki verður um frekari vinnslu á þessu máli þar sem því er lokið hjá Reykjavíkurborg með skýrslu Innri endurskoðunar eftir því sem næst er komist. Við þekkjum það af reynslu hér á landi að oft fennir hratt yfir skandala. Lífið heldur áfram og aðrar fréttir berast sem hjálpa til við að gleyma leiðinlegum málum. Mörgum íþyngjandi spurningum er enn ósvarað í braggamálinu og má þar nefna 70 m.kr. sem fóru í uppgerð á minjum. Sjá má af þessu að það eru sannarlega ekki öll kurl komin til grafar og vilja fulltrúar tveggja flokka minnihlutans þess vegna halda áfram að grafa. Í hvað fóru þessar 70 m.kr. vegna uppgerðar á minjum í braggaverkefninu? Skyldum við nokkurn tímann eiga eftir að fá svarið við þessari spurningu? Ítrekað hefur verið vísað í framkvæmdina á braggaverkefninu ýmist sem mistök eða frávik. Hvað varðar hvort hér sé um frávik að ræða er að sjálfsögðu ekki hægt að segja fyrr en önnur framúrkeyrsluverkefni hafa verið skoðuð. Nokkur verkefni sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun s.s Mathöllin á Hlemmi eru á borði Innri endurskoðunar. Tillaga frá Flokki fólksins hefur einnig verið lögð fram um að Innri endurskoðun geri sambærilega úttekt og gerð var á bragganum, á Vitanum, Gröndalshúsinu og Aðalstræti 10. Það er einkennilegt að geta fullyrt, eins og borgarstjóri hefur gert, að braggamálið séu mistök. Mistök er eitthvað sem maður gerir óvart, hugsanlega af því að maður veit ekki betur eða hefur ekki fengið nægjanlegar eða réttar upplýsingar. Ótalið er síðan ótrúlegur sofandaháttur og ámælisverð embættisafglöp æðstu valdhafa, borgarstjóra, borgarritara og yfirmanns Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Auðvitað geta allir gert mistök. Skoðum nú aðeins það sem meirihlutinn fullyrðir að sé frávikið og sem vísað er í sem MISTÖK. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum af þeim var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar og minnisblaði sem nú liggur fyrir. Það er mikilvægt að muna að það voru fulltrúar minnihlutans sem ráku augun í að eitthvað væri ekki í lagi með þetta braggamál þegar á fundi borgarráðs á haustdögum 2018 var verið að reyna að fá enn meira fé í það. Verkefnið var þá þegar komið langt fram úr kostnaðaráætlun. Hefði minnihlutinn ekki farið að spyrja spurninga um þetta, heimta svör og krefjast þess að staldrað yrði við þá hefði þetta stóra spillingarmál sennilega ekki komist upp á yfirborðið. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun