Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:09 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni telur að reyndir glæpamenn hafi staðið að mannráninu í Lørenskógi þann 31. október í fyrra, þegar Anne Elisabeth Falkevik-Hagen var rænt af heimili sínu. Þá horfir hann einkum til glæpasamtaka frá Balkanríkjunum. Fyrst var greint frá hvarfi Anne Elisabeth, húsmóður og eiginkonu Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs, í byrjun janúar, tíu vikum eftir að henni var rænt. Ekkert hefur spurst til hennar síðan en lögregla hefur engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin.Bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. Hann byggir kenningar sínar m.a. á því hversu langur tími leið frá því að henni var rænt og þangað til að lögregla tilkynnti um mannránið. Þá nefnir hann einnig skort á sönnunargögnum máli sínu til stuðnings. „Þetta eru fagmenn. Það sést meðal annars á vísbendingunum og aðferðunum sem lögregla hefur beitt við rannsókn málsins,“ segir Kaldager. Þá leiðir hann að því líkum að ræningjarnir tengist glæpagengjum af Balkanskaganum.„Það þarf ekki að líta lengra en til Svíþjóðar til að finna tengsl við slík samtök í Balkanríkjunum. Þau hafa bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni. Mannrán voru ekki óalgeng á Balkanskaganum í borgarastyrjöldinni.“Sjá einnig: Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Þá segir Kaldager að þrátt fyrir að lögregla hafi hert landamæraeftirlit í Noregi í kjölfar mannránsins sé líklegt að ræningjarnir hafi komist óáreittir úr landi, til dæmis til Svíþjóðar.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Talið er að ráðist hafi verið á Anne Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu.EPA/Vidar RuudSífellt fleiri heimta rafmynt í lausnargjald Áður hefur komið fram að ræningjarnir skildu eftir bréf í húsi Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Í bréfinu var að finna líflátshótanir í garð Anne Elisabeth og þá var einnig farið fram á milljónalausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í grein NRK er vitnað í niðurstöður rannsóknar öryggisfyrirtækisins Control Risks sem birt var í fyrrasumar. Þar kemur fram að mannrán, þar sem ræningjarnir heimta rafmynt í lausnargjald, færast sífellt í aukana. Tilkynnt var um eitt slíkt rán á mánuði á liðnu ári, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Norska lögreglan hefur fengið yfir þúsund ábendingar vegna málsins frá því að fyrst var fjallað um rannsóknina í byrjun janúar. Enn er leitað að mönnum sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan skrifstofu Tom Hagen daginn sem Anne Elisabeth hvarf. Þá hefur lögregla í Noregi notið aðstoðar bandarísku alríkislögreglunnar FBI og fleiri alþjóðlegra stofnana við rannsókn málsins. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni telur að reyndir glæpamenn hafi staðið að mannráninu í Lørenskógi þann 31. október í fyrra, þegar Anne Elisabeth Falkevik-Hagen var rænt af heimili sínu. Þá horfir hann einkum til glæpasamtaka frá Balkanríkjunum. Fyrst var greint frá hvarfi Anne Elisabeth, húsmóður og eiginkonu Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs, í byrjun janúar, tíu vikum eftir að henni var rænt. Ekkert hefur spurst til hennar síðan en lögregla hefur engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin.Bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. Hann byggir kenningar sínar m.a. á því hversu langur tími leið frá því að henni var rænt og þangað til að lögregla tilkynnti um mannránið. Þá nefnir hann einnig skort á sönnunargögnum máli sínu til stuðnings. „Þetta eru fagmenn. Það sést meðal annars á vísbendingunum og aðferðunum sem lögregla hefur beitt við rannsókn málsins,“ segir Kaldager. Þá leiðir hann að því líkum að ræningjarnir tengist glæpagengjum af Balkanskaganum.„Það þarf ekki að líta lengra en til Svíþjóðar til að finna tengsl við slík samtök í Balkanríkjunum. Þau hafa bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni. Mannrán voru ekki óalgeng á Balkanskaganum í borgarastyrjöldinni.“Sjá einnig: Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Þá segir Kaldager að þrátt fyrir að lögregla hafi hert landamæraeftirlit í Noregi í kjölfar mannránsins sé líklegt að ræningjarnir hafi komist óáreittir úr landi, til dæmis til Svíþjóðar.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Talið er að ráðist hafi verið á Anne Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu.EPA/Vidar RuudSífellt fleiri heimta rafmynt í lausnargjald Áður hefur komið fram að ræningjarnir skildu eftir bréf í húsi Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Í bréfinu var að finna líflátshótanir í garð Anne Elisabeth og þá var einnig farið fram á milljónalausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í grein NRK er vitnað í niðurstöður rannsóknar öryggisfyrirtækisins Control Risks sem birt var í fyrrasumar. Þar kemur fram að mannrán, þar sem ræningjarnir heimta rafmynt í lausnargjald, færast sífellt í aukana. Tilkynnt var um eitt slíkt rán á mánuði á liðnu ári, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Norska lögreglan hefur fengið yfir þúsund ábendingar vegna málsins frá því að fyrst var fjallað um rannsóknina í byrjun janúar. Enn er leitað að mönnum sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan skrifstofu Tom Hagen daginn sem Anne Elisabeth hvarf. Þá hefur lögregla í Noregi notið aðstoðar bandarísku alríkislögreglunnar FBI og fleiri alþjóðlegra stofnana við rannsókn málsins.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54