Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Sveinn Arnarsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, kynnti tillögur aðgerðahópsins. Fréttablaðið/Stefán Tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru liður í að liðka til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði að mati Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Í tillögunum, sem kynntar voru í gær, er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða, stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn, að byggingarkostnaður leigufélaga verði lækkaður og að réttarstaða leigjenda verði tryggð með því að ekki sé hægt að hækka leigu umfram verðlag. „Við tókum þátt í vinnunni og kvittum því upp á þetta. Markmið okkar er að fólk geti búið í viðunandi húsnæði á sæmilegum kjörum og þetta er vissulega innlegg í það. Það er ýmislegt þarna sem spilar saman við okkar markmið,“ segir Drífa. „Í fyrsta lagi eru tillögur um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og hugmyndir um að lækka fjármögnunarkostnað óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga gætu lækkað leiguverð um 20 þúsund krónur á mánuði. Þó þetta kannski hljómi ekki spennandi fyrir leikmenn þá getur þetta talið inn í bætt lífskjör.“ Að mati Drífu er afar mikilvægt að fá inn tillögur um aukna leiguvernd með það að markmiði að leigufélög geti ekki á einu bretti hækkað leigu eins og þeim sýnist. „Þetta hefur verið okkar stóra áhersluatriði. Með þessum tillögum þurfa leigufélög að gera grein fyrir því í hverju hækkunin felst og hafa ekki heimildir til að hækka umfram verðlag og málefnalegar ástæður,“ segir Drífa. Nokkur þúsund manns búa á höfuðborgarsvæðinu í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og geta þar af leiðandi ekki fengið húsaleigubætur. Í tillögunum er gert ráð fyrir að auðveldara verði um vik að fá húsnæði samþykkt þannig að hægt sé að gera húsaleigusamning sem býr til rétt á húsaleigubótum. „Að okkar mati eru tillögurnar einnig þannig úr garði gerðar að þær gagnast bæði höfuðborg og landsbyggð. Leigufélög eiga þá auðveldara með að byggja með því að lækka kostnað þeirra. Oft hefur það ekki svarað kostnaði að byggja á landsbyggðinni en þessar tillögur gætu breytt því. Það á eftir að semja um nokkra hluti þarna í kjarasamningum og þar kemur til okkar kasta. Þetta getur liðkað til fyrir samningum að okkar mati,“ segir Drífa að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru liður í að liðka til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði að mati Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Í tillögunum, sem kynntar voru í gær, er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða, stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn, að byggingarkostnaður leigufélaga verði lækkaður og að réttarstaða leigjenda verði tryggð með því að ekki sé hægt að hækka leigu umfram verðlag. „Við tókum þátt í vinnunni og kvittum því upp á þetta. Markmið okkar er að fólk geti búið í viðunandi húsnæði á sæmilegum kjörum og þetta er vissulega innlegg í það. Það er ýmislegt þarna sem spilar saman við okkar markmið,“ segir Drífa. „Í fyrsta lagi eru tillögur um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og hugmyndir um að lækka fjármögnunarkostnað óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga gætu lækkað leiguverð um 20 þúsund krónur á mánuði. Þó þetta kannski hljómi ekki spennandi fyrir leikmenn þá getur þetta talið inn í bætt lífskjör.“ Að mati Drífu er afar mikilvægt að fá inn tillögur um aukna leiguvernd með það að markmiði að leigufélög geti ekki á einu bretti hækkað leigu eins og þeim sýnist. „Þetta hefur verið okkar stóra áhersluatriði. Með þessum tillögum þurfa leigufélög að gera grein fyrir því í hverju hækkunin felst og hafa ekki heimildir til að hækka umfram verðlag og málefnalegar ástæður,“ segir Drífa. Nokkur þúsund manns búa á höfuðborgarsvæðinu í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og geta þar af leiðandi ekki fengið húsaleigubætur. Í tillögunum er gert ráð fyrir að auðveldara verði um vik að fá húsnæði samþykkt þannig að hægt sé að gera húsaleigusamning sem býr til rétt á húsaleigubótum. „Að okkar mati eru tillögurnar einnig þannig úr garði gerðar að þær gagnast bæði höfuðborg og landsbyggð. Leigufélög eiga þá auðveldara með að byggja með því að lækka kostnað þeirra. Oft hefur það ekki svarað kostnaði að byggja á landsbyggðinni en þessar tillögur gætu breytt því. Það á eftir að semja um nokkra hluti þarna í kjarasamningum og þar kemur til okkar kasta. Þetta getur liðkað til fyrir samningum að okkar mati,“ segir Drífa að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira