Gagnrýndi lág fjárframlög til Samtakanna ´78 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2019 16:07 Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og gagnrýndi fjárframlög ríkisins til Samtakanna ´78 en þau eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Hanna Katrín rifjaði upp að um síðustu áramót færðust málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins frá velferðarráðuneytinu. Sagði Hanna Katrín að líklega væru þær breytingar í tengslum við yfirlýsingar um aðgerðir í þágu hinsegin fólks sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir þau fallegu orð eru Samtökin 78, einu hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi verulega van fjármögnuð og ef svo fer sem horfir stefnir í helmings niðurskurð frá því sem samtökin fengu frá velferðarráðuneytinu í fyrra. Heilar 6 milljónir króna þykir forsætisráðuneytinu viðeigandi að Samtökin ´78 fái fyrir ómetanlegt starf sitt á sviði fræðslu og ráðgjafar; til barna, ungmenna, aðstandenda, heilbrigðisstarfsfólks, og áfram mætti telja,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að á síðasta ári hlutu samtökin sérstaka viðurkenningu Barnaheilla fyrir fræðslu, ráðgjöf og félagsstarf um hinsegin málefni. „Sem betur fer, fyrir Samtökin ´78 og fjölmarga skjólstæðinga samtakanna, heilbrigðisstarfsfólk og aðra þá sem málið snertir, styður Reykjavíkurborg myndarlega við samtökin og heldur þannig lífi í þessari mikilvægu starfsemi.“ Hanna Katrín sagði að stjórnvöld gætu ekki „endalaust“ talað á einn máta en forgangsraðað á annan. „Þau geta ekki endalaust gert kröfu um eða gengið út frá því að einstaklingar beri ábyrgð á því að tryggja hér nauðsynleg og eðlileg mannréttindi í sjálfboðavinnu. Málaflokkur hinsegin fólks átti að sögn að fá aukið vægi með tilfærslunni yfir í hið nýja ráðuneyti jafnréttismála. Ég vona að það sé ekki frekar ástæða að óttast að niðurstaðan verði frekar sú að starfsemi hinna frjálsu félagasamtakanna Samtakanna ´78 verði í hættu við þær breytingar?“ sagði Hanna Katrín. Alþingi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og gagnrýndi fjárframlög ríkisins til Samtakanna ´78 en þau eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Hanna Katrín rifjaði upp að um síðustu áramót færðust málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins frá velferðarráðuneytinu. Sagði Hanna Katrín að líklega væru þær breytingar í tengslum við yfirlýsingar um aðgerðir í þágu hinsegin fólks sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir þau fallegu orð eru Samtökin 78, einu hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi verulega van fjármögnuð og ef svo fer sem horfir stefnir í helmings niðurskurð frá því sem samtökin fengu frá velferðarráðuneytinu í fyrra. Heilar 6 milljónir króna þykir forsætisráðuneytinu viðeigandi að Samtökin ´78 fái fyrir ómetanlegt starf sitt á sviði fræðslu og ráðgjafar; til barna, ungmenna, aðstandenda, heilbrigðisstarfsfólks, og áfram mætti telja,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að á síðasta ári hlutu samtökin sérstaka viðurkenningu Barnaheilla fyrir fræðslu, ráðgjöf og félagsstarf um hinsegin málefni. „Sem betur fer, fyrir Samtökin ´78 og fjölmarga skjólstæðinga samtakanna, heilbrigðisstarfsfólk og aðra þá sem málið snertir, styður Reykjavíkurborg myndarlega við samtökin og heldur þannig lífi í þessari mikilvægu starfsemi.“ Hanna Katrín sagði að stjórnvöld gætu ekki „endalaust“ talað á einn máta en forgangsraðað á annan. „Þau geta ekki endalaust gert kröfu um eða gengið út frá því að einstaklingar beri ábyrgð á því að tryggja hér nauðsynleg og eðlileg mannréttindi í sjálfboðavinnu. Málaflokkur hinsegin fólks átti að sögn að fá aukið vægi með tilfærslunni yfir í hið nýja ráðuneyti jafnréttismála. Ég vona að það sé ekki frekar ástæða að óttast að niðurstaðan verði frekar sú að starfsemi hinna frjálsu félagasamtakanna Samtakanna ´78 verði í hættu við þær breytingar?“ sagði Hanna Katrín.
Alþingi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira