Deilan um múrinn: Demókratar í góðri stöðu eftir afhroð Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2019 09:15 Þinghús Bandaríkjanna. AP/J. Scott Applewhite Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í hádegisverði í aðdraganda atkvæðagreiðslu um tvö frumvörp sem snerust um að opna alríkisstofnanir á nýjan leik. Í hádegisverðinum sagði Ron Johnson þingmaður að staða þeirra væri sök Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana á öldungadeildinni. „Þetta er þér að kenna,“ sagði Johnson, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post sem sátu fundinn. McConnell brást reiður við og spurði hvort Johnson teldi að hann hefði gaman af þessari stöðu. Talsmaður Johnson staðfesti að þeir hefðu rifist og sagði þingmanninn hafa verið reiðan yfir atkvæðagreiðslunni um frumvörpin tvö. Bæði frumvörpin voru felld en í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, átti þingið að veita 5,7 milljörðum dala til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en Trump hefur gert það að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar, án þess að veita fé til múrsins. Repúblikanar eru með 53 af hundrað sæti á öldungadeildinni en 60 atkvæði þarf til aðkoma frumvörpum sem þessum í gegnum þingið.Demókratar fengu fleiri atkvæði Einungis einn Demókrati greiddi atkvæði með frumvarpi Repúblikana og tveir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu ekki atkvæði með frumvarpinu. Það hlaut því einungis 50 atkvæði gegn 47. Frumvarp Demókrataflokksins fékk hins vegar atkvæði sex þingmanna Repúblikanaflokksins og fékk því 52 atkvæði gegn 44. Þetta var í fyrsta sinn sem öldungadeildin greiddi atkvæði um frumvarp frá því lokun alríkisstofnana hófst fyrir jól. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í gærkvöldi var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi.Mitch McConnell eltur af blaðamönnum á göngum þinghússins.AP/Andrew HarnikMike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig staddur í hádegisverðinum og lýstu þingmenn yfir áhyggjum sínum við hann vegna lokunar alríkisstofnanna, sem er nú sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. McConnell gekk svo langt að gera öllum í herberginu ljóst að það hefði ekki verið hans hugmynd að loka alríkisstofnunum og ljóst væri að það væri ekki að virka. Þingmaðurinn John Conyn ræddi við blaðamenn eftir hádegisverðinn og sagði þingmenn ekki hafa verið að kenna Trump um stöðuna sem þeir eru í. Hins vegar væri mikill pirringur vegna hennar. Þingmennirnir eru sagðir hafa gert Pence ljóst að Hvíta húsið þyrfti að finna leið út úr stöðunni. Umrædd staða þingmannanna þykir ekki góð. Almenningur kennir Trump sjálfum og Repúblikanaflokknum um lokun alríkisstofnanna en á sama tíma eru helstu stuðningsmenn þeirra að segja þeim að standa við bakið á Trump og tryggja 5,7 milljarða dala til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Líkti lokuninni við frí Starfsmenn Trump gerðu honum enga greiða í álitsstríðinu sem á sér stað í Bandaríkjunum þessa dagana í gær. Formaður ráðgjafaráðs hagfræðinga ríkisstjórnarinnar, Kevin Hassett, líkti lokuninni sem fríi fyrir þá starfsmenn sem hafa ekki verið skikkaðir til að mæta til vinnu og að þeir myndu í raun græða á því þar sem búið væri að tryggja að þeir myndu fá launin sín eftir að lausn finnst á lokuninni. Willburr Ross, viðskiptaráðherra Trump, sagðist ekki skilja af hverju ríkisstarfsmenn væru að leita til góðgerðasamtaka til að fá mat. Þau gætu auðveldlega fengið lán og borgað það þegar þau fá launin sín. Þess vegna ættu þau ekki að vera í vandræðum, þó þau þyrftu að greiða vexti af lánum. Þá hrósaði Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Trump, opinberum starfsmönnum fyrir að bjóðast til að vinna ókeypis. Hann sagði marga þá hafa boðist til að vinna ókeypis til stuðnings Trump. Þegar fréttamaður benti honum á að það vinna, því annars yrðir þú rekinn, væri ekki að „bjóðast til að vinna“, sagði Kudlow: „Ég ætla ekki að fara þangað. Þú veist alveg hvað ég meina. Það er mjög skýrt.“Q: "That's not volunteering if you're being forced to work without pay. If you don't show up you lose your job. That's not volunteering…" Larry Kudlow: "I'm not even going to go there. You know what I'm saying. It's very clear..." pic.twitter.com/w1CNOmafBZ — CSPAN (@cspan) January 24, 2019 Demókratar sögðu ummæli þessi til marks um að auðjöfrarnir sem vinni fyrir Trump geri sér enga grein fyrir stöðu almennra borgara.Vita að þeir eru að tapa Politico segir óvissu ríkja innan veggja Hvíta hússins vegna atkvæðagreiðslunnar í gær og Trump og ráðgjafar hans viti ekki hver næstu skref þeirra eigi að vera. Þeir viti þó að þeir séu að tapa og það að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafi greitt frumvarpi Demókrata atkvæði sitt varpi ljósi á það.Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagðist Trump mögulega tilbúinn til þess að fjármagna rekstur umræddra alríkisstofnanna í þrjár vikur. Hann þyrfti þó að fá eitthvað fé til byggingar múrsins frá Demókrötum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar eru með meirihluta, skaut þá tillögu þó fljótt niður og sagði hana ekki ásættanlega. Demókratar ætla að halda blaðamannafund í dag og Trump ætlar að bíða eftir þeim fundi til að sjá hvaða tilboð þeir leggja fram, áður en hann ákveður næstu skref. Hingað til hafa Demókratar ekki viljað semja við Trump, fyrr en hann opnar þær alríkisstofnanir sem eru lokaðar á nýjan leik. Þá hafa þeir sagst tilbúnir til að auka fjárveitingar til landamæravörslu en að engin hluti þeirrar fjárveitingar megi fara í að reisa múr sem Demókratar og sérfræðingar segja óhagkvæman.Blaðamaður Washington Post ræddi við opinbera starfsmenn sem hafa ekki fengið greidd laun. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump opinn fyrir „innborgun“ fyrir landamæramúrinn Hvíta húsið er sagt undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand á landamærunum til að gera Trump kleift að hefja framkvæmdir við múrinn. 24. janúar 2019 23:09 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Bush færði öryggissveit sinni flatbökur vegna lokunar alríkisstofnana Bush sendi leiðtogum Bandaríkjanna sneið á Instagram í dag. 19. janúar 2019 16:04 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í hádegisverði í aðdraganda atkvæðagreiðslu um tvö frumvörp sem snerust um að opna alríkisstofnanir á nýjan leik. Í hádegisverðinum sagði Ron Johnson þingmaður að staða þeirra væri sök Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana á öldungadeildinni. „Þetta er þér að kenna,“ sagði Johnson, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post sem sátu fundinn. McConnell brást reiður við og spurði hvort Johnson teldi að hann hefði gaman af þessari stöðu. Talsmaður Johnson staðfesti að þeir hefðu rifist og sagði þingmanninn hafa verið reiðan yfir atkvæðagreiðslunni um frumvörpin tvö. Bæði frumvörpin voru felld en í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, átti þingið að veita 5,7 milljörðum dala til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en Trump hefur gert það að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar, án þess að veita fé til múrsins. Repúblikanar eru með 53 af hundrað sæti á öldungadeildinni en 60 atkvæði þarf til aðkoma frumvörpum sem þessum í gegnum þingið.Demókratar fengu fleiri atkvæði Einungis einn Demókrati greiddi atkvæði með frumvarpi Repúblikana og tveir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu ekki atkvæði með frumvarpinu. Það hlaut því einungis 50 atkvæði gegn 47. Frumvarp Demókrataflokksins fékk hins vegar atkvæði sex þingmanna Repúblikanaflokksins og fékk því 52 atkvæði gegn 44. Þetta var í fyrsta sinn sem öldungadeildin greiddi atkvæði um frumvarp frá því lokun alríkisstofnana hófst fyrir jól. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í gærkvöldi var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi.Mitch McConnell eltur af blaðamönnum á göngum þinghússins.AP/Andrew HarnikMike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig staddur í hádegisverðinum og lýstu þingmenn yfir áhyggjum sínum við hann vegna lokunar alríkisstofnanna, sem er nú sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. McConnell gekk svo langt að gera öllum í herberginu ljóst að það hefði ekki verið hans hugmynd að loka alríkisstofnunum og ljóst væri að það væri ekki að virka. Þingmaðurinn John Conyn ræddi við blaðamenn eftir hádegisverðinn og sagði þingmenn ekki hafa verið að kenna Trump um stöðuna sem þeir eru í. Hins vegar væri mikill pirringur vegna hennar. Þingmennirnir eru sagðir hafa gert Pence ljóst að Hvíta húsið þyrfti að finna leið út úr stöðunni. Umrædd staða þingmannanna þykir ekki góð. Almenningur kennir Trump sjálfum og Repúblikanaflokknum um lokun alríkisstofnanna en á sama tíma eru helstu stuðningsmenn þeirra að segja þeim að standa við bakið á Trump og tryggja 5,7 milljarða dala til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Líkti lokuninni við frí Starfsmenn Trump gerðu honum enga greiða í álitsstríðinu sem á sér stað í Bandaríkjunum þessa dagana í gær. Formaður ráðgjafaráðs hagfræðinga ríkisstjórnarinnar, Kevin Hassett, líkti lokuninni sem fríi fyrir þá starfsmenn sem hafa ekki verið skikkaðir til að mæta til vinnu og að þeir myndu í raun græða á því þar sem búið væri að tryggja að þeir myndu fá launin sín eftir að lausn finnst á lokuninni. Willburr Ross, viðskiptaráðherra Trump, sagðist ekki skilja af hverju ríkisstarfsmenn væru að leita til góðgerðasamtaka til að fá mat. Þau gætu auðveldlega fengið lán og borgað það þegar þau fá launin sín. Þess vegna ættu þau ekki að vera í vandræðum, þó þau þyrftu að greiða vexti af lánum. Þá hrósaði Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Trump, opinberum starfsmönnum fyrir að bjóðast til að vinna ókeypis. Hann sagði marga þá hafa boðist til að vinna ókeypis til stuðnings Trump. Þegar fréttamaður benti honum á að það vinna, því annars yrðir þú rekinn, væri ekki að „bjóðast til að vinna“, sagði Kudlow: „Ég ætla ekki að fara þangað. Þú veist alveg hvað ég meina. Það er mjög skýrt.“Q: "That's not volunteering if you're being forced to work without pay. If you don't show up you lose your job. That's not volunteering…" Larry Kudlow: "I'm not even going to go there. You know what I'm saying. It's very clear..." pic.twitter.com/w1CNOmafBZ — CSPAN (@cspan) January 24, 2019 Demókratar sögðu ummæli þessi til marks um að auðjöfrarnir sem vinni fyrir Trump geri sér enga grein fyrir stöðu almennra borgara.Vita að þeir eru að tapa Politico segir óvissu ríkja innan veggja Hvíta hússins vegna atkvæðagreiðslunnar í gær og Trump og ráðgjafar hans viti ekki hver næstu skref þeirra eigi að vera. Þeir viti þó að þeir séu að tapa og það að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafi greitt frumvarpi Demókrata atkvæði sitt varpi ljósi á það.Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagðist Trump mögulega tilbúinn til þess að fjármagna rekstur umræddra alríkisstofnanna í þrjár vikur. Hann þyrfti þó að fá eitthvað fé til byggingar múrsins frá Demókrötum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar eru með meirihluta, skaut þá tillögu þó fljótt niður og sagði hana ekki ásættanlega. Demókratar ætla að halda blaðamannafund í dag og Trump ætlar að bíða eftir þeim fundi til að sjá hvaða tilboð þeir leggja fram, áður en hann ákveður næstu skref. Hingað til hafa Demókratar ekki viljað semja við Trump, fyrr en hann opnar þær alríkisstofnanir sem eru lokaðar á nýjan leik. Þá hafa þeir sagst tilbúnir til að auka fjárveitingar til landamæravörslu en að engin hluti þeirrar fjárveitingar megi fara í að reisa múr sem Demókratar og sérfræðingar segja óhagkvæman.Blaðamaður Washington Post ræddi við opinbera starfsmenn sem hafa ekki fengið greidd laun.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump opinn fyrir „innborgun“ fyrir landamæramúrinn Hvíta húsið er sagt undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand á landamærunum til að gera Trump kleift að hefja framkvæmdir við múrinn. 24. janúar 2019 23:09 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Bush færði öryggissveit sinni flatbökur vegna lokunar alríkisstofnana Bush sendi leiðtogum Bandaríkjanna sneið á Instagram í dag. 19. janúar 2019 16:04 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50
Trump opinn fyrir „innborgun“ fyrir landamæramúrinn Hvíta húsið er sagt undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand á landamærunum til að gera Trump kleift að hefja framkvæmdir við múrinn. 24. janúar 2019 23:09
Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49
Bush færði öryggissveit sinni flatbökur vegna lokunar alríkisstofnana Bush sendi leiðtogum Bandaríkjanna sneið á Instagram í dag. 19. janúar 2019 16:04