Hlaut alvarlega áverka í andliti eftir flugeld við Hallgrímskirkju Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2019 10:16 Alisa Kreynes gagnrýnir viðbrögð yfirvalda en málið telst óupplýst hjá lögreglu. Bandarísk kona hlaut töluverða áverka á andliti eftir að flugeldur sprakk í hópi sem var staddur við Hallgrímskirkju í Reykjavík á gamlárskvöldi árið 2017. Fjallað er um mál Alisu Kreynes á vef DV þar sem rætt er við hana og birt tölvupóstsamskipti hennar við embætti ríkislögreglustjóra og Reykjavíkurborg þar sem hún gagnrýnir viðbrögð yfirvalda vegna málsins. Kreynes heldur því fram að ókunnugur maður hafi skotið flugeld að henni og fimm vinum hennar. Vinir hennar hlutu bruna á fatnaði og hári en Alisa varð fyrir skaða í andliti og hlaut alvarlega brunasár á eyrum nefni og augum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi verið rannsakað af lögreglu. Engar vísbendingar fundust um hver hefði verið að verki. Lögreglan hafði til hliðsjónar myndbandsupptöku af óhappinu en þar sást ekki hver það var sem skaut flugeldinum sem sprakk hjá hópnum. Lögreglan auglýsti eftir vitnum að atvikinu í fjölmiðlum en enginn gaf sig fram. Rannsókn málsins er lokið af hálfu lögreglu og telst málið óupplýst og lítur lögreglan svo á að um slys sé að ræða úr því að ekkert kom út úr rannsókninni. Ef einhver þó gefur sig fram með upplýsingar þá mun lögregla taka málið upp aftur. Í DV kemur fram að Kreynes vilji að heimurinn fái að vita hversu óábyrg íslensk yfirvöld eru og gagnrýnir að lítið sé gert til að vernda ferðamenn, sem eru þjóðarbúinu afar mikilvægir. Hún segist hafa þurft að greiða rúmar 100 þúsund krónur fyrir heimsókn á Landspítalann og þá hafi heildar lækniskostnaður hennar vegna atviksins verið um 3.000 dollarar, en hún þurfti að leita til lýtalæknis vegna áverkanna. Ferðamennska á Íslandi Flugeldar Lögreglumál Hallgrímskirkja Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Bandarísk kona hlaut töluverða áverka á andliti eftir að flugeldur sprakk í hópi sem var staddur við Hallgrímskirkju í Reykjavík á gamlárskvöldi árið 2017. Fjallað er um mál Alisu Kreynes á vef DV þar sem rætt er við hana og birt tölvupóstsamskipti hennar við embætti ríkislögreglustjóra og Reykjavíkurborg þar sem hún gagnrýnir viðbrögð yfirvalda vegna málsins. Kreynes heldur því fram að ókunnugur maður hafi skotið flugeld að henni og fimm vinum hennar. Vinir hennar hlutu bruna á fatnaði og hári en Alisa varð fyrir skaða í andliti og hlaut alvarlega brunasár á eyrum nefni og augum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi verið rannsakað af lögreglu. Engar vísbendingar fundust um hver hefði verið að verki. Lögreglan hafði til hliðsjónar myndbandsupptöku af óhappinu en þar sást ekki hver það var sem skaut flugeldinum sem sprakk hjá hópnum. Lögreglan auglýsti eftir vitnum að atvikinu í fjölmiðlum en enginn gaf sig fram. Rannsókn málsins er lokið af hálfu lögreglu og telst málið óupplýst og lítur lögreglan svo á að um slys sé að ræða úr því að ekkert kom út úr rannsókninni. Ef einhver þó gefur sig fram með upplýsingar þá mun lögregla taka málið upp aftur. Í DV kemur fram að Kreynes vilji að heimurinn fái að vita hversu óábyrg íslensk yfirvöld eru og gagnrýnir að lítið sé gert til að vernda ferðamenn, sem eru þjóðarbúinu afar mikilvægir. Hún segist hafa þurft að greiða rúmar 100 þúsund krónur fyrir heimsókn á Landspítalann og þá hafi heildar lækniskostnaður hennar vegna atviksins verið um 3.000 dollarar, en hún þurfti að leita til lýtalæknis vegna áverkanna.
Ferðamennska á Íslandi Flugeldar Lögreglumál Hallgrímskirkja Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira