Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2019 22:00 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar frá troðfullum sal á Reykhólum í gærkvöldi lýsa vel hversu heitt þetta mál brennur á Vestfirðingum en meðal annars var selt í rútuferð frá Tálknafirði. Fólkið þar ók 180 kílómetra, hvora leið, yfir fimm fjallvegi og það í hvassviðri til að komast á kynningarfund Vegagerðarinnar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu málsins með fréttamönnum í dag og það er auðheyrt að þeir óttast verulegar tafir kjósi sveitarstjórn Reykhólahrepps að hafna Teigsskógarleið og velja Reykhólaleið í staðinn. „Við höfum lagt mat á það að það gætu verið tvö til þrjú ár. En það verður bara að hafa í huga að þessi leið er ófjármögnuð. Þannig að það er algerlega óljóst hvernig það yrði. Eins og staðan er í dag þá höfum við hjá Vegagerðinni ekki fjármuni til að hefja þetta verk ef það yrði niðurstaðan þannig að þetta er bara óljóst,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Frá fundinum í Reykhólaskóla í gærkvöldi.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson.Teigsskógarleiðin er fullfjármögnuð en Bergþóra segir að Vegagerðin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fjármunir yrðu nýttir annarsstaðar, verði þeirri leið hafnað. „Við myndum þá reyna að flýta verkum og þá væntanlega á Vestfjörðum,“ segir vegamálastjóri. Brýn nauðsyn sé á vegabótum um allt Ísland og engin vandræði að nota peningana. -Mynduð þið vilja flýta Dynjandisheiðinni? „Það kemur vel til álita og við höfum áhuga á að flýta henni eins og kostur er. En eins og ég segi: Við erum bara að vinna þetta verk miðað við að það komist í framkvæmd þannig að við erum ekki að velta því fyrir okkur hvað við ætlum að gera við þessa peninga.“ Samkvæmt lögum hefur Vegagerðin heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn, kjósi hreppurinn dýrari leið. Bergþóra segir að sú spurning sé þó bara fræðileg, enda ljóst að engin greiðslugeta sé í svo litlu sveitarfélagi að takast á við svona framkvæmdir. Fjórir milljarðar séu veruleg fjárhæð. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar frá troðfullum sal á Reykhólum í gærkvöldi lýsa vel hversu heitt þetta mál brennur á Vestfirðingum en meðal annars var selt í rútuferð frá Tálknafirði. Fólkið þar ók 180 kílómetra, hvora leið, yfir fimm fjallvegi og það í hvassviðri til að komast á kynningarfund Vegagerðarinnar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu málsins með fréttamönnum í dag og það er auðheyrt að þeir óttast verulegar tafir kjósi sveitarstjórn Reykhólahrepps að hafna Teigsskógarleið og velja Reykhólaleið í staðinn. „Við höfum lagt mat á það að það gætu verið tvö til þrjú ár. En það verður bara að hafa í huga að þessi leið er ófjármögnuð. Þannig að það er algerlega óljóst hvernig það yrði. Eins og staðan er í dag þá höfum við hjá Vegagerðinni ekki fjármuni til að hefja þetta verk ef það yrði niðurstaðan þannig að þetta er bara óljóst,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Frá fundinum í Reykhólaskóla í gærkvöldi.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson.Teigsskógarleiðin er fullfjármögnuð en Bergþóra segir að Vegagerðin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fjármunir yrðu nýttir annarsstaðar, verði þeirri leið hafnað. „Við myndum þá reyna að flýta verkum og þá væntanlega á Vestfjörðum,“ segir vegamálastjóri. Brýn nauðsyn sé á vegabótum um allt Ísland og engin vandræði að nota peningana. -Mynduð þið vilja flýta Dynjandisheiðinni? „Það kemur vel til álita og við höfum áhuga á að flýta henni eins og kostur er. En eins og ég segi: Við erum bara að vinna þetta verk miðað við að það komist í framkvæmd þannig að við erum ekki að velta því fyrir okkur hvað við ætlum að gera við þessa peninga.“ Samkvæmt lögum hefur Vegagerðin heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn, kjósi hreppurinn dýrari leið. Bergþóra segir að sú spurning sé þó bara fræðileg, enda ljóst að engin greiðslugeta sé í svo litlu sveitarfélagi að takast á við svona framkvæmdir. Fjórir milljarðar séu veruleg fjárhæð.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31