Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 18:27 Umfjöllunin er sett í samhengi við nýlegt banaslys við Núpsvötn þar sem þrír breskir ríkisborgarar létust. Skjáskot/Sky News Breska fréttastofan Sky birti í dag umfjöllun um „varasama hegðun“ erlendra ferðamanna á Íslandi, sérstaklega í tengslum við áhuga þeirra á norðurljósum. Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Norðurlandi eystra að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum og geti þannig stofnað sjálfum sér og öðrum í hættu. Er þetta sagt sérstaklega eiga við um þá ferðamenn sem leiti að norðurljósum og lýsir lögregla yfir áhyggjum af því að þeir einbeiti sér ekki nógu vel að akstrinum.Stigið fyrirvaralaust á bremsuna á miðjum veginum Jóhannes Sigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lýsir ástandinu í samtali við Sky. Hann segir veður og færð á vegum vissulega geta skapað hættuástand en rót vandans megi einnig rekja til varasamrar hegðunar ferðamannanna. „Eins og þegar stigið er á bremsuna á miðjum veginum þegar skyndilega gefst færi til myndatöku, án þess að vara þá ökumenn sem koma á eftir við. Í myrkrinu, þegar norðurljósin lýsa upp himininn, er þetta enn hættulegra.“ Þá nefnir hann einnig örar veðurbreytingar á Íslandi en þeim séu ferðamenn margir hverjir óvanir. Sky hefur einnig eftir ferðamanni frá Singapúr sem staddur var á Íslandi að akstur á íslenskum vegum væri „erfiður“, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir líkt og raunin er á þessum tíma árs. Töluvert hefur verið fjallað um slysfarir erlendra ferðamanna í umferðinni hér á landi síðustu ár. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 slasaðist 21 erlendur ferðamaður í umferðinni miðað við 32 og 33 síðustu tvö árin á undan. Síðast varð alvarlegt slys við Núpsvötn í lok desember þar sem þrír breskir ríkisborgarar, tvær konur og eitt ungabarn, létu lífið. Þá hefur fjölmiðlum einnig verið tíðrætt um norðurljósaáhuga erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Alþekkt er að örtröð myndist á þekktum útsýnisstöðum þegar norðurljósin láta sjá sig og þá hefur einnig verið fjallað um hrakfarir ferðamanna sem vilja berja þau augum. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Breska fréttastofan Sky birti í dag umfjöllun um „varasama hegðun“ erlendra ferðamanna á Íslandi, sérstaklega í tengslum við áhuga þeirra á norðurljósum. Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Norðurlandi eystra að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum og geti þannig stofnað sjálfum sér og öðrum í hættu. Er þetta sagt sérstaklega eiga við um þá ferðamenn sem leiti að norðurljósum og lýsir lögregla yfir áhyggjum af því að þeir einbeiti sér ekki nógu vel að akstrinum.Stigið fyrirvaralaust á bremsuna á miðjum veginum Jóhannes Sigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lýsir ástandinu í samtali við Sky. Hann segir veður og færð á vegum vissulega geta skapað hættuástand en rót vandans megi einnig rekja til varasamrar hegðunar ferðamannanna. „Eins og þegar stigið er á bremsuna á miðjum veginum þegar skyndilega gefst færi til myndatöku, án þess að vara þá ökumenn sem koma á eftir við. Í myrkrinu, þegar norðurljósin lýsa upp himininn, er þetta enn hættulegra.“ Þá nefnir hann einnig örar veðurbreytingar á Íslandi en þeim séu ferðamenn margir hverjir óvanir. Sky hefur einnig eftir ferðamanni frá Singapúr sem staddur var á Íslandi að akstur á íslenskum vegum væri „erfiður“, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir líkt og raunin er á þessum tíma árs. Töluvert hefur verið fjallað um slysfarir erlendra ferðamanna í umferðinni hér á landi síðustu ár. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 slasaðist 21 erlendur ferðamaður í umferðinni miðað við 32 og 33 síðustu tvö árin á undan. Síðast varð alvarlegt slys við Núpsvötn í lok desember þar sem þrír breskir ríkisborgarar, tvær konur og eitt ungabarn, létu lífið. Þá hefur fjölmiðlum einnig verið tíðrætt um norðurljósaáhuga erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Alþekkt er að örtröð myndist á þekktum útsýnisstöðum þegar norðurljósin láta sjá sig og þá hefur einnig verið fjallað um hrakfarir ferðamanna sem vilja berja þau augum.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00
Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent