Þarf að greiða á þriðja tug farþega bætur vegna verkfalls flugvirkja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2019 09:00 Verkfall flugvirkja reyndist Icelandair kostnaðarsamt. Vísir/vilhelm Icelandair þarf að greiða 23 einstaklingum bætur vegna aflýsingar flugfélagsins á flugferðum sem farþegarnir áttu bókað sæti í. Flugferðunum öllum var aflýst vegna verkfalls flugvirkja sem stóð yfir 17. til 19. desember árið 2017. Allir eiga farþegarnir það sameiginlegt að hafa átt bókað flug með félaginu þann 17. eða 18. desember árið 2017 þegar fjölda ferða flugfélagsins var aflýst vegna verkfallsins. Farþegarnir kvörtuðu til Samgöngustofu eftir að Icelandair hafnaði bótaskyldu en alls er um að ræða ellefu aðskilin mál. Samgöngustofa úrskurðaði í málunum í síðustu viku og þarf Icelandair að greiða 21 farþega 400 evrur í bætur, því sem nemur 55 þúsund krónum á farþega á gengi dagsins í dag. Tveir af þeim sem kvörtuðu fá hins vegar hvor fyrir sig 600 evrur í bætur um, 82 þúsund krónur, þar sem þeir voru á leiðinni frá Bandaríkjunum en samkvæmt EES-reglum eru bætur misháar eftir lengd þess flugs sem um ræðir. Alls þarf Icelandair að greiða farþegunum 23 samtals 9.200 evrur í bætur, um 1,3 milljónir króna. Í úrskurðum Samgöngustofu, sem nálgast má hér (velja 2019), kemur fram að Icelandair hafi hafnað bótaskyldu í málunum þar sem félagið liti svo á að flokka mætti vinnudeilur á borð við þær sem verkfall flugvirkja hafi verið, til óviðráðanlega aðstæðna. Launakröfur flugvirkja hafi verið þess eðlis að þær hafi getað haft í för með sér „alvarlegar pólitískar afleiðingar“. Ekki hafi verið hægt að ætlast til þess að Icelandair myndi ganga að hvaða kröfum sem gerðar væru, til þess að afstýra verkfalli.Örtröð myndaðist í Leifsstöð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair í desember árið 2017. Verkfallið stóð yfir í tvo daga.Fréttablaðið/EyþórÞá taldi félagið sig hafa gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að afstýra aflýsingu fluga á meðan á verkfallinu stóð, meðal annars með því að funda með Flugvirkjafélagi Íslands, óska eftir aðkomu Ríkissáttasemjara og kalla til mannskap úr öðrum deildum félagsins til þess að aðstoða farþega sem urðu fyrir barðinu á verkfallinu.Ekki sýnt fram á að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar Í málunum öllum taldi Samgöngustofa að verkföll starfsmanna flugrekanda geti falið í sér óviðráðanlegar aðstæður sem þyrfti þó að meta í hverju tilviki fyrir sig. Hins vegar hafi mátt ráða af gögnum málsins að Icelandair hafi fyrst gert ráðstafanir til þess að draga úr erfiðleikum og óþægindum fyrir farþega sína vegna verkfallsins þann 17. desember 2017, þá með því að kalla til starfsfólk úr öðrum deildum til að aðstoða í þjónustuveri. Taldi Samgöngustofa Icelandair, í öllum málunum, ekki hafa sýnt fram á að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir þau óþægindi sem farþegarnir sem áttu bókað flug umrædda daga og kröfðust bóta, urði fyrir. Því þyrfti félagið að bera hallann af athafnaleysi sínu í þeim efnum. Því væri félagið bótaskylt í öllum málunum ellefu. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Icelandair þarf að greiða 23 einstaklingum bætur vegna aflýsingar flugfélagsins á flugferðum sem farþegarnir áttu bókað sæti í. Flugferðunum öllum var aflýst vegna verkfalls flugvirkja sem stóð yfir 17. til 19. desember árið 2017. Allir eiga farþegarnir það sameiginlegt að hafa átt bókað flug með félaginu þann 17. eða 18. desember árið 2017 þegar fjölda ferða flugfélagsins var aflýst vegna verkfallsins. Farþegarnir kvörtuðu til Samgöngustofu eftir að Icelandair hafnaði bótaskyldu en alls er um að ræða ellefu aðskilin mál. Samgöngustofa úrskurðaði í málunum í síðustu viku og þarf Icelandair að greiða 21 farþega 400 evrur í bætur, því sem nemur 55 þúsund krónum á farþega á gengi dagsins í dag. Tveir af þeim sem kvörtuðu fá hins vegar hvor fyrir sig 600 evrur í bætur um, 82 þúsund krónur, þar sem þeir voru á leiðinni frá Bandaríkjunum en samkvæmt EES-reglum eru bætur misháar eftir lengd þess flugs sem um ræðir. Alls þarf Icelandair að greiða farþegunum 23 samtals 9.200 evrur í bætur, um 1,3 milljónir króna. Í úrskurðum Samgöngustofu, sem nálgast má hér (velja 2019), kemur fram að Icelandair hafi hafnað bótaskyldu í málunum þar sem félagið liti svo á að flokka mætti vinnudeilur á borð við þær sem verkfall flugvirkja hafi verið, til óviðráðanlega aðstæðna. Launakröfur flugvirkja hafi verið þess eðlis að þær hafi getað haft í för með sér „alvarlegar pólitískar afleiðingar“. Ekki hafi verið hægt að ætlast til þess að Icelandair myndi ganga að hvaða kröfum sem gerðar væru, til þess að afstýra verkfalli.Örtröð myndaðist í Leifsstöð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair í desember árið 2017. Verkfallið stóð yfir í tvo daga.Fréttablaðið/EyþórÞá taldi félagið sig hafa gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að afstýra aflýsingu fluga á meðan á verkfallinu stóð, meðal annars með því að funda með Flugvirkjafélagi Íslands, óska eftir aðkomu Ríkissáttasemjara og kalla til mannskap úr öðrum deildum félagsins til þess að aðstoða farþega sem urðu fyrir barðinu á verkfallinu.Ekki sýnt fram á að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar Í málunum öllum taldi Samgöngustofa að verkföll starfsmanna flugrekanda geti falið í sér óviðráðanlegar aðstæður sem þyrfti þó að meta í hverju tilviki fyrir sig. Hins vegar hafi mátt ráða af gögnum málsins að Icelandair hafi fyrst gert ráðstafanir til þess að draga úr erfiðleikum og óþægindum fyrir farþega sína vegna verkfallsins þann 17. desember 2017, þá með því að kalla til starfsfólk úr öðrum deildum til að aðstoða í þjónustuveri. Taldi Samgöngustofa Icelandair, í öllum málunum, ekki hafa sýnt fram á að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir þau óþægindi sem farþegarnir sem áttu bókað flug umrædda daga og kröfðust bóta, urði fyrir. Því þyrfti félagið að bera hallann af athafnaleysi sínu í þeim efnum. Því væri félagið bótaskylt í öllum málunum ellefu.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32