Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 16:23 Pelosi býður Trump að fresta stefnuræðu sinni eða senda hana inn skriflega. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur dregið til baka boð sitt til Donalds Trump forseta um að hann flytji stefnuræðu í þinginu. Ástæðan er lokun alríkisstofnana sem hefur nú staðið yfir í tæpan mánuð. Í bréfi sem Pelosi sendi forsetanum kemur fram að lokun alríkisstofnana þýði að ekki sé hægt að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir í kringum árlega stefnuræðu sem til stóð að Trump flytti 29. janúar. Bauð Pelosi honum að fresta stefnuræðunni eða senda þinginu skrifaða ræðu í staðinn og vitnaði til fordæma um um það. Hluti bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður frá því fyrir jól eftir að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn frumvörpum sem demókratar og repúblikanar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump vill reisa á landamærunum við Mexíkó. Pelosi bendir á að hvorki leyniþjónustan sem sér um öryggismál forsetans né heimavarnaráðuneytið hafi verið fjármagnað í 26 daga. Lykildeildir þar séu nú í lamasessi vegna útgjaldadeilu forsetans við þingið. Hvíta húsið hefur ekki svarað erindi þingforsetans. Löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti flytji stefnuræðu á Bandaríkjaþingi fyrir báðum deildum þingsins, hæstaréttardómurum og yfirmönnum hersins einu sinni á ári.Here's the letter (dated Sept. 2018) from DHS that Pelosi references when she says SOTU, along with other big events, is designated a "National Special Security Event." pic.twitter.com/NOlAGasxuU— Ashley Killough (@KilloughCNN) January 16, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur dregið til baka boð sitt til Donalds Trump forseta um að hann flytji stefnuræðu í þinginu. Ástæðan er lokun alríkisstofnana sem hefur nú staðið yfir í tæpan mánuð. Í bréfi sem Pelosi sendi forsetanum kemur fram að lokun alríkisstofnana þýði að ekki sé hægt að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir í kringum árlega stefnuræðu sem til stóð að Trump flytti 29. janúar. Bauð Pelosi honum að fresta stefnuræðunni eða senda þinginu skrifaða ræðu í staðinn og vitnaði til fordæma um um það. Hluti bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður frá því fyrir jól eftir að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn frumvörpum sem demókratar og repúblikanar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump vill reisa á landamærunum við Mexíkó. Pelosi bendir á að hvorki leyniþjónustan sem sér um öryggismál forsetans né heimavarnaráðuneytið hafi verið fjármagnað í 26 daga. Lykildeildir þar séu nú í lamasessi vegna útgjaldadeilu forsetans við þingið. Hvíta húsið hefur ekki svarað erindi þingforsetans. Löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti flytji stefnuræðu á Bandaríkjaþingi fyrir báðum deildum þingsins, hæstaréttardómurum og yfirmönnum hersins einu sinni á ári.Here's the letter (dated Sept. 2018) from DHS that Pelosi references when she says SOTU, along with other big events, is designated a "National Special Security Event." pic.twitter.com/NOlAGasxuU— Ashley Killough (@KilloughCNN) January 16, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36