Ekki stytta vinnuvikuna! Valgerður Árnadóttir skrifar 17. janúar 2019 08:37 Hvers vegna ættum við að stytta vinnuvikuna? Við höfum alltaf haft þetta svona. Þetta er bara fínt, við þurfum ekki að breyta því sem hefur virkað hingað til. Nennir fólk ekkert að vinna lengur? Eru þetta rök? Nei, það að við „höfum alltaf haft þetta svona” eru ekki málefnaleg rök fyrir því að það eigi ekki að breyta því. Kulnun er orð ársins 2018. Orð sem við því miður heyrum æ oftar því það er staðreynd að fólk er að keyra sig út. Þessvegna ætla ég að telja upp nokkur rök því til stuðnings að við styttum vinnuvikuna.Kostir þess að stytta vinnuvikuna Tilraunaverkefni í Bretlandi þar sem vinnustaðir eða sveitarfélög hafa tekið upp 4 daga vinnuviku eða 32 stunda viku sýna að: Afköst og framleiðni eru þau sömu eða betri. Starfsfólk er sjaldnar veikt. (nýtir færri veikindadaga) Jöfnuður eykst, meðal annars því feðrum er gefinn aukinn kostur á að taka þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum sem alla jafna falla aðallega á konur, en konur eru 45% líklegri til að upplifa kulnun en karlar vegna álags sem fylgir því að sinna barnauppeldi og heimilisstörfum ásamt fullri vinnu. Styttri vinnuvika mengar minna –já þú last rétt, því fólk í fríi notar mengandi samgöngur minna, hefur meiri tíma til útivistar og kaupa frekar ferskt hráefni til að elda úr heldur en tilbúna rétti. Rannsóknir sýna að við það að stytta vinnuvikuna um 20% myndum við draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 16%.Fólk með styttri vinnuviku er betra til heilsunnar líkamlega og andlega, það sinnir börnum sínum betur og hefur meiri tíma til að sinna því sem meira máli skiptir “eins og að bjarga jörðinni frá glötun!” (eins og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og stjórnarmaður lýðræðisfélags Öldu orðaði það svo skemmtilega á málþingi um styttingu vinnuvikunnar.)Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hunsa niðurstöður Hvers vegna, í ljósi niðurstaðna, eru samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki að styðja þessa kröfu verkalýðsfélaganna? Það mætti halda að þau hafi ekki kynnt sér kosti þess fyrir allt samfélagið og efnahagslífið að stytta vinnuvikuna? Það mætti halda að þeir væru gamaldags og forpokaðir jakkafatakarlar sem ekki hafa áhuga á að hlusta á fólkið sem vinnur fyrir þau og halda fyrirtækjum þeirra gangandi? Það mætti halda að SA hafi afþakkað að taka þátt í eða að yfirleitt að mæta á málþing um styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir ítrekuð boð þar um?Í staðinn leggja samtök atvinnulífsins til að dagvinnutími sé lengdur úr 9 tímum í 13, þeir telja það hagræðingu fyrir starfsfólk að geta valið það að vinna 8 tíma á tímabilinu frá 6 á morgnana til 19 á kvöldin án yfirvinnukaups og án kaffitíma, því þá geti þau stytt vinnudaginn en samt unnið jafn marga tíma. Þessar tillögur SA eru illa ígrundaðar og algjörlega úr takti við þróunina sem á sér stað í löndum sem við viljum bera okkur saman við.Kjarasamningar eru lausir Á þriggja ára fresti gefst okkur kostur á að semja um kaup okkar og kjör. Þessi tími gefur málsaðilum tækifæri til að koma til móts við hvort annað, endurskoða það sem betur má fara, afla upplýsinga og semja með bætt lífskjör fólks og hagsæld samfélagsins að leiðarljósi. Mannauð á ekki að meta einungis út frá fjárhagslegum hagnaði heldur samfélagslegum. Það er okkur öllum til framdráttar að auðga líf fólks í landinu, stytting vinnuvikunnar er auðveldasta leiðin til að bæta lífsgæði fólks, auka framleiðini og afköst, stuðla að auknum jöfnuði, menga minna og minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið vegna lífstílssjúkdóma. Minni vinna og allir vinna.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hvers vegna ættum við að stytta vinnuvikuna? Við höfum alltaf haft þetta svona. Þetta er bara fínt, við þurfum ekki að breyta því sem hefur virkað hingað til. Nennir fólk ekkert að vinna lengur? Eru þetta rök? Nei, það að við „höfum alltaf haft þetta svona” eru ekki málefnaleg rök fyrir því að það eigi ekki að breyta því. Kulnun er orð ársins 2018. Orð sem við því miður heyrum æ oftar því það er staðreynd að fólk er að keyra sig út. Þessvegna ætla ég að telja upp nokkur rök því til stuðnings að við styttum vinnuvikuna.Kostir þess að stytta vinnuvikuna Tilraunaverkefni í Bretlandi þar sem vinnustaðir eða sveitarfélög hafa tekið upp 4 daga vinnuviku eða 32 stunda viku sýna að: Afköst og framleiðni eru þau sömu eða betri. Starfsfólk er sjaldnar veikt. (nýtir færri veikindadaga) Jöfnuður eykst, meðal annars því feðrum er gefinn aukinn kostur á að taka þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum sem alla jafna falla aðallega á konur, en konur eru 45% líklegri til að upplifa kulnun en karlar vegna álags sem fylgir því að sinna barnauppeldi og heimilisstörfum ásamt fullri vinnu. Styttri vinnuvika mengar minna –já þú last rétt, því fólk í fríi notar mengandi samgöngur minna, hefur meiri tíma til útivistar og kaupa frekar ferskt hráefni til að elda úr heldur en tilbúna rétti. Rannsóknir sýna að við það að stytta vinnuvikuna um 20% myndum við draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 16%.Fólk með styttri vinnuviku er betra til heilsunnar líkamlega og andlega, það sinnir börnum sínum betur og hefur meiri tíma til að sinna því sem meira máli skiptir “eins og að bjarga jörðinni frá glötun!” (eins og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og stjórnarmaður lýðræðisfélags Öldu orðaði það svo skemmtilega á málþingi um styttingu vinnuvikunnar.)Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hunsa niðurstöður Hvers vegna, í ljósi niðurstaðna, eru samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki að styðja þessa kröfu verkalýðsfélaganna? Það mætti halda að þau hafi ekki kynnt sér kosti þess fyrir allt samfélagið og efnahagslífið að stytta vinnuvikuna? Það mætti halda að þeir væru gamaldags og forpokaðir jakkafatakarlar sem ekki hafa áhuga á að hlusta á fólkið sem vinnur fyrir þau og halda fyrirtækjum þeirra gangandi? Það mætti halda að SA hafi afþakkað að taka þátt í eða að yfirleitt að mæta á málþing um styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir ítrekuð boð þar um?Í staðinn leggja samtök atvinnulífsins til að dagvinnutími sé lengdur úr 9 tímum í 13, þeir telja það hagræðingu fyrir starfsfólk að geta valið það að vinna 8 tíma á tímabilinu frá 6 á morgnana til 19 á kvöldin án yfirvinnukaups og án kaffitíma, því þá geti þau stytt vinnudaginn en samt unnið jafn marga tíma. Þessar tillögur SA eru illa ígrundaðar og algjörlega úr takti við þróunina sem á sér stað í löndum sem við viljum bera okkur saman við.Kjarasamningar eru lausir Á þriggja ára fresti gefst okkur kostur á að semja um kaup okkar og kjör. Þessi tími gefur málsaðilum tækifæri til að koma til móts við hvort annað, endurskoða það sem betur má fara, afla upplýsinga og semja með bætt lífskjör fólks og hagsæld samfélagsins að leiðarljósi. Mannauð á ekki að meta einungis út frá fjárhagslegum hagnaði heldur samfélagslegum. Það er okkur öllum til framdráttar að auðga líf fólks í landinu, stytting vinnuvikunnar er auðveldasta leiðin til að bæta lífsgæði fólks, auka framleiðini og afköst, stuðla að auknum jöfnuði, menga minna og minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið vegna lífstílssjúkdóma. Minni vinna og allir vinna.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun