Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 11:48 Ferðamenn við Gullfoss. Vísir/Vilhelm Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. Um er að ræða minnstu fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 og sker fjölgunin sig verulega frá þróun síðustu ára, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þá er það Bandaríkjamönnum að þakka að fjölgunin er ekki minni en raun ber vitni. Í Hagsjánni kemur fram að meðalfjölgun erlendra ferðamanna hafi verið 25,2% á árunum 2011-2017 og fimmfaldaðist þar með fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim á tímabilinu.Japönum fækkaði mest og Bandaríkjamenn bjarga málunum Þá eru sautján þjóðir flokkaðar og taldar sérstaklega inn í landið. Þar af fjölgaði ferðamönnum frá sex löndum en fækkaði hjá hinum ellefu. Hlutfallslega fækkaði Japönum mest á síðasta ári eða um 14,6% frá árinu áður. Næstmesta fækkunin var hjá Finnum, 12,9% og Svíum, 12,3%, en ferðamönnum frá öllum Norðurlandaþjóðunum fækkaði milli ára. Þá fækkaði Norðmönnum um 8,8%. Mesta hlutfallslega fjölgunin varð hjá Pólverjum en þeim fjölgaði um 38% milli ára. Næstmesta fjölgunin varð hjá Rússum, 20,8%, og í þriðja sæti voru Bandaríkjamenn með fjölgun upp á 20,5%. Bandaríkjamönnum hefur nú fjölgað milli ára tíu ár í röð og hefur fjöldi þeirra sautjánfaldast frá árinu 2008. Bandaríkjamenn skýra jafnframt heildarfjölgun ferðamanna að langmestu leyti, að því er segir í hagsjánni, en hefði þeirra ekki notið við væri heildarfjölgunin aðeins 0,1%. Þá voru Bandaríkjamenn flestir erlendra ferðamanna árið 2018 líkt og síðustu ár en alls komu nær 700 þúsund bandarískir ferðamenn til landsins í fyrra. Nam hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna 30% en næstir á eftir voru Bretar með um 400 þúsund færri ferðamenn en Bandaríkin, eða 298 þúsund. Mikil breyting hefur jafnframt orðið á samsetningu ferðamanna á þessari öld. Sem dæmi voru Norðurlandabúar 26,2% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 7,1% á síðasta ári. Þjóðverjar voru tæplega 12% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 6% á síðasta ári. Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. Um er að ræða minnstu fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 og sker fjölgunin sig verulega frá þróun síðustu ára, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þá er það Bandaríkjamönnum að þakka að fjölgunin er ekki minni en raun ber vitni. Í Hagsjánni kemur fram að meðalfjölgun erlendra ferðamanna hafi verið 25,2% á árunum 2011-2017 og fimmfaldaðist þar með fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim á tímabilinu.Japönum fækkaði mest og Bandaríkjamenn bjarga málunum Þá eru sautján þjóðir flokkaðar og taldar sérstaklega inn í landið. Þar af fjölgaði ferðamönnum frá sex löndum en fækkaði hjá hinum ellefu. Hlutfallslega fækkaði Japönum mest á síðasta ári eða um 14,6% frá árinu áður. Næstmesta fækkunin var hjá Finnum, 12,9% og Svíum, 12,3%, en ferðamönnum frá öllum Norðurlandaþjóðunum fækkaði milli ára. Þá fækkaði Norðmönnum um 8,8%. Mesta hlutfallslega fjölgunin varð hjá Pólverjum en þeim fjölgaði um 38% milli ára. Næstmesta fjölgunin varð hjá Rússum, 20,8%, og í þriðja sæti voru Bandaríkjamenn með fjölgun upp á 20,5%. Bandaríkjamönnum hefur nú fjölgað milli ára tíu ár í röð og hefur fjöldi þeirra sautjánfaldast frá árinu 2008. Bandaríkjamenn skýra jafnframt heildarfjölgun ferðamanna að langmestu leyti, að því er segir í hagsjánni, en hefði þeirra ekki notið við væri heildarfjölgunin aðeins 0,1%. Þá voru Bandaríkjamenn flestir erlendra ferðamanna árið 2018 líkt og síðustu ár en alls komu nær 700 þúsund bandarískir ferðamenn til landsins í fyrra. Nam hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna 30% en næstir á eftir voru Bretar með um 400 þúsund færri ferðamenn en Bandaríkin, eða 298 þúsund. Mikil breyting hefur jafnframt orðið á samsetningu ferðamanna á þessari öld. Sem dæmi voru Norðurlandabúar 26,2% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 7,1% á síðasta ári. Þjóðverjar voru tæplega 12% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 6% á síðasta ári.
Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira