Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 21:32 Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar áróðurskennda. Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Mér líður – þegar ég las skýrsluna – eins og þið hefðuð fengið Morfísverkefni.“ Þetta segir Rannveig sem var gestur ásamt Oddgeir Ágústi Ottesen höfundi skýrslunnar í Kastljósi í kvöld. Hún segir skýrsluna vera áróðurskennda. „Það er rosalega mikill áróður í skýrslunni“ Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hafa hvalveiðar ekki slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf, hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga til landsins og þá er lagt til að hertari reglur verði settar um hvalaskoðun. Rannveig er verulega gagnrýnin á skýrsluna og segir niðurstöður hennar ekki hafa komið sér á óvart. Undanfari skýrslunnar er skýrsla sem kom út árið 2010 en leitað var til Rannveigar við vinnslu hennar. „Það sem mér fannst mjög áhugavert þá var að um leið og ég kem upp í Hagfræðistofnun […] þá segir viðkomandi við mig: „Áður en ég byrja að tala, það skiptir í raun og veru engu máli hvað þú segir, hvalirnir éta svo mikinn fisk að það mun alltaf vera hagkvæmara að drepa hann“ og þá raunverulega svolítið ómerkti hann allt sem við sögðum,“ segir Rannveig. Oddgeir segist ekki geta tjáð sig um samtal sem hafi átt sér stað fyrir tæpum áratugi síðan en hafnar því að niðurstöðurnar hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Ég hafna því bara, ég veit ekkert hvað ég á að segja meira, ég hafna því bara. Það var enginn sem reyndi að hafa áhrif á niðurstöður þessarar skýrslu.“ Rannveig gagnrýnir einnig lítilsvirðingu í garð náttúruverndarsamtaka. Þau séu flokkuð með hryðjuverkasamtökum. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Mér líður – þegar ég las skýrsluna – eins og þið hefðuð fengið Morfísverkefni.“ Þetta segir Rannveig sem var gestur ásamt Oddgeir Ágústi Ottesen höfundi skýrslunnar í Kastljósi í kvöld. Hún segir skýrsluna vera áróðurskennda. „Það er rosalega mikill áróður í skýrslunni“ Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hafa hvalveiðar ekki slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf, hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga til landsins og þá er lagt til að hertari reglur verði settar um hvalaskoðun. Rannveig er verulega gagnrýnin á skýrsluna og segir niðurstöður hennar ekki hafa komið sér á óvart. Undanfari skýrslunnar er skýrsla sem kom út árið 2010 en leitað var til Rannveigar við vinnslu hennar. „Það sem mér fannst mjög áhugavert þá var að um leið og ég kem upp í Hagfræðistofnun […] þá segir viðkomandi við mig: „Áður en ég byrja að tala, það skiptir í raun og veru engu máli hvað þú segir, hvalirnir éta svo mikinn fisk að það mun alltaf vera hagkvæmara að drepa hann“ og þá raunverulega svolítið ómerkti hann allt sem við sögðum,“ segir Rannveig. Oddgeir segist ekki geta tjáð sig um samtal sem hafi átt sér stað fyrir tæpum áratugi síðan en hafnar því að niðurstöðurnar hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Ég hafna því bara, ég veit ekkert hvað ég á að segja meira, ég hafna því bara. Það var enginn sem reyndi að hafa áhrif á niðurstöður þessarar skýrslu.“ Rannveig gagnrýnir einnig lítilsvirðingu í garð náttúruverndarsamtaka. Þau séu flokkuð með hryðjuverkasamtökum.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00
Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00