Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands: „Illa rökstudd áróðursskýrsla“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. janúar 2019 22:54 Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands er verulega gagnrýnin á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Vísir/vilhelm Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland er „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum,“ og svarar ekki því sem henni er ætlað að svara að mati stjórnar Hvalaskoðunarsamtaka Íslands sem birti í kvöld harðorða yfirlýsingu vegna skýrslunnar. Stjórnin segir að engin tilraun hafi verið gerð til að útskýra hvernig stórauknar hvalveiðar geti verið efnahagslega sjálfbærar fyrir Ísland. Þá sé heldur ekki útskýrt hvaða hliðaráhrif veiðarnar kynnu að hafa á aðrar útflutningsgreinar þjóðarinnar. Stjórnin segir að það hljóti að teljast forkastanleg vinnubrögð að við gagnaöflun hafi ekki verið haft samband við Hvalaskoðunarsamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar eða Íslandsstofu. Skýrslan getur að mati stjórnarinnar ekki nýst til ákvarðanatöku um áframhaldandi hvalveiðar við Ísland. „Forsendur um þjóðhagslegan ávinning af auknum hvalveiðum eru rangar eins og staðfest er af sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar. Það verður ekki betur séð en að skýrsluhöfundur hafi lagt af stað með fyrir fram gefna niðurstöðu og kappkostað að tína einkum til það sem þjónaði þeirri niðurstöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þetta hafi mistekist og niðurstaðan „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum sem tekur ekki raunverulegt tillit til hvalaskoðunar, ferðaþjónustu að öðru leyti, alþjóðlegra hagsmuna Íslands né dýravelferðarsjónarmiða.“ Stjórnin fer fram á að „raunverulegt hagsmunamat“ fari fram þar sem tekið sé tillit til framangreindra þátta. Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland er „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum,“ og svarar ekki því sem henni er ætlað að svara að mati stjórnar Hvalaskoðunarsamtaka Íslands sem birti í kvöld harðorða yfirlýsingu vegna skýrslunnar. Stjórnin segir að engin tilraun hafi verið gerð til að útskýra hvernig stórauknar hvalveiðar geti verið efnahagslega sjálfbærar fyrir Ísland. Þá sé heldur ekki útskýrt hvaða hliðaráhrif veiðarnar kynnu að hafa á aðrar útflutningsgreinar þjóðarinnar. Stjórnin segir að það hljóti að teljast forkastanleg vinnubrögð að við gagnaöflun hafi ekki verið haft samband við Hvalaskoðunarsamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar eða Íslandsstofu. Skýrslan getur að mati stjórnarinnar ekki nýst til ákvarðanatöku um áframhaldandi hvalveiðar við Ísland. „Forsendur um þjóðhagslegan ávinning af auknum hvalveiðum eru rangar eins og staðfest er af sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar. Það verður ekki betur séð en að skýrsluhöfundur hafi lagt af stað með fyrir fram gefna niðurstöðu og kappkostað að tína einkum til það sem þjónaði þeirri niðurstöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þetta hafi mistekist og niðurstaðan „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum sem tekur ekki raunverulegt tillit til hvalaskoðunar, ferðaþjónustu að öðru leyti, alþjóðlegra hagsmuna Íslands né dýravelferðarsjónarmiða.“ Stjórnin fer fram á að „raunverulegt hagsmunamat“ fari fram þar sem tekið sé tillit til framangreindra þátta.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32
Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04