Segir erfitt að eiga við hálku við Gullfoss og Geysi Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2019 10:51 Mynd sem Friðrik Brekkan tók af ferðamönnum á svellbunka við Geysi. Friðrik Brekkan Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður hjá Umhverfisstofnun, segir ekki einfalt mál að hálkuverja göngustíga á Geysissvæðinu og við Gullfoss. Mikill raki komi frá hverum og fossum og því geti mikil hálka myndast á skömmum tíma sem erfitt er að eiga við. Valdimar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en rætt var við leiðsögumanninn Friðrik Brekkan í þættinum í gær þar sem hann kvartaði undan hálku á þessum vinsælu ferðamannastöðum og sagði marga ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því hversu hættulegar aðstæðurnar væru. Kallaði hann eftir því að eitthvað yrði gert í málinu og sagðist hafa horft upp á aðgerðaleysi til margra ára. Valdimar sagði fólk í vinnu flesta daga ársins á Geysis- og Gullfosssvæðunum við að tryggja öruggt aðgengi ferðamanna að þessum náttúruperlum. Mikill raki getur myndast á þessum svæðum þar sem vindátt hefur áhrif á hvar hálkan myndast. Starfsmenn eru mögulega búnir að hálkuverja ákveðið svæði að morgni en svo breytist vindátt sem verður til þess að hann myndast annars staðar síðar sama dag og þá sé erfitt að grípa snögglega inn í aðstæður. Starfsmenn byrja til dæmis að hálkuverja Geysissvæðið og fara svo að Gullfossi þar sem stígar eru hálkuvarðir. Í millitíðinni hafa nýir svellbunkar myndast á Geysissvæðinu. Þegar er frost getur einnig ný hálkufilma myndast ofan á hálkuvörninni þar sem er mikill raki. Valdimar benti á að skilti hefðu verið sett upp á svæðunum þar sem er varað við hálku og ferðamönnum bent á að notast við mannbrodda. Hann sagði sum ferðaþjónustufyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum upp á mannbrodda, en það væri misjafnt eftir fyrirtækjum. Spurður hvort ekki væri hægt að setja hita undir stéttirnar á svæðunum sagði Valdimar að það væri mögulega hægt ef orkuver yrði reist á svæðinu. Þáttastjórnendur spurðu hvort ekki væri nóg af heitu vatni á svæðinu en Valdimar svaraði að ekki væri vilji til að raska svæðinu til að bora eftir heitu vatni. Til stendur hefja mikla uppbyggingu á svæðinu og smíða hækkaða göngupalla en Valdimar sagði slíka palla ekki koma í veg fyrir hálku. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður hjá Umhverfisstofnun, segir ekki einfalt mál að hálkuverja göngustíga á Geysissvæðinu og við Gullfoss. Mikill raki komi frá hverum og fossum og því geti mikil hálka myndast á skömmum tíma sem erfitt er að eiga við. Valdimar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en rætt var við leiðsögumanninn Friðrik Brekkan í þættinum í gær þar sem hann kvartaði undan hálku á þessum vinsælu ferðamannastöðum og sagði marga ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því hversu hættulegar aðstæðurnar væru. Kallaði hann eftir því að eitthvað yrði gert í málinu og sagðist hafa horft upp á aðgerðaleysi til margra ára. Valdimar sagði fólk í vinnu flesta daga ársins á Geysis- og Gullfosssvæðunum við að tryggja öruggt aðgengi ferðamanna að þessum náttúruperlum. Mikill raki getur myndast á þessum svæðum þar sem vindátt hefur áhrif á hvar hálkan myndast. Starfsmenn eru mögulega búnir að hálkuverja ákveðið svæði að morgni en svo breytist vindátt sem verður til þess að hann myndast annars staðar síðar sama dag og þá sé erfitt að grípa snögglega inn í aðstæður. Starfsmenn byrja til dæmis að hálkuverja Geysissvæðið og fara svo að Gullfossi þar sem stígar eru hálkuvarðir. Í millitíðinni hafa nýir svellbunkar myndast á Geysissvæðinu. Þegar er frost getur einnig ný hálkufilma myndast ofan á hálkuvörninni þar sem er mikill raki. Valdimar benti á að skilti hefðu verið sett upp á svæðunum þar sem er varað við hálku og ferðamönnum bent á að notast við mannbrodda. Hann sagði sum ferðaþjónustufyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum upp á mannbrodda, en það væri misjafnt eftir fyrirtækjum. Spurður hvort ekki væri hægt að setja hita undir stéttirnar á svæðunum sagði Valdimar að það væri mögulega hægt ef orkuver yrði reist á svæðinu. Þáttastjórnendur spurðu hvort ekki væri nóg af heitu vatni á svæðinu en Valdimar svaraði að ekki væri vilji til að raska svæðinu til að bora eftir heitu vatni. Til stendur hefja mikla uppbyggingu á svæðinu og smíða hækkaða göngupalla en Valdimar sagði slíka palla ekki koma í veg fyrir hálku.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00