Hundrað ára minkabani Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2019 20:00 Þeim Íslendingum sem ná hundrað ára aldri fjölgar og fjölgar en um áramótin voru um fimmtíu landsmenn hundrað ára og eldri á lífi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í þessum mánuði verða þrír Íslendingar hundrað ára, meðal annars Kristrún Sigurfinnsdóttir frá Efsta Dal í Bláskógabyggð sem hélt upp á afmælið sitt í vikunni. Hún er mikill minkabani og náttúrubarn. Það var tilefni til að flagga við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði fimmtudaginn 3. janúar því 100 ára afmæli Kristrúnar var fagnað þann dag. Fjölmenni mætti í veisluna og kór sveitarinnar hennar, Kór Miðdalskirkju söng nokkur lög. Af þeim fimmtíu Íslendingum sem eru 100 ára eða eldri eru 12 karlar og 38 konur. Jensína Andrésdóttir í Reykjavík er elsti Íslendingurinn, 109 ára og Lárus Sigfússon í Reykjavík er nú elstur karla, 103 ára. En aftur að Kristrúnu sem er sveitakona í húð og hár enda dáir hún að klappa kisunum á Ási, hér er það kötturinn Jenni. „Hennar líf og yndi var að vera úti í náttúrunni enda er hún sveitakona í húð og hár. Hún fór alltaf upp í fjall og týndi ber á haustin og það eru ekki mörg ár síðan að hún hætti að veiða fisk í net og svo var hún óskaplega mikill minkabani, ég held að hún sé búin að veiða yfir sextíu minka, það er mikið búið að hlægja og skemmta sér yfir þessu,“ segir Jóna Gestsdóttir, ein af tengdadætrum Kristrúnar.Kristrún hefur drepið marga minka í gegnum árin, hér er hún með einn þeirra.En heldur Jóna að Kristrún hafi átt von á því að verða svona gömul? „Nei, ég hugsa nú ekki en hún hefur lúmskt gaman af því.“ Kristrún fór síðasta á hestbak þegar hún var níræð en hún hafði alltaf gaman af því að fara á bak í Efsta Dal. Þá fannst henni frábært að fara á snjósleða. Kristrún var hálf feiminn og vildi ekki tjá sig neitt í 100 ára afmælinu, enda skildi hún ekkert í þessu tilstandi og hvað þá að sjá alla sveitunga sína mætta í 100 ára afmæli hennar.Kristrún í 100 ára afmælisdeginum sínum 3. janúar með heillaóskaskeyti frá Forseta Íslands. Bláskógabyggð Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þeim Íslendingum sem ná hundrað ára aldri fjölgar og fjölgar en um áramótin voru um fimmtíu landsmenn hundrað ára og eldri á lífi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í þessum mánuði verða þrír Íslendingar hundrað ára, meðal annars Kristrún Sigurfinnsdóttir frá Efsta Dal í Bláskógabyggð sem hélt upp á afmælið sitt í vikunni. Hún er mikill minkabani og náttúrubarn. Það var tilefni til að flagga við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði fimmtudaginn 3. janúar því 100 ára afmæli Kristrúnar var fagnað þann dag. Fjölmenni mætti í veisluna og kór sveitarinnar hennar, Kór Miðdalskirkju söng nokkur lög. Af þeim fimmtíu Íslendingum sem eru 100 ára eða eldri eru 12 karlar og 38 konur. Jensína Andrésdóttir í Reykjavík er elsti Íslendingurinn, 109 ára og Lárus Sigfússon í Reykjavík er nú elstur karla, 103 ára. En aftur að Kristrúnu sem er sveitakona í húð og hár enda dáir hún að klappa kisunum á Ási, hér er það kötturinn Jenni. „Hennar líf og yndi var að vera úti í náttúrunni enda er hún sveitakona í húð og hár. Hún fór alltaf upp í fjall og týndi ber á haustin og það eru ekki mörg ár síðan að hún hætti að veiða fisk í net og svo var hún óskaplega mikill minkabani, ég held að hún sé búin að veiða yfir sextíu minka, það er mikið búið að hlægja og skemmta sér yfir þessu,“ segir Jóna Gestsdóttir, ein af tengdadætrum Kristrúnar.Kristrún hefur drepið marga minka í gegnum árin, hér er hún með einn þeirra.En heldur Jóna að Kristrún hafi átt von á því að verða svona gömul? „Nei, ég hugsa nú ekki en hún hefur lúmskt gaman af því.“ Kristrún fór síðasta á hestbak þegar hún var níræð en hún hafði alltaf gaman af því að fara á bak í Efsta Dal. Þá fannst henni frábært að fara á snjósleða. Kristrún var hálf feiminn og vildi ekki tjá sig neitt í 100 ára afmælinu, enda skildi hún ekkert í þessu tilstandi og hvað þá að sjá alla sveitunga sína mætta í 100 ára afmæli hennar.Kristrún í 100 ára afmælisdeginum sínum 3. janúar með heillaóskaskeyti frá Forseta Íslands.
Bláskógabyggð Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira