Þingmaður þjóðernisflokks varð fyrir alvarlegri líkamsárás Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2019 08:37 Frank Magnitz. EPA/HAYOUNG JEON Frank Magnitz, þýskur þingmaður þjóðernisflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg þýsku borgarinnar Bremen í gær. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir lögreglu að ráðist hafi verið á þingmanninn vegna stjórnmálaskoðana hans. Flokksdeild AfD í Bremen birti mynd af Magnitz á Facebook-síðu sinni í gær. Á myndinni virðist Magnitz liggja í sjúkrarúmi, alblóðugur með stóran skurð á enninu. Í færslunni segir að þrír grímuklæddir menn hafi ráðist á hann. „Þeir börðu hann með viðarbita þangað til hann missti meðvitund og spörkuðu hann svo í jörðina,“ segir í færslunni. Þá þakkar flokkurinn verkamanni sem gekk fram á árásina og skarst í leikinn. Flokkurinn segist einnig ætla að fylgjast náið með viðbrögðum annarra flokka á þýska þinginu næstu daga. Þá verði einblínt á árásir af vinstri væng stjórnmálanna gegn þeim hægri, sem aðrir flokkar veigri sér við að fordæma og gangi jafnvel svo langt að styðja. Forystumaður AfD, Jörg Meuthen, kallaði atvikið hryðjuverkaárás í Facebook-færslu í gær. Þá sagðist hann í svo miklu áfalli vegna árásarinnar að hann gæti ekki hugsað sér að tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Magnitz hefur leitt AfD í Bremen síðan árið 2015 og setið á þingi fyrir flokkin síðan árið 2017. Hann hefur sett sig upp á móti innflytjendum frá múslimalöndum í Þýskalandi og er andstæðingur evrunnar. AfD er þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar árið 2017. Evrópa Þýskaland Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Frank Magnitz, þýskur þingmaður þjóðernisflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg þýsku borgarinnar Bremen í gær. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir lögreglu að ráðist hafi verið á þingmanninn vegna stjórnmálaskoðana hans. Flokksdeild AfD í Bremen birti mynd af Magnitz á Facebook-síðu sinni í gær. Á myndinni virðist Magnitz liggja í sjúkrarúmi, alblóðugur með stóran skurð á enninu. Í færslunni segir að þrír grímuklæddir menn hafi ráðist á hann. „Þeir börðu hann með viðarbita þangað til hann missti meðvitund og spörkuðu hann svo í jörðina,“ segir í færslunni. Þá þakkar flokkurinn verkamanni sem gekk fram á árásina og skarst í leikinn. Flokkurinn segist einnig ætla að fylgjast náið með viðbrögðum annarra flokka á þýska þinginu næstu daga. Þá verði einblínt á árásir af vinstri væng stjórnmálanna gegn þeim hægri, sem aðrir flokkar veigri sér við að fordæma og gangi jafnvel svo langt að styðja. Forystumaður AfD, Jörg Meuthen, kallaði atvikið hryðjuverkaárás í Facebook-færslu í gær. Þá sagðist hann í svo miklu áfalli vegna árásarinnar að hann gæti ekki hugsað sér að tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Magnitz hefur leitt AfD í Bremen síðan árið 2015 og setið á þingi fyrir flokkin síðan árið 2017. Hann hefur sett sig upp á móti innflytjendum frá múslimalöndum í Þýskalandi og er andstæðingur evrunnar. AfD er þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar árið 2017.
Evrópa Þýskaland Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35
Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26
Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08