Umhverfismálin komin á dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Sterk og mikilvæg umhverfisbylgja á sér nú stað í samfélaginu. Það eru forréttindi að vera ráðherra málaflokks sem ég hef í mörg ár unnið að og brunnið fyrir – og það á tímum sem þessum. Það er ótrúlega gaman og gefandi að starfa með fólki vítt og breitt í samfélaginu sem keppist við að gera allt sem mögulegt er til að vinna umhverfinu heilt.Friðlýsingar farnar í gang Eitt af mínum hjartans málum er náttúruvernd. Undanfarin ár hefur gengið alltof hægt að friðlýsa svæði sem Alþingi hefur þegar samþykkt að skuli friðlýst. Nú hefur breyting orðið á og friðlýsingar eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Sem ráðherra setti ég saman teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Meðal verkefna sem komin eru í kynningu eru friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki gildandi rammaáætlunar og áform um friðlýsingu tveggja svæða sem hafa verið undir miklu álagi ferðamanna: Annars vegar Reykjadals og Grænsdals í Ölfusi og hins vegar Gjárinnar og fleiri staða í Þjórsárdal. Mér þótti einnig mikilvægt að áhrif friðlýsinga á efnahag yrðu rannsökuð frekar og fyrir liggur umfangsmikil rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ sem fram fór vítt og breitt um landið og sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Við vitum að friðlýsingar eru mikilvægar náttúrunnar vegna en nú hefur verið sýnt fram á að þær hreinlega margborga sig – á fjölmarga vegu. Fleiri rannsókna- og þróunarverkefni eru í gangi, auk þess sem fjárframlög til að verja náttúruna á svæðum undir álagi ferðamanna hafa verið stóraukin, ekki síst á friðlýstum svæðum. Til að efla fræðslu um friðlýst svæði, leiðbeina um umgengni og auka jákvæða upplifun fólks af náttúru landsins verður landvarsla síðan aukin frá og með árinu í ár. Stærsta náttúruverndarverkefnið er þó án efa stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Kveðið er á um stofnun þjóðgarðsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og undirbúningur fyrir hann er í góðum höndum hjá þverpólitískri nefnd sem ég skipaði og tók til starfa síðastliðið vor. Fyrstu verkefni nefndarinnar hafa þegar verið kynnt. Miðhálendisþjóðgarður markar straumhvörf í náttúruvernd á Íslandi.Gjáin í Þjórsárdal.MYND/HUGI ÓLAFSSONLoftslagsmál, plast og sóun Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega áskorunin sem við Jarðarbúar stöndum frammi fyrir. Nú liggur fyrir fyrsta útgáfa af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir Ísland og það hefur verið frábært að fylgjast með móttökunum. Fram undan eru stórtækar aðgerðir við að binda kolefni úr andrúmslofti og að hætta brennslu innflutts og mengandi jarðefnaeldsneytis í samgöngum hér á landi og nota heldur innlenda og endurnýjanlega orkugjafa. Þá verður í fyrsta skipti varið fjármagni sérstaklega til nýsköpunar á sviði loftslagsmála með stofnun Loftslagssjóðs, auk margra fleiri aðgerða. Annað sem ég legg þunga áherslu á er að berjast gegn plastmengun, óþarfa neyslu og sóun. Við getum ekki haldið áfram að umgangast Jörðina okkar eins og við höfum gert og verðum að hætta að líta á hluti sem einnota. Hvert og eitt getum við tekið ótal skref í daglegu lífi okkar til að breyta þessu en nauðsynlegra stjórnvaldsaðgerða er einnig þörf. Ég mun gera mitt til að þær verði að veruleika. Fyrir liggja tillögur starfshóps um aðgerðir varðandi plastmengun, á næstunni legg ég fram frumvarp um bann við afhendingu burðarplastpoka og ráðuneytið hefur stutt átaksverkefni Umhverfisstofnunar og frjálsra félagasamtaka til að draga bæði úr plastnotkun og matarsóun.Aukin aðkoma almennings Að lokum langar mig að nefna mikilvægi þess að efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku um umhverfismál og að sú aðkoma verði aukin fyrr í ferli ákvarðanatöku en raunin hefur verið. Þessu hafa raunar bæði umhverfisverndarsamtök og framkvæmdaaðilar kallað eftir. Til að vinna þessu brautargengi hef ég sett í gang heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum og látið vinna áætlun um eftirfylgni Árósasamningsins. Þá munu fjárveitingar til reksturs umhverfisverndarsamtaka verða auknar um helming í ár og aftur á næsta ári. Framlög til umhverfismála hafa stóraukist í tíð núverandi stjórnar og hafa raunar aldrei verið neitt í líkingu við það sem nú er. Ég er spenntur fyrir því sem fram undan er og hlakka til að halda baráttunni áfram. Árið 2019, kom þú fagnandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Sterk og mikilvæg umhverfisbylgja á sér nú stað í samfélaginu. Það eru forréttindi að vera ráðherra málaflokks sem ég hef í mörg ár unnið að og brunnið fyrir – og það á tímum sem þessum. Það er ótrúlega gaman og gefandi að starfa með fólki vítt og breitt í samfélaginu sem keppist við að gera allt sem mögulegt er til að vinna umhverfinu heilt.Friðlýsingar farnar í gang Eitt af mínum hjartans málum er náttúruvernd. Undanfarin ár hefur gengið alltof hægt að friðlýsa svæði sem Alþingi hefur þegar samþykkt að skuli friðlýst. Nú hefur breyting orðið á og friðlýsingar eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Sem ráðherra setti ég saman teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Meðal verkefna sem komin eru í kynningu eru friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki gildandi rammaáætlunar og áform um friðlýsingu tveggja svæða sem hafa verið undir miklu álagi ferðamanna: Annars vegar Reykjadals og Grænsdals í Ölfusi og hins vegar Gjárinnar og fleiri staða í Þjórsárdal. Mér þótti einnig mikilvægt að áhrif friðlýsinga á efnahag yrðu rannsökuð frekar og fyrir liggur umfangsmikil rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ sem fram fór vítt og breitt um landið og sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Við vitum að friðlýsingar eru mikilvægar náttúrunnar vegna en nú hefur verið sýnt fram á að þær hreinlega margborga sig – á fjölmarga vegu. Fleiri rannsókna- og þróunarverkefni eru í gangi, auk þess sem fjárframlög til að verja náttúruna á svæðum undir álagi ferðamanna hafa verið stóraukin, ekki síst á friðlýstum svæðum. Til að efla fræðslu um friðlýst svæði, leiðbeina um umgengni og auka jákvæða upplifun fólks af náttúru landsins verður landvarsla síðan aukin frá og með árinu í ár. Stærsta náttúruverndarverkefnið er þó án efa stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Kveðið er á um stofnun þjóðgarðsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og undirbúningur fyrir hann er í góðum höndum hjá þverpólitískri nefnd sem ég skipaði og tók til starfa síðastliðið vor. Fyrstu verkefni nefndarinnar hafa þegar verið kynnt. Miðhálendisþjóðgarður markar straumhvörf í náttúruvernd á Íslandi.Gjáin í Þjórsárdal.MYND/HUGI ÓLAFSSONLoftslagsmál, plast og sóun Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega áskorunin sem við Jarðarbúar stöndum frammi fyrir. Nú liggur fyrir fyrsta útgáfa af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir Ísland og það hefur verið frábært að fylgjast með móttökunum. Fram undan eru stórtækar aðgerðir við að binda kolefni úr andrúmslofti og að hætta brennslu innflutts og mengandi jarðefnaeldsneytis í samgöngum hér á landi og nota heldur innlenda og endurnýjanlega orkugjafa. Þá verður í fyrsta skipti varið fjármagni sérstaklega til nýsköpunar á sviði loftslagsmála með stofnun Loftslagssjóðs, auk margra fleiri aðgerða. Annað sem ég legg þunga áherslu á er að berjast gegn plastmengun, óþarfa neyslu og sóun. Við getum ekki haldið áfram að umgangast Jörðina okkar eins og við höfum gert og verðum að hætta að líta á hluti sem einnota. Hvert og eitt getum við tekið ótal skref í daglegu lífi okkar til að breyta þessu en nauðsynlegra stjórnvaldsaðgerða er einnig þörf. Ég mun gera mitt til að þær verði að veruleika. Fyrir liggja tillögur starfshóps um aðgerðir varðandi plastmengun, á næstunni legg ég fram frumvarp um bann við afhendingu burðarplastpoka og ráðuneytið hefur stutt átaksverkefni Umhverfisstofnunar og frjálsra félagasamtaka til að draga bæði úr plastnotkun og matarsóun.Aukin aðkoma almennings Að lokum langar mig að nefna mikilvægi þess að efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku um umhverfismál og að sú aðkoma verði aukin fyrr í ferli ákvarðanatöku en raunin hefur verið. Þessu hafa raunar bæði umhverfisverndarsamtök og framkvæmdaaðilar kallað eftir. Til að vinna þessu brautargengi hef ég sett í gang heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum og látið vinna áætlun um eftirfylgni Árósasamningsins. Þá munu fjárveitingar til reksturs umhverfisverndarsamtaka verða auknar um helming í ár og aftur á næsta ári. Framlög til umhverfismála hafa stóraukist í tíð núverandi stjórnar og hafa raunar aldrei verið neitt í líkingu við það sem nú er. Ég er spenntur fyrir því sem fram undan er og hlakka til að halda baráttunni áfram. Árið 2019, kom þú fagnandi!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar