Báðar konurnar alvarlega slasaðar eftir hátt fall Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. desember 2018 17:36 Frá vettvangi í Fnjóskadal. Landsbjörg Konurnar tvær sem slösuðust við göngu í Grundarhnjúki á Gerðafjalli við Eyjafjörð í dag eru alvarlega slasaðar, samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum á vettvangi slyssins. Önnur kvennanna var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hún er sögð meira slösuð en hin, sem enn var verið að flytja niður af fjallinu á sjötta tímanum.Sjá einnig: Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Konurnar eru íslenskar og vanar göngumanneskjur, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að konurnar hafi verið á göngu í fjallinu ásamt þriðju konunni, sem slasaðist ekki. Útlit sé fyrir að konurnar sem slösuðust hafi misst fótanna og runnið 200-300 metra niður fjallið.Fnjóskadalur er merktur með rauðu á kortinu.Skjáskot/Google MapsJónas Baldur Hallsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri er einnig á vettvangi. Hann segir að konan, sem verið er að flytja niður af fjallinu með línum, verði líklega ekki komin niður fyrr en rétt fyrir klukkan 18. Þaðan verði hún flutt með sjúkrabíl til Akureyrar. „Það lítur út fyrir að hún sé minna slösuð [en hin konan] en hún er samt töluvert slösuð,“ segir Jónas Baldur í samtali við Vísi. Björgunaraðgerðir hafa gengið vel miðað við aðstæður, að sögn viðbragðsaðila. Þeir viðbragðsaðilar sem fréttastofa ræddi við á sjötta tímanum segja þó að veður sé orðið slæmt við Grundarhnjúk, farið sé að hvessa og snjóa töluvert.Í fyrstu tilkynningum um slysið frá björgunarsveitum kom fram að slysið hefði orðið í Fnjóskadal. Grundarhnjúkur er hins vegar í Gerðafjalli við Eyjafjörð. Þetta hefur verið leiðrétt. Björgunarsveitir Tengdar fréttir Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09 Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Konurnar tvær sem slösuðust við göngu í Grundarhnjúki á Gerðafjalli við Eyjafjörð í dag eru alvarlega slasaðar, samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum á vettvangi slyssins. Önnur kvennanna var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hún er sögð meira slösuð en hin, sem enn var verið að flytja niður af fjallinu á sjötta tímanum.Sjá einnig: Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Konurnar eru íslenskar og vanar göngumanneskjur, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að konurnar hafi verið á göngu í fjallinu ásamt þriðju konunni, sem slasaðist ekki. Útlit sé fyrir að konurnar sem slösuðust hafi misst fótanna og runnið 200-300 metra niður fjallið.Fnjóskadalur er merktur með rauðu á kortinu.Skjáskot/Google MapsJónas Baldur Hallsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri er einnig á vettvangi. Hann segir að konan, sem verið er að flytja niður af fjallinu með línum, verði líklega ekki komin niður fyrr en rétt fyrir klukkan 18. Þaðan verði hún flutt með sjúkrabíl til Akureyrar. „Það lítur út fyrir að hún sé minna slösuð [en hin konan] en hún er samt töluvert slösuð,“ segir Jónas Baldur í samtali við Vísi. Björgunaraðgerðir hafa gengið vel miðað við aðstæður, að sögn viðbragðsaðila. Þeir viðbragðsaðilar sem fréttastofa ræddi við á sjötta tímanum segja þó að veður sé orðið slæmt við Grundarhnjúk, farið sé að hvessa og snjóa töluvert.Í fyrstu tilkynningum um slysið frá björgunarsveitum kom fram að slysið hefði orðið í Fnjóskadal. Grundarhnjúkur er hins vegar í Gerðafjalli við Eyjafjörð. Þetta hefur verið leiðrétt.
Björgunarsveitir Tengdar fréttir Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09 Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09
Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17