Lýsir kynferðislegri áreitni aðalleikarans í kjölfar frétta af milljónasamkomulagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2018 08:16 Eliza Dushku er m.a. þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer og kvikmyndinni Bring it On. Getty/Scott Eisen Bandaríska leikkonan Eliza Dushku hefur rofið þögnina um kynferðislega áreitni sem hún segist hafa orðið fyrir við tökur á þáttunum Bull sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni CBS. Dushku stígur fram eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hún hefði þegið 9,5 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman milljarð íslenskra króna, í sáttagreiðslu frá stjórnendum sjónvarpsstöðvarinnar vegna málsins. Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði fyrst fjölmiðla um milljónasamning CBS og Dushku. Í frétt blaðsins kemur fram að hún hafi sakað aðalleikara þáttanna Bull, Michael Weatherly, um að hafa m.a. talað ítrekað um útlit hennar, sagt nauðgunarbrandara og haft uppi frekari kynferðislegar aðdróttanir. Í kjölfarið hafi CBS ákveðið að reiða fram áðurnefndan milljarð, gegn því að Dushku tjáði sig ekki um málið opinberlega. Rekin vegna þess að hún vildi ekki vera áreitt Í pistli sem Dushku ritar og birtist í Boston Globe í gær segir hún að sér hafi hins vegar snúist hugur í ljósi þess að bæði Weatherly og framleiðandi þáttanna, Glenn Gordon Caron, sendu frá sér yfirlýsingar vegna málsins. Dushku og Weatherly í hlutverkum sínum sem J.P. Nunnelly og Jason Bull í samnefndum þáttum.Vísit/Getty Dushku, sem lék í þremur þáttum annarrar seríu Bull sem sýndir voru í fyrra, segir yfirlýsingarnar ekki í samræmi við það sem gerðist í raun og veru. Hún segir ekki um að ræða „orð gegn orði“ heldur fullyrðir hún að áreitni Weatherly hafi náðst á myndband. Dushku hafnar því jafnframt að hún hafi ekki getað „tekið gríni“, líkt og Weatherly hélt fram í yfirlýsingu sinni. „Svona rökstyður gerandi hegðun sína þegar hann er gripinn glóðvolgur,“ skrifar Dushku og bætir við að hún sé þaulvön grófum talsmáta af hálfu karlmanna í bransanum. Hegðun Weatherly hafi hins vegar tekið út fyrir allan þjófabálk. „Ég vil ekki heyra á það minnst að mig „skorti skopskyn“ eða geti ekki tekið gríni. Ég brást ekki of harkalega við. Ég þáði starf og, vegna þess að ég vildi ekki vera áreitt, var rekin.“ Bauð henni í „nauðgunarrútu“ Þá lýsir Dushku áreitninni ítarlega í pistlinum. Hún greinir til að mynda frá því að Weatherly hafi boðið henni í „nauðgunarrútuna“ sína, spilað lög með kynferðislegum textum úr síma sínum þegar hún gekk hjá og lýst yfir löngun sinni til að stunda með henni kynlíf fyrir framan hóp af samstarfsfélögum þeirra. Dushku segir Weatherly einnig hafa montað sig af nánum vinskap sínum við Les Moonves, forstjóra CBS, sem lét af störfum hjá stöðinni í haust eftir fjölmargar ásakanir um kynferðisbrot í starfi. Hún fullyrðir jafnframt að eftir að hún ræddi áreitnina og vanlíðan sína við Weatherley hafi hún verið rekin úr þáttunum og þar með var úti möguleiki hennar á aðalhlutverki, líkt og kveðið hafði verið á um í samningi. Pistil Dushku má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Bandaríska leikkonan Eliza Dushku hefur rofið þögnina um kynferðislega áreitni sem hún segist hafa orðið fyrir við tökur á þáttunum Bull sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni CBS. Dushku stígur fram eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hún hefði þegið 9,5 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman milljarð íslenskra króna, í sáttagreiðslu frá stjórnendum sjónvarpsstöðvarinnar vegna málsins. Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði fyrst fjölmiðla um milljónasamning CBS og Dushku. Í frétt blaðsins kemur fram að hún hafi sakað aðalleikara þáttanna Bull, Michael Weatherly, um að hafa m.a. talað ítrekað um útlit hennar, sagt nauðgunarbrandara og haft uppi frekari kynferðislegar aðdróttanir. Í kjölfarið hafi CBS ákveðið að reiða fram áðurnefndan milljarð, gegn því að Dushku tjáði sig ekki um málið opinberlega. Rekin vegna þess að hún vildi ekki vera áreitt Í pistli sem Dushku ritar og birtist í Boston Globe í gær segir hún að sér hafi hins vegar snúist hugur í ljósi þess að bæði Weatherly og framleiðandi þáttanna, Glenn Gordon Caron, sendu frá sér yfirlýsingar vegna málsins. Dushku og Weatherly í hlutverkum sínum sem J.P. Nunnelly og Jason Bull í samnefndum þáttum.Vísit/Getty Dushku, sem lék í þremur þáttum annarrar seríu Bull sem sýndir voru í fyrra, segir yfirlýsingarnar ekki í samræmi við það sem gerðist í raun og veru. Hún segir ekki um að ræða „orð gegn orði“ heldur fullyrðir hún að áreitni Weatherly hafi náðst á myndband. Dushku hafnar því jafnframt að hún hafi ekki getað „tekið gríni“, líkt og Weatherly hélt fram í yfirlýsingu sinni. „Svona rökstyður gerandi hegðun sína þegar hann er gripinn glóðvolgur,“ skrifar Dushku og bætir við að hún sé þaulvön grófum talsmáta af hálfu karlmanna í bransanum. Hegðun Weatherly hafi hins vegar tekið út fyrir allan þjófabálk. „Ég vil ekki heyra á það minnst að mig „skorti skopskyn“ eða geti ekki tekið gríni. Ég brást ekki of harkalega við. Ég þáði starf og, vegna þess að ég vildi ekki vera áreitt, var rekin.“ Bauð henni í „nauðgunarrútu“ Þá lýsir Dushku áreitninni ítarlega í pistlinum. Hún greinir til að mynda frá því að Weatherly hafi boðið henni í „nauðgunarrútuna“ sína, spilað lög með kynferðislegum textum úr síma sínum þegar hún gekk hjá og lýst yfir löngun sinni til að stunda með henni kynlíf fyrir framan hóp af samstarfsfélögum þeirra. Dushku segir Weatherly einnig hafa montað sig af nánum vinskap sínum við Les Moonves, forstjóra CBS, sem lét af störfum hjá stöðinni í haust eftir fjölmargar ásakanir um kynferðisbrot í starfi. Hún fullyrðir jafnframt að eftir að hún ræddi áreitnina og vanlíðan sína við Weatherley hafi hún verið rekin úr þáttunum og þar með var úti möguleiki hennar á aðalhlutverki, líkt og kveðið hafði verið á um í samningi. Pistil Dushku má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47