Forsætisráðherra bjartsýn á tillögur til lausnar húsnæðisvanda Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 13:27 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði. visir/vilhelm Forsætisráðherra segir að tillögur stjórnvalda í húsnæðismálum muni liggja fyrir eftir miðjan næsta mánuð. Þörf sé á byggingu allt að átta þúsund íbúða til að mæta þörfum lægst launaða fólksins í landinu sem stjórnvöld og fleiri aðilar þurfi að sameinast um að uppfylla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði sem kynnti stöðu mála á fundi hennar og fjármálaráðherra með aðilum almenna- og opinbera vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í gær. En forseti Alþýðusambandsins segir húsnæðismálin og skattamálin vera mikilvægust í tengslum við komandi kjarasamninga. „Ég er mjög bjartsýn á að þau muni koma með góðar tillögur sem verði mikilvægt innlegg til að leysa húsnæðisvandann. Við höfum lesið það þannig, eins og þú segir, verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á húsnæðismálin. Þau séu einn lykilinn að því að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin muni síðan kynna hugmyndir sínar um endurskoðun á tekjuskattskerfinu eftir áramót sem miði að því að styrkja stöðu lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa. Húsnæðishópurinn sé að skoða hvernig bregðast megi við skorti á húsnæði fyrir þessa hópa bæði til skemmri og lengri tíma. „Við vorum að fara yfir hvernig staðan er, hvað er í pípunum og hvað þarf til að leysa þennan vanda. Þar er talað um fimm til átta þúsund íbúðir eftir því hvort við erum að horfa á alla sem eru hér á landi. Þannig að þetta er verkefni,“ segir Katrín. Í dag leggja stjórnvöld til 18 prósent af stofnframlögum til byggingar tiltekins fjölda íbúða til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga. Allir verði að leggjast á eitt við enn frekari uppbyggingu íbúða. „Þar sem allir þurfa að leggja sitt að mörkum bæði ríki og sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þessi hópur var bjartsýnn á að hann muni skila af sér á réttum tíma sem er 20. janúar. Þannig að við eigum von á skýrum tillögum þá,“ segir forsætisráðherra. Þá sé ríkisstjórnin að skoða kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þannig að það sinni bæði tekjuöflunar og tekjujöfnunarhlutverki sínu betur. „En síðan þegar skattprósentan er stillt af, sem við gerum í raun og veru árlega, skiptir auðvitað máli hver staða efnahagsmála er,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Húsnæðismál Tengdar fréttir ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00 Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Forsætisráðherra segir að tillögur stjórnvalda í húsnæðismálum muni liggja fyrir eftir miðjan næsta mánuð. Þörf sé á byggingu allt að átta þúsund íbúða til að mæta þörfum lægst launaða fólksins í landinu sem stjórnvöld og fleiri aðilar þurfi að sameinast um að uppfylla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði sem kynnti stöðu mála á fundi hennar og fjármálaráðherra með aðilum almenna- og opinbera vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í gær. En forseti Alþýðusambandsins segir húsnæðismálin og skattamálin vera mikilvægust í tengslum við komandi kjarasamninga. „Ég er mjög bjartsýn á að þau muni koma með góðar tillögur sem verði mikilvægt innlegg til að leysa húsnæðisvandann. Við höfum lesið það þannig, eins og þú segir, verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á húsnæðismálin. Þau séu einn lykilinn að því að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin muni síðan kynna hugmyndir sínar um endurskoðun á tekjuskattskerfinu eftir áramót sem miði að því að styrkja stöðu lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa. Húsnæðishópurinn sé að skoða hvernig bregðast megi við skorti á húsnæði fyrir þessa hópa bæði til skemmri og lengri tíma. „Við vorum að fara yfir hvernig staðan er, hvað er í pípunum og hvað þarf til að leysa þennan vanda. Þar er talað um fimm til átta þúsund íbúðir eftir því hvort við erum að horfa á alla sem eru hér á landi. Þannig að þetta er verkefni,“ segir Katrín. Í dag leggja stjórnvöld til 18 prósent af stofnframlögum til byggingar tiltekins fjölda íbúða til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga. Allir verði að leggjast á eitt við enn frekari uppbyggingu íbúða. „Þar sem allir þurfa að leggja sitt að mörkum bæði ríki og sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þessi hópur var bjartsýnn á að hann muni skila af sér á réttum tíma sem er 20. janúar. Þannig að við eigum von á skýrum tillögum þá,“ segir forsætisráðherra. Þá sé ríkisstjórnin að skoða kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þannig að það sinni bæði tekjuöflunar og tekjujöfnunarhlutverki sínu betur. „En síðan þegar skattprósentan er stillt af, sem við gerum í raun og veru árlega, skiptir auðvitað máli hver staða efnahagsmála er,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Húsnæðismál Tengdar fréttir ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00 Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00
Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27