Fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild HÍ Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2018 14:13 Sigurður M. Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Lára Jóhannsdóttir og Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands Mynd/Háskóli Íslands Lára Jóhannsdóttir hlaut nýverið framgang í starf prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum segir að rannsóknir Láru snúi aðallega að fyrirtækjum, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð þeirra, sér í lagi hlutverki fjármálafyrirtækja á því sviði. Lára sé fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Lára brautskráðist árið 1992 með rekstrarfræðigráðu frá Háskólanum á Bifröst og 2007 lauk Lára MBA námi í alþjóðlegri stjórnun (með láði) frá Thunderbird School of Global Management en námið fór fram í Tékklandi, Sviss, Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Lára lauk svo doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2012 en doktorsritgerð hennar fjallaði um áhuga og framlag norrænna skaðatryggingafélaga til lausna á umhverfislegum vandamálum. Lára var jafnframt fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild HÍ. Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi auk þess sem hún hefur setið í stjórn lífeyrissjóðs frá árinu 2011. Á næstu misserum munu rannsóknir Láru snúa að sjálfbærum hagkerfum á norðurskautssvæðinu, þá sér í lagi tækifærum og áhættu sem tengist efnahagsþróun. Lára var fyrr á þessu ári valin til þátttöku í Fulbright Arctic Initiative (FAI). FAI er flaggskip Fulbright-stofnunarinnar á sviði norðurskautsrannsókna. Lára var valin til þátttöku sameiginlega af stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og stjórn Fulbright í Bandaríkjunum. Hluti af FAI verkefninu felst í skiptidvöl við erlendan háskóla þar sem viðkomandi fræðimaður stundar sínar rannsóknir. Lára fór í skiptidvöl til Dartmouth College í Bandaríkjunum haustið 2018,“ segir í tilkynningunni. Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands er þverfræðileg námsbraut og nær þvert yfir öll fræðasvið Háskólans en er þó staðsett undir verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ á meðan heimadeild prófessors Láru Jóhannsdóttur er viðskiptafræðideild sem heyrir undir Félagsvísindasvið HÍ. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði af í tólf ár“ Atvinnulíf Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Lára Jóhannsdóttir hlaut nýverið framgang í starf prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum segir að rannsóknir Láru snúi aðallega að fyrirtækjum, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð þeirra, sér í lagi hlutverki fjármálafyrirtækja á því sviði. Lára sé fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Lára brautskráðist árið 1992 með rekstrarfræðigráðu frá Háskólanum á Bifröst og 2007 lauk Lára MBA námi í alþjóðlegri stjórnun (með láði) frá Thunderbird School of Global Management en námið fór fram í Tékklandi, Sviss, Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Lára lauk svo doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2012 en doktorsritgerð hennar fjallaði um áhuga og framlag norrænna skaðatryggingafélaga til lausna á umhverfislegum vandamálum. Lára var jafnframt fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild HÍ. Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi auk þess sem hún hefur setið í stjórn lífeyrissjóðs frá árinu 2011. Á næstu misserum munu rannsóknir Láru snúa að sjálfbærum hagkerfum á norðurskautssvæðinu, þá sér í lagi tækifærum og áhættu sem tengist efnahagsþróun. Lára var fyrr á þessu ári valin til þátttöku í Fulbright Arctic Initiative (FAI). FAI er flaggskip Fulbright-stofnunarinnar á sviði norðurskautsrannsókna. Lára var valin til þátttöku sameiginlega af stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og stjórn Fulbright í Bandaríkjunum. Hluti af FAI verkefninu felst í skiptidvöl við erlendan háskóla þar sem viðkomandi fræðimaður stundar sínar rannsóknir. Lára fór í skiptidvöl til Dartmouth College í Bandaríkjunum haustið 2018,“ segir í tilkynningunni. Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands er þverfræðileg námsbraut og nær þvert yfir öll fræðasvið Háskólans en er þó staðsett undir verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ á meðan heimadeild prófessors Láru Jóhannsdóttur er viðskiptafræðideild sem heyrir undir Félagsvísindasvið HÍ.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði af í tólf ár“ Atvinnulíf Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira