Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 18:48 Paul Ryan og Kevin McCarthy, leiðtogar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, ræddu við blaðamenn eftir fund þeirra og Trump. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur neitað að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. Ástæðan er sú að samkvæmt frumvarpinu átti ekki að veita fimm milljörðum dala til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði blaðamönnum að Trump hefði verulegar áhyggjur af öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna verði lokað á morgun. Frumvarpinu sem forsetinn neitaði að skrifa undir var þó ekki ætlað að fjármagna rekstur ríkisins til langs tíma og hefði einungis náð til 8. febrúar. Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu mótmælt frumvarpinu og því að engu fé væri veitt til byggingar veggjarins. Stuðningsmenn Trump á þinginu hafa varað forsetann við því að gefa eftir og segja hann eiga að berjast fyrir byggingu veggjarins, sem hann lofaði að byggja í kosningabaráttunni. Hann lofaði einnig að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn en yfirvöld Mexíkó sögðu það ekki koma til greina.AP fréttaveitan segir stuðningsmenn Trump halda því fram að endurkjör hans velti á byggingu veggjarins.Þegar Paul Ryan ræddi við blaðamenn sagði hann áhyggjur Trump af landamærunum vera réttmætar og sagði að nú myndu þingmenn koma saman á ný og reyna að finna lausn á málinu. Það er þó alfarið óljóst hvort Repúblikanar hafi meirihluta til að tryggja fjármögnun veggjarins á þessari stundu.Fjölmargir þingmenn flokksins, sem eru að setjast í helgan stein eða töpuðu í kosningunum í nóvember, hafa ekki verið á þingi og ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum að undanförnu. Þar að auki eru margir öldungadeildarþingmenn farnir heim í jólafrí. Demókratar munu taka við stjórn fulltrúadeildarinnar í byrjun næsta árs. Trump hefur verið margsaga í deilunni á undanförnum dögum. Fyrst krafðist hann fimm milljarða frá þinginu. Svo sagði hann að herinn myndi borga fyrir bygginguna og síðan sagði hann að Demókratar myndu láta hann fá peninga til að byggja vegginn á næsta ári. Síðan virtist hann vera að gefa eftir, þar til nokkrir stuðningsmenn hans í fulltrúadeildinni fóru á fund hans í dag. BREAKING: Speaker Ryan says President Trump will not sign short-term continuing resolution passed by Senate. https://t.co/vNp0vlw0TF pic.twitter.com/PeZWvSF5lo— NBC News (@NBCNews) December 20, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur neitað að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. Ástæðan er sú að samkvæmt frumvarpinu átti ekki að veita fimm milljörðum dala til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði blaðamönnum að Trump hefði verulegar áhyggjur af öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna verði lokað á morgun. Frumvarpinu sem forsetinn neitaði að skrifa undir var þó ekki ætlað að fjármagna rekstur ríkisins til langs tíma og hefði einungis náð til 8. febrúar. Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu mótmælt frumvarpinu og því að engu fé væri veitt til byggingar veggjarins. Stuðningsmenn Trump á þinginu hafa varað forsetann við því að gefa eftir og segja hann eiga að berjast fyrir byggingu veggjarins, sem hann lofaði að byggja í kosningabaráttunni. Hann lofaði einnig að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn en yfirvöld Mexíkó sögðu það ekki koma til greina.AP fréttaveitan segir stuðningsmenn Trump halda því fram að endurkjör hans velti á byggingu veggjarins.Þegar Paul Ryan ræddi við blaðamenn sagði hann áhyggjur Trump af landamærunum vera réttmætar og sagði að nú myndu þingmenn koma saman á ný og reyna að finna lausn á málinu. Það er þó alfarið óljóst hvort Repúblikanar hafi meirihluta til að tryggja fjármögnun veggjarins á þessari stundu.Fjölmargir þingmenn flokksins, sem eru að setjast í helgan stein eða töpuðu í kosningunum í nóvember, hafa ekki verið á þingi og ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum að undanförnu. Þar að auki eru margir öldungadeildarþingmenn farnir heim í jólafrí. Demókratar munu taka við stjórn fulltrúadeildarinnar í byrjun næsta árs. Trump hefur verið margsaga í deilunni á undanförnum dögum. Fyrst krafðist hann fimm milljarða frá þinginu. Svo sagði hann að herinn myndi borga fyrir bygginguna og síðan sagði hann að Demókratar myndu láta hann fá peninga til að byggja vegginn á næsta ári. Síðan virtist hann vera að gefa eftir, þar til nokkrir stuðningsmenn hans í fulltrúadeildinni fóru á fund hans í dag. BREAKING: Speaker Ryan says President Trump will not sign short-term continuing resolution passed by Senate. https://t.co/vNp0vlw0TF pic.twitter.com/PeZWvSF5lo— NBC News (@NBCNews) December 20, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32
Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05
Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41
Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59