Arnór: Ólýsanlegt að sjá boltann í netinu en skrýtið inni í klefanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2018 19:30 Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu. vísir/getty Arnór Sigurðsson verður tvítugur þann 15. maí næstkomandi en engu að síður hefur hann afrekað það sem enginn annar Íslendingur hefur gert - að skora gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu. Það gerði hann í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturunum í Meistaradeild Evrópu fyrr í þessum mánuði. Arnór gaf einnig stoðsendingu í leiknum en hann segir að það hafi verið einstök tilfinning að skora á þessum fornfræga velli. „Það var ólýsanleg tilfinning að sjá boltann í netinu og að vinna 3-0 á Bernabeu er ekki leiðinlegra,“ sagði Arnór en þrátt fyrir sigurinn dugði hann CSKU Moskvu ekki til að komast áfram, hvorki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar né heldur 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. CSKA hafnaði neðst í riðlinum með sjö stig og er úr leik í Evrópukeppnunum í ár.Klippa: Arnór skorar gegn Real „Það var gríðarlega svekkjandi. Við þurftum að fara á Bernabeu til að sækja þrjú stig og okkur tókst það. Það var skrýtin tilfinning inni í klefa eftir leik þar sem okkur tókst ekki einu sinni að komast í Evrópudeildina eftir 3-0 sigur á Real Madrid,“ sagði Arnór. CSKA Moskva er stórlið og Arnór finnur vel fyrir því. Hann nýtur góðs af því að annar Íslendingur er í liðinu, miðvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon, sem hefur hjálpað honum að aðlagast vel á skömmum tíma. „Það er mikil pressa á okkur og þetta er stór klúbbur. Maður finnur það í rússnesku deildinni að það er ekkert kjaftæði í boði þar. Það er mikil pressa á okkur, en það er gaman,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór: Einstakt að skora á Santiago Bernabeu Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór: Lykilatriði að hafa trú á draumunum sínum Arnór Sigurðsson hefur átt ótrúlegt ár 2018 sem náði hápunkti á Santiago Bernabeu fyrr í þessum mánuði, er hann skoraði og lagði upp í 3-0 sigri á Evrópumeisturum Real Madrid. 21. desember 2018 20:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
Arnór Sigurðsson verður tvítugur þann 15. maí næstkomandi en engu að síður hefur hann afrekað það sem enginn annar Íslendingur hefur gert - að skora gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu. Það gerði hann í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturunum í Meistaradeild Evrópu fyrr í þessum mánuði. Arnór gaf einnig stoðsendingu í leiknum en hann segir að það hafi verið einstök tilfinning að skora á þessum fornfræga velli. „Það var ólýsanleg tilfinning að sjá boltann í netinu og að vinna 3-0 á Bernabeu er ekki leiðinlegra,“ sagði Arnór en þrátt fyrir sigurinn dugði hann CSKU Moskvu ekki til að komast áfram, hvorki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar né heldur 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. CSKA hafnaði neðst í riðlinum með sjö stig og er úr leik í Evrópukeppnunum í ár.Klippa: Arnór skorar gegn Real „Það var gríðarlega svekkjandi. Við þurftum að fara á Bernabeu til að sækja þrjú stig og okkur tókst það. Það var skrýtin tilfinning inni í klefa eftir leik þar sem okkur tókst ekki einu sinni að komast í Evrópudeildina eftir 3-0 sigur á Real Madrid,“ sagði Arnór. CSKA Moskva er stórlið og Arnór finnur vel fyrir því. Hann nýtur góðs af því að annar Íslendingur er í liðinu, miðvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon, sem hefur hjálpað honum að aðlagast vel á skömmum tíma. „Það er mikil pressa á okkur og þetta er stór klúbbur. Maður finnur það í rússnesku deildinni að það er ekkert kjaftæði í boði þar. Það er mikil pressa á okkur, en það er gaman,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór: Einstakt að skora á Santiago Bernabeu
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór: Lykilatriði að hafa trú á draumunum sínum Arnór Sigurðsson hefur átt ótrúlegt ár 2018 sem náði hápunkti á Santiago Bernabeu fyrr í þessum mánuði, er hann skoraði og lagði upp í 3-0 sigri á Evrópumeisturum Real Madrid. 21. desember 2018 20:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
Arnór: Lykilatriði að hafa trú á draumunum sínum Arnór Sigurðsson hefur átt ótrúlegt ár 2018 sem náði hápunkti á Santiago Bernabeu fyrr í þessum mánuði, er hann skoraði og lagði upp í 3-0 sigri á Evrópumeisturum Real Madrid. 21. desember 2018 20:30