Pashinyan vann yfirburðasigur í armensku þingkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 08:25 Nikol Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan, sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið. Getty/Anadolu Flokkur Nikol Pashinyan, starfandi forsætisráðherra Armeníu, og stuðningsflokkar hans unnu yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru í Armeníu í gær. Flokkarnir hlutu samtals rúmlega 70 prósent atkvæða, að sögn landskjörstjórnar. Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið - fyrst sem forseti og síðar forsætisráðherra. Pashinyan, sem nýtur mikilla vinsælda í landinu, sagði af sér í haust og boðaði til nýrra kosninga til að nýta sér meðbyr almennings og auka þingstyrk síns flokks og stuðningsflokka. Pashinyan kveðst ætla að hrinda í framkvæmd áætlun til að taka á landlægri spillingu og gera breytingar á efnahagslífi landsins. Þá segist hann áfram vilja hlúa að sambandi Armeníu og Rússlands. Þátttaka í kosningunum var ekki mikil, um 49 prósent.Sjá einnig:Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall SovétríkjannaBBC segir frá því að kosningar í Armeníu hafi lengi einkennst af kosningasvindli og atkvæðakaupum, en vonast væri til að breyting hafi nú orðið þar á. Flokkur hins 43 ára Pashinyan og stuðningsflokkar hlutu samtals 70,4 prósent atkvæða, en helsti andstæðingur þeirra, Velmegandi Armenía, hlaut rétt rúmlega átta prósent fylgi. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum síðustu misserin, en í kosningunum 2017 hlaut Repúblikanaflokkurinn, flokkur Sargsyan, hreinan meirihluta á þingi. Stjórnarskrá Armeníu kveður á um að stjórnarandstaða verði að vera með að minnsta kosti 30 prósent þingsæta.Mótmæltu svikum Sargsyan Ástæða þess að um 200 þúsund Armenar mótmæltu valdhöfum á götum síðasta vor má rekja til svikinna loforða forsetans Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Fyrri stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskránni – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans lyki 2018. Þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið sem leiddi til mótmæla. Armenía Asía Rússland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Flokkur Nikol Pashinyan, starfandi forsætisráðherra Armeníu, og stuðningsflokkar hans unnu yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru í Armeníu í gær. Flokkarnir hlutu samtals rúmlega 70 prósent atkvæða, að sögn landskjörstjórnar. Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið - fyrst sem forseti og síðar forsætisráðherra. Pashinyan, sem nýtur mikilla vinsælda í landinu, sagði af sér í haust og boðaði til nýrra kosninga til að nýta sér meðbyr almennings og auka þingstyrk síns flokks og stuðningsflokka. Pashinyan kveðst ætla að hrinda í framkvæmd áætlun til að taka á landlægri spillingu og gera breytingar á efnahagslífi landsins. Þá segist hann áfram vilja hlúa að sambandi Armeníu og Rússlands. Þátttaka í kosningunum var ekki mikil, um 49 prósent.Sjá einnig:Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall SovétríkjannaBBC segir frá því að kosningar í Armeníu hafi lengi einkennst af kosningasvindli og atkvæðakaupum, en vonast væri til að breyting hafi nú orðið þar á. Flokkur hins 43 ára Pashinyan og stuðningsflokkar hlutu samtals 70,4 prósent atkvæða, en helsti andstæðingur þeirra, Velmegandi Armenía, hlaut rétt rúmlega átta prósent fylgi. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum síðustu misserin, en í kosningunum 2017 hlaut Repúblikanaflokkurinn, flokkur Sargsyan, hreinan meirihluta á þingi. Stjórnarskrá Armeníu kveður á um að stjórnarandstaða verði að vera með að minnsta kosti 30 prósent þingsæta.Mótmæltu svikum Sargsyan Ástæða þess að um 200 þúsund Armenar mótmæltu valdhöfum á götum síðasta vor má rekja til svikinna loforða forsetans Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Fyrri stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskránni – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans lyki 2018. Þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið sem leiddi til mótmæla.
Armenía Asía Rússland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00