Inga Sæland veifaði peningabúnti í pontu Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2018 16:21 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, veifaði peningabúnti í pontu Alþingis í dag og tilkynnti að hún ætlaði að gefa peninginn, jólabónusinn sinn, til góðgerðarmála. Skoraði hún á aðra þingmenn að gera slíkt hið sama en eins og fjallað hefur verið nemur upphæðin 181 þúsund krónum. Bæði er um jólabónus og orlofsuppbót þingmanna að ræða en ýmsum blöskrar hversu há þessi upphæð er eins og Vísir greindi frá á dögunum. „Í morgun hafði samband við mig kona sem er að vinna hjá góðgerðarsamtökum. Það voru 120 einstaklingar sem komu til hennar í gær og þáðu gjafakort, Bónuskort. Hún sagði að það væri sárara en tárum tæki í rauninni hvað eymdin hefði vaxið ótrúlega mikið á árinu 2018,“ sagði Inga Sæland og hélt áfram. „Við fengum 181.000 krónur í jólabónus, við þingmenn. Ég veit hvað ég ætla að gefa í jólagjöf. Ég skal sýna ykkur það, hæstvirtur forseti.“ Hér tók Inga peningana úr vasana og sýndi þá í ræðustól. „Ég tók út jólabónusinn minn og ég skora á alla að gera slíkt hið sama því að við höfum efni á því að kaupa gjafakort fyrir fátækt fólk og rétta það til góðgerðarsamtaka og ganga á undan með góðu fordæmi. Gleðileg jól,“ sagði Inga og heyra mátti þingmenn taka undir með henni. Alþingi Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, veifaði peningabúnti í pontu Alþingis í dag og tilkynnti að hún ætlaði að gefa peninginn, jólabónusinn sinn, til góðgerðarmála. Skoraði hún á aðra þingmenn að gera slíkt hið sama en eins og fjallað hefur verið nemur upphæðin 181 þúsund krónum. Bæði er um jólabónus og orlofsuppbót þingmanna að ræða en ýmsum blöskrar hversu há þessi upphæð er eins og Vísir greindi frá á dögunum. „Í morgun hafði samband við mig kona sem er að vinna hjá góðgerðarsamtökum. Það voru 120 einstaklingar sem komu til hennar í gær og þáðu gjafakort, Bónuskort. Hún sagði að það væri sárara en tárum tæki í rauninni hvað eymdin hefði vaxið ótrúlega mikið á árinu 2018,“ sagði Inga Sæland og hélt áfram. „Við fengum 181.000 krónur í jólabónus, við þingmenn. Ég veit hvað ég ætla að gefa í jólagjöf. Ég skal sýna ykkur það, hæstvirtur forseti.“ Hér tók Inga peningana úr vasana og sýndi þá í ræðustól. „Ég tók út jólabónusinn minn og ég skora á alla að gera slíkt hið sama því að við höfum efni á því að kaupa gjafakort fyrir fátækt fólk og rétta það til góðgerðarsamtaka og ganga á undan með góðu fordæmi. Gleðileg jól,“ sagði Inga og heyra mátti þingmenn taka undir með henni.
Alþingi Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56