Eitt leyfisbréf afturför til fortíðar Guðríður Arnardóttir skrifar 13. desember 2018 08:38 Það var ekkert út í loftið sem lögum nr. 87 frá 2008 var breytt á sínum tíma en þau fjalla um menntun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Með lögunum voru sett skýr gæðaviðmið um menntun kennara á öllum skólastigum, námið lengt í fimm ár og inntak námsins skilgreint sérstaklega. Hvað framhaldsskólann varðar þá hefur útgáfa leyfisbréfa verið bundin við tiltekna faggrein frá árinu 1998 og leyfi til kennslu í framhaldsskóla því bundið við tilteknar kennslugreinar. Lögin voru mikið framfaraskref frá eldra kerfi sem skilgreindi ekki þá nauðsynlegu sérhæfingu sem framhaldsskólakennarar þurfa að hafa. Innan framhaldsskólans eru kenndar á annað hundrað mismunandi greina. Bóklegar greinar í hug- og raunvísindum sem og iðn-, list- og verkgreinar. Það segir sig sjálft að í framhaldsskólanum er sérhæfing námsins orðin það mikil að megin áhersla í námi framhaldsskólakennara er fagmenntunin. Lögunum frá 2008 var einmitt ætlað að ramma inn þá augljósu staðreynd. Hugmyndir um eitt leyfisbréf til kennslu á skólastigunum þremur ganga því gegn núverandi lögum um menntun og ráðningu kennara og yrðu þær hugmyndir að veruleika yrði stigið stórt skref aftur á bak í menntun kennara og langt aftur fyrir árið 2008. Félag framhaldsskólakennara hefur ályktað gegn útgáfu eins leyfisbréfs og telur það gríðarlega afturför til fortíðar m.a. í ljósi þeirra gæðaviðmiða sem sett voru um menntun framhaldsskólakennara árið 2008. Forysta leik-, og grunnskólakennara hefur aftur á móti tekið jákvætt í slíkar hugmyndir. Það má vera að það sé raunhæft að gefa út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, og grunnskóla, það er annarra en mitt að svara því. En hvað framhaldsskólann varðar verður ekki séð með nokkrum hætti réttlætingu á því að hverfa frá útgáfu sérhæfðra leyfisbréfa og um leið draga úr kröfum um lágmarks fagmenntun í hverri kennslugrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það var ekkert út í loftið sem lögum nr. 87 frá 2008 var breytt á sínum tíma en þau fjalla um menntun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Með lögunum voru sett skýr gæðaviðmið um menntun kennara á öllum skólastigum, námið lengt í fimm ár og inntak námsins skilgreint sérstaklega. Hvað framhaldsskólann varðar þá hefur útgáfa leyfisbréfa verið bundin við tiltekna faggrein frá árinu 1998 og leyfi til kennslu í framhaldsskóla því bundið við tilteknar kennslugreinar. Lögin voru mikið framfaraskref frá eldra kerfi sem skilgreindi ekki þá nauðsynlegu sérhæfingu sem framhaldsskólakennarar þurfa að hafa. Innan framhaldsskólans eru kenndar á annað hundrað mismunandi greina. Bóklegar greinar í hug- og raunvísindum sem og iðn-, list- og verkgreinar. Það segir sig sjálft að í framhaldsskólanum er sérhæfing námsins orðin það mikil að megin áhersla í námi framhaldsskólakennara er fagmenntunin. Lögunum frá 2008 var einmitt ætlað að ramma inn þá augljósu staðreynd. Hugmyndir um eitt leyfisbréf til kennslu á skólastigunum þremur ganga því gegn núverandi lögum um menntun og ráðningu kennara og yrðu þær hugmyndir að veruleika yrði stigið stórt skref aftur á bak í menntun kennara og langt aftur fyrir árið 2008. Félag framhaldsskólakennara hefur ályktað gegn útgáfu eins leyfisbréfs og telur það gríðarlega afturför til fortíðar m.a. í ljósi þeirra gæðaviðmiða sem sett voru um menntun framhaldsskólakennara árið 2008. Forysta leik-, og grunnskólakennara hefur aftur á móti tekið jákvætt í slíkar hugmyndir. Það má vera að það sé raunhæft að gefa út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, og grunnskóla, það er annarra en mitt að svara því. En hvað framhaldsskólann varðar verður ekki séð með nokkrum hætti réttlætingu á því að hverfa frá útgáfu sérhæfðra leyfisbréfa og um leið draga úr kröfum um lágmarks fagmenntun í hverri kennslugrein.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar