Niðurrif á áætlun eftir tafir vegna kæru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 13:15 Það sem eftir stendur af Kárnsesskóla. Vísir/Vilhelm Niðurrif á Kársnesskóla í Kópavogi mun klárast í janúar og er á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Í upphafi var áætlað að verklok yrðu 31. ágúst en kærumál tafði það að niðurrifið gæti hafist. Bæjarfulltrúinn fyrrverandi Ómar Stefánsson, vakti athygli á framgangi niðurrifsins í Facebook-hópnum Kársnesið okkar og fannst honum framkvæmdirnar ganga heldur hægt, miðað við í fyrstu var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið 31. ágúst samkvæmt útboði. Töluverðar umræður spunnust í kjölfarið í þræðinum um skólann og þótti mörgum sorglegt að sjá hinn 60 ár gamla skóla hverfa smátt og smátt þrátt fyrir að flestir þeirra sem lögðu orð í belg gerðu sér grein fyrir því að byggingin hafi verið orðin óheilsusamleg sökum raka og myglu.Stórvirkar vinnuvélar munu sjá um að rífa það sem eftir er.Vísir/VilhelmÁstæðan fyrir töfunum er sú að útboð Kópavogsbæjar vegna niðurrifs skólans var kært en fyrirtækið sem átti næstlægsta tilboðið í niðurrifið taldi tilboð fyrirtækisins sem átti lægsta tilboðið ógilt þar sem tiltekin gögn hafi ekki fylgt með tilboðinu.„Meðan það var að ganga í gegnum kerfið var ekkert hægt að gera þannig að niðurrifið hófst í haust þegar niðurstaða í kærumálinu lá fyrir,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar í samtali við Vísi.Hafist var handa í október við að rífa skólann. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í dag virðist töluverð vinna vera eftir en Sigríður Björg segir þó að tímafrekustu vinnunni sé lokið.„Skelin stendur en það sem er búið að gera og er langseinlegast er að taka allt innvolsið og flokka það. Svo verður skelin tekin með stórvirkum vinnuvélum,“ segir Sigríður Björg sem gerir ráð fyrir að verkið klárist í janúar.Hönnun á nýjum skóla og leikskóla á skólalóðinni stendur nú yfir og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið í sumar. Þegar hönnuninn liggur fyrir verða framkvæmdir á nýjum byggingum boðnar út. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Niðurrif á Kársnesskóla í Kópavogi mun klárast í janúar og er á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Í upphafi var áætlað að verklok yrðu 31. ágúst en kærumál tafði það að niðurrifið gæti hafist. Bæjarfulltrúinn fyrrverandi Ómar Stefánsson, vakti athygli á framgangi niðurrifsins í Facebook-hópnum Kársnesið okkar og fannst honum framkvæmdirnar ganga heldur hægt, miðað við í fyrstu var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið 31. ágúst samkvæmt útboði. Töluverðar umræður spunnust í kjölfarið í þræðinum um skólann og þótti mörgum sorglegt að sjá hinn 60 ár gamla skóla hverfa smátt og smátt þrátt fyrir að flestir þeirra sem lögðu orð í belg gerðu sér grein fyrir því að byggingin hafi verið orðin óheilsusamleg sökum raka og myglu.Stórvirkar vinnuvélar munu sjá um að rífa það sem eftir er.Vísir/VilhelmÁstæðan fyrir töfunum er sú að útboð Kópavogsbæjar vegna niðurrifs skólans var kært en fyrirtækið sem átti næstlægsta tilboðið í niðurrifið taldi tilboð fyrirtækisins sem átti lægsta tilboðið ógilt þar sem tiltekin gögn hafi ekki fylgt með tilboðinu.„Meðan það var að ganga í gegnum kerfið var ekkert hægt að gera þannig að niðurrifið hófst í haust þegar niðurstaða í kærumálinu lá fyrir,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar í samtali við Vísi.Hafist var handa í október við að rífa skólann. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í dag virðist töluverð vinna vera eftir en Sigríður Björg segir þó að tímafrekustu vinnunni sé lokið.„Skelin stendur en það sem er búið að gera og er langseinlegast er að taka allt innvolsið og flokka það. Svo verður skelin tekin með stórvirkum vinnuvélum,“ segir Sigríður Björg sem gerir ráð fyrir að verkið klárist í janúar.Hönnun á nýjum skóla og leikskóla á skólalóðinni stendur nú yfir og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið í sumar. Þegar hönnuninn liggur fyrir verða framkvæmdir á nýjum byggingum boðnar út.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42
Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28