Pírataruglið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. desember 2018 09:00 Alþingispíratinn um kostnað við akstur þingmanna: „Það verður að kalla til lögreglu til að rannsaka þetta mál, úr því að forsætisnefnd neitar að brenna þennan þingmann á báli. Við erum sko að ræða um meðferð opinbers fjár.“ Alvarlegt augnaráð og þungi fylgir. Borgarstjórnarpíratinn um Braggamálið: „Það er mikilvægt að við lærum af þessu og förum yfir alla verkferla, þetta eru nefnilega alveg gríðarlega flóknir ferlar, þú skilur.“ Flóttalegt augnaráð og vandræðalegt bros fylgir. Það er ótrúlegt að fylgjast með Pírataflokknum þessa dagana. Fyrst kemur í ljós að flokkurinn er gegnumsýktur af eineltismenningu og frásagnir fólks sem þar hefur starfað og orðið fyrir eineltinu eru mjög sorglegar. Allt verður það verra sökum þess að Píratar virðast líta á sig sem betri en annað fólk. Þeir sem hafa lesið Dýragarð Orwells vita hvernig fer fyrir slíku fólki. En það er ekki síður áhugavert að sjá hversu mjög miklu munar á Pírötum á Alþingi og Pírötum í borgarstjórn eins og sést að ofan. Þingpíratarnir sem eru í minnihluta á Alþingi hafa slegið Norðurlandamet í spurningum og jafnvel þegar spurningar þeirra og ásakanir um óeðlilega meðferð opinberra fjármuna hafa verið hraktar, þá halda þeir áfram rétt eins og svör skipti ekki máli, einungis spurningarnar. En borgarstjórnarpíratarnir eru í meirihluta í Reykjavíkurborg. Þeir lýstu því yfir á dögunum með opinberri samþykkt að friður þyrfti að fást „fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg“. Tær snilld! Mann hreinlega svimar af ruglinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skoðun Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Alþingispíratinn um kostnað við akstur þingmanna: „Það verður að kalla til lögreglu til að rannsaka þetta mál, úr því að forsætisnefnd neitar að brenna þennan þingmann á báli. Við erum sko að ræða um meðferð opinbers fjár.“ Alvarlegt augnaráð og þungi fylgir. Borgarstjórnarpíratinn um Braggamálið: „Það er mikilvægt að við lærum af þessu og förum yfir alla verkferla, þetta eru nefnilega alveg gríðarlega flóknir ferlar, þú skilur.“ Flóttalegt augnaráð og vandræðalegt bros fylgir. Það er ótrúlegt að fylgjast með Pírataflokknum þessa dagana. Fyrst kemur í ljós að flokkurinn er gegnumsýktur af eineltismenningu og frásagnir fólks sem þar hefur starfað og orðið fyrir eineltinu eru mjög sorglegar. Allt verður það verra sökum þess að Píratar virðast líta á sig sem betri en annað fólk. Þeir sem hafa lesið Dýragarð Orwells vita hvernig fer fyrir slíku fólki. En það er ekki síður áhugavert að sjá hversu mjög miklu munar á Pírötum á Alþingi og Pírötum í borgarstjórn eins og sést að ofan. Þingpíratarnir sem eru í minnihluta á Alþingi hafa slegið Norðurlandamet í spurningum og jafnvel þegar spurningar þeirra og ásakanir um óeðlilega meðferð opinberra fjármuna hafa verið hraktar, þá halda þeir áfram rétt eins og svör skipti ekki máli, einungis spurningarnar. En borgarstjórnarpíratarnir eru í meirihluta í Reykjavíkurborg. Þeir lýstu því yfir á dögunum með opinberri samþykkt að friður þyrfti að fást „fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg“. Tær snilld! Mann hreinlega svimar af ruglinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar