Frá Kaupmannahöfn til Katowice – Loftslagsmál og vinnumarkaðurinn Hópur forsvarsmanna aðildarfélaga Norræna verkalýðssambandsins skrifar 3. desember 2018 09:00 Frá Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Evrópu. Í dag er von á 1.200 manns frá öllum heimshornum á þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) í Kaupmannahöfn sem verður höfuðborg alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar í sex daga. Norræna verkalýðshreyfingin er hluti alþjóðlegrar hreyfingar stéttarfélaga sem telur samanlagt um 200 milljónir launafólks. Við bjóðum 167 þjóðir velkomnar til Kaupmannahafnar. Táknrænt gildi felst í því að þingið fer fram í sömu borg og norrænt samstarf hefur höfuðstöðvar sínar og hér fór loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fram fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og við komum saman á þinginu til að taka ákvarðanir um stefnuna á næsta starfstímabili, ræða um sjálfbæra þróun og leita lausna á viðfangsefnum sem snerta sameiginlega framtíð okkar hefst loftslagsráðstefna SÞ í Katowice í Póllandi. Það eru blikur á lofti í heiminum. Andlýðræðisleg öfl grafa undan friði og öryggi og lýðræðislegum stofnunum. Hætt er við að tækniframfarir auki ójöfnuð ef ávinningi þeirra er ekki skipt á sanngjarnan hátt. Þar við bætast loftslagsbreytingar með hækkandi yfirborði sjávar, veðurfarsbreytingum og skógareldum, ekki einungis á fjarlægum slóðum eins og Kaliforníu heldur einnig rétt handan við hornið.Sjálfbær þróun verði norrænt vörumerk Saman getum við tekist á við þessar áskoranir. Þess vegna hafa ríki heims með Norðurlönd í fararbroddi gert alþjóðlegar áætlanir um umskipti í átt að sjálfbæru samfélagi, eins og til að mynda Dagskrá 2030 sem inniheldur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þeirri þróun vinnum við að í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Löndin okkar hafa skuldbundið sig til að berjast gegn fátækt, loftslagsbreytingum og mengun umhverfisins, að beita sér fyrir jafnrétti og jöfnuði, að bjóða góða menntun fyrir alla, að auka sjálfbærni atvinnugreina og skapa friðsæl samfélög sem útiloka ekki fólk, svo eitthvað sé nefnt. Markmiðin um sjálfbæra þróun ber einnig að skoða í samhengi við aðra þætti. Þar má nefna jafnrétti og framlag kvenna til að takmarka skaðlegar afleiðingar loftslagsbreytinga, til að mynda strauma flóttafólks. Þess vegna fögnum við því að undir formennsku Íslands á næsta ári leggur Norræna ráðherranefndin skýra áherslu á heimsmarkmiðin í Dagskrá 2030. Sjálfbær þróun á að vera norrænt vörumerki. Í verkalýðshreyfingunni leggjum við sjálf lóð á vogarskálar sjálfbærrar þróunar þegar við í samningaviðræðum við atvinnurekendur leggjum áherslu á jöfnuð í samhengi við sjálfbæran vinnumarkaði í anda norrænnar vinnumarkaðsmenningar. Á alþjóðavettvangi er talað um samráð aðila vinnumarkaðarins og er í því sambandi átt við öll lönd og alla heimshluta, ekki einungis Norðurlönd. Því er áttunda heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu sérlega mikilvægt fyrir okkur.Mannsæmandi vinnuskilyrði forsendan Tökum okkar svæði í heiminum sem dæmi. Norræn vinnumarkaðsmenning og áttunda heimsmarkmiðið eiga stóran þátt í að auka jafnrétti og jöfnuð á Norðurlöndum og eru mikilvæg tæki til að draga úr ójöfnuði. Það samstarf verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda sem norræna líkanið hefur byggst á getur gert okkur kleift að tryggja öryggi á umbreytingatímum og stuðlað að þátttöku allra í umskiptum í átt að grænu hagkerfi sem tryggja mannsæmandi starfsskilyrði, slík umskipti eru kölluð Just Transition. Auk þess að ræða græn umskipti mun þingið veita öllum þingfulltrúunum 1.200 að tölu innsýn í hvernig við tökum á þessum málum á Norðurlöndum. Haldið verður yfir Eyrarsundið í kynnisferð til Malmö, þar sem krani Kockum skipasmíðastöðvarinnar var löngum stolt og miðpunktur borgarbúa en nú er borgin háskólabær í miklum blóma með sjálfbærni sem leiðarstef. Mannsæmandi vinnuskilyrði og samráð aðila vinnumarkaðarins eru forsendur þess að umskiptin takist vel. Flestum Norðurlandabúum kann að finnast þetta sjálfsagt mál en sú er ekki alltaf raunin. Við þurfum ekki að leita langt til að hitta félaga og vini í verkalýðshreyfingunni sem hafa aðra sögu að segja. Þess vegna verða stjórnvöld á Norðurlöndum, Norræna ráðherranefndin og við í verkalýðshreyfingunni að bregðast við brotum gegn vinnandi fólki með afgerandi hætti. Norðurlönd verða að leggja skýrari áherslu á að áttunda heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu er algjört grundvallaratriði. Ekki er hægt að leggja nægilega áherslu á réttindasjónarmiðin. Stéttarfélagsréttindi eru mannréttindi og þau ber að tryggja skilyrðislaust og alls staðar. Innleiða ber meginsamninga Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) að fullu um allan heim.Skýr skilaboð til Norrænu ráðherranefndarinnar Það er engin tilviljun að þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga er haldið á Norðurlöndum. Æ fleiri sækja sér hugmyndir og beina sjónum að löndunum nyrst á norðurhveli jarðar. Í raun kemur það ekki á óvart. Löndin okkar tróna ofarlega í alþjóðlegum samanburði á lífskjaravísitölu, jafnrétti, efnahagslegum jöfnuði, trausti, lítilli spillingu, bjartsýni og hamingju. Hjá OECD kveður við nýjan tón í nýrri atvinnustefnu en hún er leiðbeinandi og hefur mikil áhrif á alþjóðlega umræðu um stefnu í vinnumálum. Þar er bent á Norðurlöndin og undirstrikað að það sé ekki aðeins gerlegt að tengja saman hagvöxt og félagslega velmegun á árangursríkan hátt heldur sé það beinlínis æskilegt. Það kann að koma örlítið á óvart að World Economic Forum tekur einnig í svipaðan streng. Löndin okkar vekja athygli víða um heim þegar fjallað er um sjálfbæra þróun. Við erum einnig þekkt fyrir að láta að okkur kveða í alþjóðamálum. Við í verkalýðshreyfingunni trúum því, líkt og Ísland sem gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019, að Norðurlönd eigi sér öfluga rödd sem eigi að heyrast á allsherjarþingi SÞ, á loftslagsráðstefnum SÞ, í kvennanefnd SÞ og gagnvart G20-hópnum. Sú rödd getur orðið enn öflugri. Og það þarf að gerast strax nú á 24. loftslagsráðstefnunni í Katowice. Heimurinn og komandi kynslóðir vænta þess af okkur öllum að við hefjum umskipti í átt að sjálfbæru samfélagi. En jafnframt að umskiptin verði sanngjörn: Just Transition. Þetta eru skilaboðin til Norrænu ráðherranefndarinnar frá þingi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, Íslandi Sonja Ýr Þorbergsdóttir, varaforseti Norræna verkalýðssambandsins og formaður BSRB, Íslandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, Íslandi Hans-Christian Gabrielsen, forseti LO, Noregi Ragnhild Lied, formaður Unio, Noregi Erik Kollerud, formaður YS, Noregi Lizette Risgaard, forseti LO, Danmörku Bente Sorgenfrey, formaður FTF, Danmörku Lars Qvistgaard, formaður Akademikerne, Danmörku Jarkko Eloranta, forseti FFC/SAK, Finnlandi Antti Palola, formaður STTK, Finnlandi Karl-Petter Thorwaldsson, forseti Norræna verkalýðssambandsins (NFS), varaforseti Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) og forseti LO, Svíþjóð Eva Nordmark, formaður TCO, Svíþjóð Göran Arrius, formaður Saco, Svíþjóð Jess G. Berthelsen, formaður SIK, Grænlandi Jan Højgaard, formaður SAMTAK, Færeyjum Magnus Gissler, framkvæmdastjóri Norræna verkalýðssambandsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Kjaramál Sonja Ýr Þorbergsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Frá Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Evrópu. Í dag er von á 1.200 manns frá öllum heimshornum á þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) í Kaupmannahöfn sem verður höfuðborg alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar í sex daga. Norræna verkalýðshreyfingin er hluti alþjóðlegrar hreyfingar stéttarfélaga sem telur samanlagt um 200 milljónir launafólks. Við bjóðum 167 þjóðir velkomnar til Kaupmannahafnar. Táknrænt gildi felst í því að þingið fer fram í sömu borg og norrænt samstarf hefur höfuðstöðvar sínar og hér fór loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fram fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og við komum saman á þinginu til að taka ákvarðanir um stefnuna á næsta starfstímabili, ræða um sjálfbæra þróun og leita lausna á viðfangsefnum sem snerta sameiginlega framtíð okkar hefst loftslagsráðstefna SÞ í Katowice í Póllandi. Það eru blikur á lofti í heiminum. Andlýðræðisleg öfl grafa undan friði og öryggi og lýðræðislegum stofnunum. Hætt er við að tækniframfarir auki ójöfnuð ef ávinningi þeirra er ekki skipt á sanngjarnan hátt. Þar við bætast loftslagsbreytingar með hækkandi yfirborði sjávar, veðurfarsbreytingum og skógareldum, ekki einungis á fjarlægum slóðum eins og Kaliforníu heldur einnig rétt handan við hornið.Sjálfbær þróun verði norrænt vörumerk Saman getum við tekist á við þessar áskoranir. Þess vegna hafa ríki heims með Norðurlönd í fararbroddi gert alþjóðlegar áætlanir um umskipti í átt að sjálfbæru samfélagi, eins og til að mynda Dagskrá 2030 sem inniheldur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þeirri þróun vinnum við að í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Löndin okkar hafa skuldbundið sig til að berjast gegn fátækt, loftslagsbreytingum og mengun umhverfisins, að beita sér fyrir jafnrétti og jöfnuði, að bjóða góða menntun fyrir alla, að auka sjálfbærni atvinnugreina og skapa friðsæl samfélög sem útiloka ekki fólk, svo eitthvað sé nefnt. Markmiðin um sjálfbæra þróun ber einnig að skoða í samhengi við aðra þætti. Þar má nefna jafnrétti og framlag kvenna til að takmarka skaðlegar afleiðingar loftslagsbreytinga, til að mynda strauma flóttafólks. Þess vegna fögnum við því að undir formennsku Íslands á næsta ári leggur Norræna ráðherranefndin skýra áherslu á heimsmarkmiðin í Dagskrá 2030. Sjálfbær þróun á að vera norrænt vörumerki. Í verkalýðshreyfingunni leggjum við sjálf lóð á vogarskálar sjálfbærrar þróunar þegar við í samningaviðræðum við atvinnurekendur leggjum áherslu á jöfnuð í samhengi við sjálfbæran vinnumarkaði í anda norrænnar vinnumarkaðsmenningar. Á alþjóðavettvangi er talað um samráð aðila vinnumarkaðarins og er í því sambandi átt við öll lönd og alla heimshluta, ekki einungis Norðurlönd. Því er áttunda heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu sérlega mikilvægt fyrir okkur.Mannsæmandi vinnuskilyrði forsendan Tökum okkar svæði í heiminum sem dæmi. Norræn vinnumarkaðsmenning og áttunda heimsmarkmiðið eiga stóran þátt í að auka jafnrétti og jöfnuð á Norðurlöndum og eru mikilvæg tæki til að draga úr ójöfnuði. Það samstarf verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda sem norræna líkanið hefur byggst á getur gert okkur kleift að tryggja öryggi á umbreytingatímum og stuðlað að þátttöku allra í umskiptum í átt að grænu hagkerfi sem tryggja mannsæmandi starfsskilyrði, slík umskipti eru kölluð Just Transition. Auk þess að ræða græn umskipti mun þingið veita öllum þingfulltrúunum 1.200 að tölu innsýn í hvernig við tökum á þessum málum á Norðurlöndum. Haldið verður yfir Eyrarsundið í kynnisferð til Malmö, þar sem krani Kockum skipasmíðastöðvarinnar var löngum stolt og miðpunktur borgarbúa en nú er borgin háskólabær í miklum blóma með sjálfbærni sem leiðarstef. Mannsæmandi vinnuskilyrði og samráð aðila vinnumarkaðarins eru forsendur þess að umskiptin takist vel. Flestum Norðurlandabúum kann að finnast þetta sjálfsagt mál en sú er ekki alltaf raunin. Við þurfum ekki að leita langt til að hitta félaga og vini í verkalýðshreyfingunni sem hafa aðra sögu að segja. Þess vegna verða stjórnvöld á Norðurlöndum, Norræna ráðherranefndin og við í verkalýðshreyfingunni að bregðast við brotum gegn vinnandi fólki með afgerandi hætti. Norðurlönd verða að leggja skýrari áherslu á að áttunda heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu er algjört grundvallaratriði. Ekki er hægt að leggja nægilega áherslu á réttindasjónarmiðin. Stéttarfélagsréttindi eru mannréttindi og þau ber að tryggja skilyrðislaust og alls staðar. Innleiða ber meginsamninga Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) að fullu um allan heim.Skýr skilaboð til Norrænu ráðherranefndarinnar Það er engin tilviljun að þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga er haldið á Norðurlöndum. Æ fleiri sækja sér hugmyndir og beina sjónum að löndunum nyrst á norðurhveli jarðar. Í raun kemur það ekki á óvart. Löndin okkar tróna ofarlega í alþjóðlegum samanburði á lífskjaravísitölu, jafnrétti, efnahagslegum jöfnuði, trausti, lítilli spillingu, bjartsýni og hamingju. Hjá OECD kveður við nýjan tón í nýrri atvinnustefnu en hún er leiðbeinandi og hefur mikil áhrif á alþjóðlega umræðu um stefnu í vinnumálum. Þar er bent á Norðurlöndin og undirstrikað að það sé ekki aðeins gerlegt að tengja saman hagvöxt og félagslega velmegun á árangursríkan hátt heldur sé það beinlínis æskilegt. Það kann að koma örlítið á óvart að World Economic Forum tekur einnig í svipaðan streng. Löndin okkar vekja athygli víða um heim þegar fjallað er um sjálfbæra þróun. Við erum einnig þekkt fyrir að láta að okkur kveða í alþjóðamálum. Við í verkalýðshreyfingunni trúum því, líkt og Ísland sem gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019, að Norðurlönd eigi sér öfluga rödd sem eigi að heyrast á allsherjarþingi SÞ, á loftslagsráðstefnum SÞ, í kvennanefnd SÞ og gagnvart G20-hópnum. Sú rödd getur orðið enn öflugri. Og það þarf að gerast strax nú á 24. loftslagsráðstefnunni í Katowice. Heimurinn og komandi kynslóðir vænta þess af okkur öllum að við hefjum umskipti í átt að sjálfbæru samfélagi. En jafnframt að umskiptin verði sanngjörn: Just Transition. Þetta eru skilaboðin til Norrænu ráðherranefndarinnar frá þingi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, Íslandi Sonja Ýr Þorbergsdóttir, varaforseti Norræna verkalýðssambandsins og formaður BSRB, Íslandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, Íslandi Hans-Christian Gabrielsen, forseti LO, Noregi Ragnhild Lied, formaður Unio, Noregi Erik Kollerud, formaður YS, Noregi Lizette Risgaard, forseti LO, Danmörku Bente Sorgenfrey, formaður FTF, Danmörku Lars Qvistgaard, formaður Akademikerne, Danmörku Jarkko Eloranta, forseti FFC/SAK, Finnlandi Antti Palola, formaður STTK, Finnlandi Karl-Petter Thorwaldsson, forseti Norræna verkalýðssambandsins (NFS), varaforseti Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) og forseti LO, Svíþjóð Eva Nordmark, formaður TCO, Svíþjóð Göran Arrius, formaður Saco, Svíþjóð Jess G. Berthelsen, formaður SIK, Grænlandi Jan Højgaard, formaður SAMTAK, Færeyjum Magnus Gissler, framkvæmdastjóri Norræna verkalýðssambandsins
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun