Segja „undir engum kringumstæðum“ hægt að réttlæta notkun á starfsheiti í óleyfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 23:52 Ætla má að tilefni tilkynningarinnar sé æviágripsskráning Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins á vef Alþingis. Vísir/vilhelm Bandalag háskólamanna, BHM, segir að bera líti það alvarlegum augum þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar í óleyfi. Undir engum kringumstæðum sé hægt að réttlæta slíkt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem send var út í dag. Ætla má að tilefnið sé æviágripsskráning Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins á vef Alþingis en hún var um tíma skráð sem þroskaþjálfi á vefnum. Skráningunni var breytt eftir að Þroskaþjálfafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu þess efnis að Anna Kolbrún hefði aldrei hlotið starfsleyfi sem þroskaþjálfi.Sjá einnig: Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Í tilkynningu BHM er áréttað að löggildar heilbrigðisstéttir séu 33 talsins. „Rétt til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar hefur eingöngu sá eða sú sem til þess hefur hlotið nauðsynlega menntun og þjálfun auk starfsleyfis frá Embætti landlæknis. Einstaklingur sem ekki hefur slíkt starfsleyfi má ekki veita sjúklingi meðferð sem fellur undir starfssvið löggiltrar heilbrigðisstéttar né veita faglega ráðgjöf,“ segir í tilkynningunni. Þá geti öryggi og velferð skjólstæðinga verið í húfi þegar starfsheitin eru annars vegar. „Þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar án þess að hafa tilskilda menntun og starfsleyfi, þá ber að líta það alvarlegum augum. Undir engum kringumstæðum er hægt að réttlæta slíkt enda geta öryggi og velferð sjúklinga eða skjólstæðinga verið í húfi. Það er skylda hagsmunaaðila og annarra að tilkynna slík brot á lögum um heilbrigðisstarfsmenn til Embættis landlæknis.“ Þá kemur Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis eftirfarandi á framfæri við Þroskaþjálfafélag Íslands í dag eftir að hann tjáði sig um skráningu Önnu Kolbrúnar á Alþingi í gær. Hann áréttar að í orðum sínum á Alþingi hafi ekki falist nein viðurkenning á notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu.Þau ummæli sneru eingöngu að því sem skráningu á vef Alþingis viðkemur. Ástæða þótti til að leiðrétta að Anna Kolbrún hefði það best verður séð réttilega tilgreint menntun sína og er þar hvergi talað um nám í þroskaþjálfafræðum. Einnig að AKÁ er ekki ábyrg fyrir misskilningi um að hún hafi ritstýrt fagtímariti í stað hins sem rétt er að hún sat í ritstjórn slíks. Hins vegar tilgreindi þingmaðurinn að hún hefði starfað sem þroskaþjálfi, eins og ég tók fram í gær og fyrir liggur að það starfsheiti hefur hún áður notað opinberlega og fyrir löngu síðan. Það var því fært inn á vefinn í góðri túr. Í mínum orðum fólst engin viðurkennig á því, að afstaða til þess hvort, sú notkun starfsheitisins væri réttmæt enda annarra að kveða upp úr um slíkt. Þaðan af síður vil ég á nokkurn hátt gera lítið úr mikilvægi menntunar þroskaþjálfa og lögverndun starfsheitis þeirra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, segir að bera líti það alvarlegum augum þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar í óleyfi. Undir engum kringumstæðum sé hægt að réttlæta slíkt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem send var út í dag. Ætla má að tilefnið sé æviágripsskráning Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins á vef Alþingis en hún var um tíma skráð sem þroskaþjálfi á vefnum. Skráningunni var breytt eftir að Þroskaþjálfafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu þess efnis að Anna Kolbrún hefði aldrei hlotið starfsleyfi sem þroskaþjálfi.Sjá einnig: Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Í tilkynningu BHM er áréttað að löggildar heilbrigðisstéttir séu 33 talsins. „Rétt til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar hefur eingöngu sá eða sú sem til þess hefur hlotið nauðsynlega menntun og þjálfun auk starfsleyfis frá Embætti landlæknis. Einstaklingur sem ekki hefur slíkt starfsleyfi má ekki veita sjúklingi meðferð sem fellur undir starfssvið löggiltrar heilbrigðisstéttar né veita faglega ráðgjöf,“ segir í tilkynningunni. Þá geti öryggi og velferð skjólstæðinga verið í húfi þegar starfsheitin eru annars vegar. „Þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar án þess að hafa tilskilda menntun og starfsleyfi, þá ber að líta það alvarlegum augum. Undir engum kringumstæðum er hægt að réttlæta slíkt enda geta öryggi og velferð sjúklinga eða skjólstæðinga verið í húfi. Það er skylda hagsmunaaðila og annarra að tilkynna slík brot á lögum um heilbrigðisstarfsmenn til Embættis landlæknis.“ Þá kemur Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis eftirfarandi á framfæri við Þroskaþjálfafélag Íslands í dag eftir að hann tjáði sig um skráningu Önnu Kolbrúnar á Alþingi í gær. Hann áréttar að í orðum sínum á Alþingi hafi ekki falist nein viðurkenning á notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu.Þau ummæli sneru eingöngu að því sem skráningu á vef Alþingis viðkemur. Ástæða þótti til að leiðrétta að Anna Kolbrún hefði það best verður séð réttilega tilgreint menntun sína og er þar hvergi talað um nám í þroskaþjálfafræðum. Einnig að AKÁ er ekki ábyrg fyrir misskilningi um að hún hafi ritstýrt fagtímariti í stað hins sem rétt er að hún sat í ritstjórn slíks. Hins vegar tilgreindi þingmaðurinn að hún hefði starfað sem þroskaþjálfi, eins og ég tók fram í gær og fyrir liggur að það starfsheiti hefur hún áður notað opinberlega og fyrir löngu síðan. Það var því fært inn á vefinn í góðri túr. Í mínum orðum fólst engin viðurkennig á því, að afstaða til þess hvort, sú notkun starfsheitisins væri réttmæt enda annarra að kveða upp úr um slíkt. Þaðan af síður vil ég á nokkurn hátt gera lítið úr mikilvægi menntunar þroskaþjálfa og lögverndun starfsheitis þeirra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44
Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent