Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 12:26 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er ekki ritstjóri Glæða. Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. Fyrst var greint frá málinu á Stundinni. Í tilkynningu Félags sérkennara segir að þetta sé ekki rétt. Hið rétta sé að á árunum 2011 og 2012 átti Anna Kolbrún sæti í ritstjórn blaðsins ásamt fjórum öðrum, en ritstjóri þau ár var Hermína Gunnþórsdóttir. Skorar félagið á Önnu Kolbrúnu að leiðrétta ferilskrá sína í takt við það sem rétt er.Skjáskot af hluta af æviágripi Önnu Kolbrúnar af vef Alþingis.Er þetta önnur rangfærslan sem kemur í ljós varðandi starfsferil Önnu Kolbrúnar og æviágrip hennar á þingi en í gær var greint var frá því að hún hefði ranglega titlað sig sem þroskaþjálfa í æviágripinu. Því var breytt í gær en Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu á starfsheitinu til landlæknis en starfsheitið er lögverndað og hefur Anna hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Anna Kolbrún er ein þeirra sex þingmanna sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn og ræddu á óviðeigandi hátt um ýmsa samþingmenn sína og aðra sem komið hafa nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Anna Kolbrún situr enn á þingi og er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins en hún hefur sagt að hún sé að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins.Hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Tveir þingmenn Miðflokksins sem einnig voru á barnum umrætt kvöld, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Auk þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, einnig á Klaustur sem og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann ætli ekki að segja af sér vegna málsins en þeir Ólafur og Karl Gauti hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Þeir ætla að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Vísir hefur ekki náð tali af Önnu Kolbrúnu í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Uppfært klukkan 13:34Anna Kolbrún hefur uppfært æviágrip sitt aftur á vef Alþingis. Þar segir nú að hún hafi setið í ritstjórn Glæða, fagtímarits sérkennara. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. Fyrst var greint frá málinu á Stundinni. Í tilkynningu Félags sérkennara segir að þetta sé ekki rétt. Hið rétta sé að á árunum 2011 og 2012 átti Anna Kolbrún sæti í ritstjórn blaðsins ásamt fjórum öðrum, en ritstjóri þau ár var Hermína Gunnþórsdóttir. Skorar félagið á Önnu Kolbrúnu að leiðrétta ferilskrá sína í takt við það sem rétt er.Skjáskot af hluta af æviágripi Önnu Kolbrúnar af vef Alþingis.Er þetta önnur rangfærslan sem kemur í ljós varðandi starfsferil Önnu Kolbrúnar og æviágrip hennar á þingi en í gær var greint var frá því að hún hefði ranglega titlað sig sem þroskaþjálfa í æviágripinu. Því var breytt í gær en Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu á starfsheitinu til landlæknis en starfsheitið er lögverndað og hefur Anna hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Anna Kolbrún er ein þeirra sex þingmanna sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn og ræddu á óviðeigandi hátt um ýmsa samþingmenn sína og aðra sem komið hafa nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Anna Kolbrún situr enn á þingi og er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins en hún hefur sagt að hún sé að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins.Hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Tveir þingmenn Miðflokksins sem einnig voru á barnum umrætt kvöld, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Auk þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, einnig á Klaustur sem og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann ætli ekki að segja af sér vegna málsins en þeir Ólafur og Karl Gauti hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Þeir ætla að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Vísir hefur ekki náð tali af Önnu Kolbrúnu í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Uppfært klukkan 13:34Anna Kolbrún hefur uppfært æviágrip sitt aftur á vef Alþingis. Þar segir nú að hún hafi setið í ritstjórn Glæða, fagtímarits sérkennara.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent