Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 20:07 Skútan Inook við höfn á Rifi, þar sem maðurinn var handtekinn þann 14. október. Vísir Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá gaf hann fyrst upp nafn annars manns við áhöfn Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í frétt RÚV um aðalmeðferð í málinu sem fór fram í Héraðsdómi Ísafjarðar í dag. Maðurinn er á fimmtugsaldri og þá greinir RÚV jafnframt frá því að hann sé þýskur. Hann er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni. Þá er honum gefið að sök að hafa í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni úr Ísafjarðarhöfn og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Skútan er metin á 750 þúsund evrur eða um hundrað milljónir króna. Samkvæmt frétt RÚV fór verjandi mannsins fram á sýknun fyrir þjófnað en hæfilega refsingu fyrir nytjastuld. Þá sé ekki hægt að sanna að maðurinn hafi ætlað að taka skútuna í hagnaðarskyni.Inook eina skútan sem kom til greina Framburður mannsins er jafnframt rekinn í frétt RÚV en maðurinn játaði að hafa stolið skútunni í skjóli nætur. Hann sagðist þó ekki hafa ætlað að sigla henni til annarra landa eða auðgast á henni. Maðurinn bar því jafnframt fyrir sig að hugmyndin að því að taka skútuna Inook og sigla henni til Reykjavíkur hafi kviknað á nokkrum sekúndum. Þar hafi hann ætlað að stoppa í nokkra daga. Honum hugnaðist hins vegar ekki að taka sína eigin skútu, sem einnig lá við Ísafjarðarhöfn og hann býr í, heldur hafi Inook verið eina skútan sem honum fannst koma til greina að taka. Hann sagðist jafnframt ekki tengjast frönskum eiganda skútunnar. Svaraði ekki og gaf svo upp nafn annars manns Þá er greint frá frásögn stýrimanns Landhelgisgæslunnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að áhöfn þyrlu Gæslunnar, sem sótti skútuna umrætt kvöld í október, hafa reynt í nokkrar mínútur að kalla í ákærða á skútunni þangað til hann svaraði. Þá hafi maðurinn gefið upp rangt nafn, sem var á persónuskilríkjum annars erlends manns sem ákærði hafði undir höndum. Kvaðst ákærði vera að flytja skútuna, kannski til Reykjavíkur. Kærastan með asperger og þurfti að vita af honum Einnig var maðurinn spurður út í skilaboð sem hann sendi kærustu sinni að morgni sunnudagsins 14. október. Maðurinn segir í skilaboðunum að hann sé á leið til Færeyja eða Skotlands með skútu í flutningi ásamt öðrum manni. Maðurinn sagði skilaboðin hvíta lygi og þau hafi verið ætluð til þess að halda kærustunni í rónni, þar sem hún sé með asperger-einhverfu og hann þurfi sífellt að láta vita af sér. Ákærði var úrskurðaður í farbann til 10. desember næstkomandi. Þá hefur dómari fjórar vikur til að kveða upp dóm.Frétt RÚV. Dómsmál Ísafjarðarbær Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá gaf hann fyrst upp nafn annars manns við áhöfn Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í frétt RÚV um aðalmeðferð í málinu sem fór fram í Héraðsdómi Ísafjarðar í dag. Maðurinn er á fimmtugsaldri og þá greinir RÚV jafnframt frá því að hann sé þýskur. Hann er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni. Þá er honum gefið að sök að hafa í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni úr Ísafjarðarhöfn og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Skútan er metin á 750 þúsund evrur eða um hundrað milljónir króna. Samkvæmt frétt RÚV fór verjandi mannsins fram á sýknun fyrir þjófnað en hæfilega refsingu fyrir nytjastuld. Þá sé ekki hægt að sanna að maðurinn hafi ætlað að taka skútuna í hagnaðarskyni.Inook eina skútan sem kom til greina Framburður mannsins er jafnframt rekinn í frétt RÚV en maðurinn játaði að hafa stolið skútunni í skjóli nætur. Hann sagðist þó ekki hafa ætlað að sigla henni til annarra landa eða auðgast á henni. Maðurinn bar því jafnframt fyrir sig að hugmyndin að því að taka skútuna Inook og sigla henni til Reykjavíkur hafi kviknað á nokkrum sekúndum. Þar hafi hann ætlað að stoppa í nokkra daga. Honum hugnaðist hins vegar ekki að taka sína eigin skútu, sem einnig lá við Ísafjarðarhöfn og hann býr í, heldur hafi Inook verið eina skútan sem honum fannst koma til greina að taka. Hann sagðist jafnframt ekki tengjast frönskum eiganda skútunnar. Svaraði ekki og gaf svo upp nafn annars manns Þá er greint frá frásögn stýrimanns Landhelgisgæslunnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að áhöfn þyrlu Gæslunnar, sem sótti skútuna umrætt kvöld í október, hafa reynt í nokkrar mínútur að kalla í ákærða á skútunni þangað til hann svaraði. Þá hafi maðurinn gefið upp rangt nafn, sem var á persónuskilríkjum annars erlends manns sem ákærði hafði undir höndum. Kvaðst ákærði vera að flytja skútuna, kannski til Reykjavíkur. Kærastan með asperger og þurfti að vita af honum Einnig var maðurinn spurður út í skilaboð sem hann sendi kærustu sinni að morgni sunnudagsins 14. október. Maðurinn segir í skilaboðunum að hann sé á leið til Færeyja eða Skotlands með skútu í flutningi ásamt öðrum manni. Maðurinn sagði skilaboðin hvíta lygi og þau hafi verið ætluð til þess að halda kærustunni í rónni, þar sem hún sé með asperger-einhverfu og hann þurfi sífellt að láta vita af sér. Ákærði var úrskurðaður í farbann til 10. desember næstkomandi. Þá hefur dómari fjórar vikur til að kveða upp dóm.Frétt RÚV.
Dómsmál Ísafjarðarbær Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28
Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24