Tæplega hundrað prósent verðmunur á leikföngum milli verslana Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2018 20:00 Allt að 100 prósent verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana samkvæmt verðkönnun ASÍ. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verð breytast hratt og að neytendur þurfi að fylgjast vel með, sérstaklega í jólaösinni. Í könnunni kemur fram að 95 prósenta verðmun má til dæmis finna á Lego lögreglustöð en hæsta verðið er í Hagkaup á 19.499 krónur, Heimkaup fylgir þar rétt á eftir með verð upp á 18.490 krónur en lægsta verðið er í Toys´r Us á 9.999. Dæmið snýst síðan við ef við skoðum lítinn Póný hest. Þá kostar hann 1.799 krónur í Toys´r Us en 999 krónur í Hagkaup. Verðlagið er því afskaplega mismunandi á milli verslana. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að vera meðvitaður neytandi og kanna verðin vel. Þannig sé hægt að spara sér margan þúsundkallinn. „Fólk er ekkert oft að kaupa leikföng og spil. Verðtilfinning fyrir þessum vörum er því kannski ekki eins góð og kannski á öðrum vörum. Mögulega eru fyrirtækin að nýta sér þetta. Okkur fannst áhugavert að skoða verð á þessum vörum núna, af því að þetta er örugglega stór hluti af innkaupum hjá fólki,“ bendir hún á. Í könnunni kemur fram að Heimkaup er oftast með hæsta verðið, bæði á spilum og leikföngum. Þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, er spurðu hvort könnunin hafi komið á óvart svarar hann játandi. „Þetta kom aðeins illa við okkur og sýndi okkur að við getum gert betur og þurfum að gera betur. En þetta er samkeppnin, oft er kostnaðarverð ekki heilög stærð, stundum er farið undir kostnaðarverð og allavega. Lagt áherslur á ákveðnar vörur og auglýsa þær og þá eru verðin keyrð niður. Það er mikið gert til að ná heillin neytenda, sérstaklega núna,“ segir hann. Neytendur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira
Allt að 100 prósent verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana samkvæmt verðkönnun ASÍ. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verð breytast hratt og að neytendur þurfi að fylgjast vel með, sérstaklega í jólaösinni. Í könnunni kemur fram að 95 prósenta verðmun má til dæmis finna á Lego lögreglustöð en hæsta verðið er í Hagkaup á 19.499 krónur, Heimkaup fylgir þar rétt á eftir með verð upp á 18.490 krónur en lægsta verðið er í Toys´r Us á 9.999. Dæmið snýst síðan við ef við skoðum lítinn Póný hest. Þá kostar hann 1.799 krónur í Toys´r Us en 999 krónur í Hagkaup. Verðlagið er því afskaplega mismunandi á milli verslana. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að vera meðvitaður neytandi og kanna verðin vel. Þannig sé hægt að spara sér margan þúsundkallinn. „Fólk er ekkert oft að kaupa leikföng og spil. Verðtilfinning fyrir þessum vörum er því kannski ekki eins góð og kannski á öðrum vörum. Mögulega eru fyrirtækin að nýta sér þetta. Okkur fannst áhugavert að skoða verð á þessum vörum núna, af því að þetta er örugglega stór hluti af innkaupum hjá fólki,“ bendir hún á. Í könnunni kemur fram að Heimkaup er oftast með hæsta verðið, bæði á spilum og leikföngum. Þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, er spurðu hvort könnunin hafi komið á óvart svarar hann játandi. „Þetta kom aðeins illa við okkur og sýndi okkur að við getum gert betur og þurfum að gera betur. En þetta er samkeppnin, oft er kostnaðarverð ekki heilög stærð, stundum er farið undir kostnaðarverð og allavega. Lagt áherslur á ákveðnar vörur og auglýsa þær og þá eru verðin keyrð niður. Það er mikið gert til að ná heillin neytenda, sérstaklega núna,“ segir hann.
Neytendur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira