Stefnir í lokun stofnana vegna veggsins Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2018 08:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, fái hann ekki fimm milljarða til að byggja vegg. AP/Evan Vucci Þingmenn Demókrataflokksins segjast ætla að hafna tillögu Repúblikanaflokksins varðandi fjármögnun veggjarsmíði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landamærunum við Mexíkó. Því er útlit fyrir að lokun ríkisstofnanna í næstu viku, leysist deilan ekki. Tillaga Repúblikana fól í sér að fimm milljörðum dala yrði veitt til veggjarins á næstu tveimur árum. Trump hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, án þess að fá fé til að byggja vegg sinn. Þingið hefur þó þegar tryggt um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Verði ný fjárlög ekki sett í næstu viku yrði því einungis um lokun hluta ríkisstofnanna að ræða. Meðal þeirra stofnanna sem þyrfti að loka yrði þó heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Demókratar vilja þó alls ekki fjármagna smíði veggjarins og vísa til orða forsetans um að Mexíkó hefði átt að borga reikninginn. Þá segja þeir það ekki gera fjármögnunina auðveldari að dreifa henni yfir tvö ár. „Þó við séum tilbúin til viðræðna um hvernig við eigum að tryggja landamæri okkar, munum við aldrei styðja það að sólunda skattpeningum í vegg sem ætlað er að æsa upp grasrót Repúblikanaflokksins,“ hefur Washington Post eftir þingkonunni Nita M. Lowey.Einn af hæst settu þingmönnum Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Patrick J. Leahy, segir Trump vera að biðja skattgreiðendur Bandaríkjanna um að gefa honum peninga vegna verkefnis sem hann lofaði að myndi ekki kosta þá neitt. Slíkt héldi ekki vatni. Fyrr á árinu sömdu þingmenn um að veita 1,6 milljörðum dala í að bæta öryggi á landamærunum á næsta ári. Demókratar vilja ekki gefa frekar eftir. Sérstaklega með tilliti til þess að þeir tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í byrjun mánaðarins. Samkvæmt Washington Post hafði Trump, að áeggjan þingmanna Repúblikanaflokksins, samþykkt að krefjast ekki milljarðanna fimm fyrr en eftir kosningarnar. Nú er hann hins vegar harður á því að fá sitt, áður en Repúblikanar missa tökin á báðum deildum þingsins. Báðar fylkingar kenna hinni um ef til lokunar stofnanna kemur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins segjast ætla að hafna tillögu Repúblikanaflokksins varðandi fjármögnun veggjarsmíði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landamærunum við Mexíkó. Því er útlit fyrir að lokun ríkisstofnanna í næstu viku, leysist deilan ekki. Tillaga Repúblikana fól í sér að fimm milljörðum dala yrði veitt til veggjarins á næstu tveimur árum. Trump hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, án þess að fá fé til að byggja vegg sinn. Þingið hefur þó þegar tryggt um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Verði ný fjárlög ekki sett í næstu viku yrði því einungis um lokun hluta ríkisstofnanna að ræða. Meðal þeirra stofnanna sem þyrfti að loka yrði þó heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Demókratar vilja þó alls ekki fjármagna smíði veggjarins og vísa til orða forsetans um að Mexíkó hefði átt að borga reikninginn. Þá segja þeir það ekki gera fjármögnunina auðveldari að dreifa henni yfir tvö ár. „Þó við séum tilbúin til viðræðna um hvernig við eigum að tryggja landamæri okkar, munum við aldrei styðja það að sólunda skattpeningum í vegg sem ætlað er að æsa upp grasrót Repúblikanaflokksins,“ hefur Washington Post eftir þingkonunni Nita M. Lowey.Einn af hæst settu þingmönnum Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Patrick J. Leahy, segir Trump vera að biðja skattgreiðendur Bandaríkjanna um að gefa honum peninga vegna verkefnis sem hann lofaði að myndi ekki kosta þá neitt. Slíkt héldi ekki vatni. Fyrr á árinu sömdu þingmenn um að veita 1,6 milljörðum dala í að bæta öryggi á landamærunum á næsta ári. Demókratar vilja ekki gefa frekar eftir. Sérstaklega með tilliti til þess að þeir tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í byrjun mánaðarins. Samkvæmt Washington Post hafði Trump, að áeggjan þingmanna Repúblikanaflokksins, samþykkt að krefjast ekki milljarðanna fimm fyrr en eftir kosningarnar. Nú er hann hins vegar harður á því að fá sitt, áður en Repúblikanar missa tökin á báðum deildum þingsins. Báðar fylkingar kenna hinni um ef til lokunar stofnanna kemur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira