Sýknuð í hundruð milljóna króna fjársvikamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 08:41 Einn af höfuðpaurunum í málinu starfaði hjá Ríkisskattstjóra. Vísir/ Karl og kona voru fyrir helgi sýknuð í Landsrétti í umfangsmesta fjársvikamáli íslenskrar réttarsögu. Fólkið, var ásamt öðrum sakborningum í málinu, sakfellt í héraðsdómi fyrir hátt í 300 milljóna fjársvik og peningaþvætti, sem átti sér stað árin 2009-2010.Þyngd refsinga í málinu var á bilinu þriggja mánaða til fjögurra ára fangelsi en allar refsingarnar voru bundnar skilorði vegna lengd þess tíma sem málið var til meðferðar hjá lögreglu og ákæruvaldi.Fimm af þeim sem máttu þola dóm í málinu áfrýjuðu til Landsréttar og kröfðust þau öllsýknu á þeim grundvelli að brotin væru fyrnd. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þeirra háu fjárhæða sem voru í spilinu, en einnig vegna þess aðhið stolna fé hefur aldrei fundist.Þau sem voru sýknuð af Landsrétti vorusakfelld í héraðsdómi fyrir peningaþvætti af gáleysi.Var þeim gefið að sök að hafa tekið við háum fjárhæðum og haldið í þeim í eigin vörslu þrátt fyrir að ljóst væri að peningarnir væru illa fengnir.Í dómi Landsréttar segir að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að þau hafi vitað að peningarnir hafi ýmist verið illa fengnir eða afrakstur brotastarfsemi. Þar segir einnig að fyrningarfrestur þeirra brota sem þau voru sakfelld fyrir í héraðsdómi hafi verið fimm ár.Hins vegar liðu rúmlega sex ár frá síðustu brotum þangað til ákæra í málinu var gefin út og því var það mat Landsréttar að brotin þeirra tveggja væru fyrnd. Voru þau því sýknuð.Dómar hinna fimm í málinu sem áfrýjuðu voru hins vegar staðfestir. Dómsmál Tengdar fréttir Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15 Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Telja meint brot í hundraða milljóna fjársvikamáli fyrnd Dómþolar í umfangsmesta fjársvikamáli sögunnar telja að rannsókn á brotum þeirra hafi stöðvast um ótilgreindan tíma og því hafi rannsóknin ekki rofið fyrningu. Höfuðpaurar málsins áfrýja ekki. Ríflega 200 milljóna ávinningur brot 15. október 2018 08:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Karl og kona voru fyrir helgi sýknuð í Landsrétti í umfangsmesta fjársvikamáli íslenskrar réttarsögu. Fólkið, var ásamt öðrum sakborningum í málinu, sakfellt í héraðsdómi fyrir hátt í 300 milljóna fjársvik og peningaþvætti, sem átti sér stað árin 2009-2010.Þyngd refsinga í málinu var á bilinu þriggja mánaða til fjögurra ára fangelsi en allar refsingarnar voru bundnar skilorði vegna lengd þess tíma sem málið var til meðferðar hjá lögreglu og ákæruvaldi.Fimm af þeim sem máttu þola dóm í málinu áfrýjuðu til Landsréttar og kröfðust þau öllsýknu á þeim grundvelli að brotin væru fyrnd. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þeirra háu fjárhæða sem voru í spilinu, en einnig vegna þess aðhið stolna fé hefur aldrei fundist.Þau sem voru sýknuð af Landsrétti vorusakfelld í héraðsdómi fyrir peningaþvætti af gáleysi.Var þeim gefið að sök að hafa tekið við háum fjárhæðum og haldið í þeim í eigin vörslu þrátt fyrir að ljóst væri að peningarnir væru illa fengnir.Í dómi Landsréttar segir að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að þau hafi vitað að peningarnir hafi ýmist verið illa fengnir eða afrakstur brotastarfsemi. Þar segir einnig að fyrningarfrestur þeirra brota sem þau voru sakfelld fyrir í héraðsdómi hafi verið fimm ár.Hins vegar liðu rúmlega sex ár frá síðustu brotum þangað til ákæra í málinu var gefin út og því var það mat Landsréttar að brotin þeirra tveggja væru fyrnd. Voru þau því sýknuð.Dómar hinna fimm í málinu sem áfrýjuðu voru hins vegar staðfestir.
Dómsmál Tengdar fréttir Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15 Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Telja meint brot í hundraða milljóna fjársvikamáli fyrnd Dómþolar í umfangsmesta fjársvikamáli sögunnar telja að rannsókn á brotum þeirra hafi stöðvast um ótilgreindan tíma og því hafi rannsóknin ekki rofið fyrningu. Höfuðpaurar málsins áfrýja ekki. Ríflega 200 milljóna ávinningur brot 15. október 2018 08:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15
Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12
Telja meint brot í hundraða milljóna fjársvikamáli fyrnd Dómþolar í umfangsmesta fjársvikamáli sögunnar telja að rannsókn á brotum þeirra hafi stöðvast um ótilgreindan tíma og því hafi rannsóknin ekki rofið fyrningu. Höfuðpaurar málsins áfrýja ekki. Ríflega 200 milljóna ávinningur brot 15. október 2018 08:00