Samhengi í bók Birgittu Hallgrímur Óskarsson skrifar 21. nóvember 2018 14:23 Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar og fékk Vísir leyfi til endurbirtingar Nú er mikið kvartað yfir því að hin geðþekka Birgitta Haukdal hafi ritað á einum stað starfsheitið „hjúkrunarkona“ í stað þess að nota „hjúkrunarfræðingur“. Það er auðvitað gott að minna á rétta útgáfu starfsheita og að notkun orða feli ekki í sér kynjahalla. En á síðustu misserum og árum hafa komið út bækur, tímarit og dagblöð þar sem orðið „hjúkrunarkona“ hefur verið notað ítrekað án þess að nokkur hafi fundið að. Dæmi eru í Útkalls-bókum Óttars Sveinssonar en engin umræða eða gagnrýni var á verk Óttars þrátt fyrir að ein bókin noti þetta orð mjög oft og hafi notað orðið til að auglýsa bókina. Blaðamenn allra stóru dagblaðana (FBL, MBL, DV) nota enn orðið „hjúkrunarkona“ af og til (þótt hitt orðið sé auðvitað meira notað) og ekki hef ég séð amast við því. Orðið „hjúkrunarkona“ finnst einnig oft í Læknablaðinu og í sjálfu höfuðvígi hjúkrunarfræðinga, Tímariti hjúkrunarfræðinga og enga gagnrýni hef ég séð á það. En þegar Birgitta notar orðið einu sinni þá verður mikill æsingur. Hvað ætli valdi þessum mun í viðbrögðum eftir því hver á í hlut? Viggo Mortensen hinn geðþekki danski leikari lenti í keimlíkum viðbrögðum þegar hann notaði hið bannaða enska „N“-orð á dögunum. Hann notaði samt orðið í afar jákvæðu samhengi; sagði að ýmsir góðir áfangasigrar hefðu átt sér stað í baráttu blökkufólks í Bandaríkjunum, t.d. að nær enginn þori að nota N-orðið nú á dögum. En samhengið er hætt að skipta máli, allir hrópuðu upp að Viggo hafi sagt orðið sem enginn má segja („...Viggo Mortensen just dropped the N Word and the oxygen immediately left the room.“ var sagt á Twitter og Guardian birti grein um málið). Ekkert tillit tekið til samhengis, engin sanngirni, bara hrópað hátt í von um læk og athygli. Hugsum aðeins meira um merkingu og samhengi orðanna, hættum að dæsa og fyllast af yfirlætisfullri vandlætingu ef einhver notar orð sem annar segir að megi ekki segja. Lífið má ekki enda sem ein risastór dæs-keppni. Gagnrýnum ef samhengið og mótívasjónið sem á baki liggur leyfir okkur gagnrýni en hættum vandlætingarsemi, því í einhverjum tilvikum kann slíkt að vera leit að athygli - að vilja vera sá sem bendir á hinn svarta blett. Eða, ef við ætlum að gagnrýna svona bókstafslega þá verður að vera samræmi. Ekki taka bara Birgittu fyrir af því hún er fræg söngkona - taka hina fyrir líka, tala almennt um málið. Því þó að máttur Birgittu sé mikill þá mun notkun hennar í eitt skipti á hinu fallega en ögn gamaldags orði ekki hafa nein áhrif á neikvæða kynjun þessa mikilvæga starfs. Birgitta sjálf hefur útskýrt málið vel og brugðist með leiðréttingu en aðrir hafa ekki verið beðnir um að framkvæma slíkt hið saman á sínum verkum, greinum og öðru opinberu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Óskarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar og fékk Vísir leyfi til endurbirtingar Nú er mikið kvartað yfir því að hin geðþekka Birgitta Haukdal hafi ritað á einum stað starfsheitið „hjúkrunarkona“ í stað þess að nota „hjúkrunarfræðingur“. Það er auðvitað gott að minna á rétta útgáfu starfsheita og að notkun orða feli ekki í sér kynjahalla. En á síðustu misserum og árum hafa komið út bækur, tímarit og dagblöð þar sem orðið „hjúkrunarkona“ hefur verið notað ítrekað án þess að nokkur hafi fundið að. Dæmi eru í Útkalls-bókum Óttars Sveinssonar en engin umræða eða gagnrýni var á verk Óttars þrátt fyrir að ein bókin noti þetta orð mjög oft og hafi notað orðið til að auglýsa bókina. Blaðamenn allra stóru dagblaðana (FBL, MBL, DV) nota enn orðið „hjúkrunarkona“ af og til (þótt hitt orðið sé auðvitað meira notað) og ekki hef ég séð amast við því. Orðið „hjúkrunarkona“ finnst einnig oft í Læknablaðinu og í sjálfu höfuðvígi hjúkrunarfræðinga, Tímariti hjúkrunarfræðinga og enga gagnrýni hef ég séð á það. En þegar Birgitta notar orðið einu sinni þá verður mikill æsingur. Hvað ætli valdi þessum mun í viðbrögðum eftir því hver á í hlut? Viggo Mortensen hinn geðþekki danski leikari lenti í keimlíkum viðbrögðum þegar hann notaði hið bannaða enska „N“-orð á dögunum. Hann notaði samt orðið í afar jákvæðu samhengi; sagði að ýmsir góðir áfangasigrar hefðu átt sér stað í baráttu blökkufólks í Bandaríkjunum, t.d. að nær enginn þori að nota N-orðið nú á dögum. En samhengið er hætt að skipta máli, allir hrópuðu upp að Viggo hafi sagt orðið sem enginn má segja („...Viggo Mortensen just dropped the N Word and the oxygen immediately left the room.“ var sagt á Twitter og Guardian birti grein um málið). Ekkert tillit tekið til samhengis, engin sanngirni, bara hrópað hátt í von um læk og athygli. Hugsum aðeins meira um merkingu og samhengi orðanna, hættum að dæsa og fyllast af yfirlætisfullri vandlætingu ef einhver notar orð sem annar segir að megi ekki segja. Lífið má ekki enda sem ein risastór dæs-keppni. Gagnrýnum ef samhengið og mótívasjónið sem á baki liggur leyfir okkur gagnrýni en hættum vandlætingarsemi, því í einhverjum tilvikum kann slíkt að vera leit að athygli - að vilja vera sá sem bendir á hinn svarta blett. Eða, ef við ætlum að gagnrýna svona bókstafslega þá verður að vera samræmi. Ekki taka bara Birgittu fyrir af því hún er fræg söngkona - taka hina fyrir líka, tala almennt um málið. Því þó að máttur Birgittu sé mikill þá mun notkun hennar í eitt skipti á hinu fallega en ögn gamaldags orði ekki hafa nein áhrif á neikvæða kynjun þessa mikilvæga starfs. Birgitta sjálf hefur útskýrt málið vel og brugðist með leiðréttingu en aðrir hafa ekki verið beðnir um að framkvæma slíkt hið saman á sínum verkum, greinum og öðru opinberu efni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar