Nýir tímar? Héðinn Unnsteinsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Það er orðið langt um liðið síðan ég hef fundið löngun til þess að tjá mig um geðheilbrigðismál en nú langar mig að drepa niður staf um málaflokkinn. Fyrir tuttugu árum bað móðir þáverandi unnustu minnar mig í einlægni um að hætta afskiptum af geðheilbrigðismálum. Ég hafði þá tjáð mig um eigin reynslu af geðnæmu ástandi um nokkurt skeið með það að leiðarljósi að auka skilning fyrir öðruvísi hugsanaferlum. Það er skemmst frá því að segja að ég fór ekki að ráðum hennar. Henni gekk gott eitt til en viðhorf hennar endurspegluðu þá forsendu að best væri að þegja um eitthvað sem samfélagið fordæmdi. Allt tal væri einungis til þess fallið að samfélagslegt „virði“ viðkomandi félli. Mér fannst í kjölfarið skynsamlegast að beina herferð um geðrækt, sem þá var í undirbúningi, í þann farveg að herferðin byggði á geðheilsu, því að hana ættu allir sameiginlega. Umræða um geðheilbrigði hefur aukist og flestir eru sammála um að geðheilsa allra sé mikilvæg. Umfang málaflokksins hefur aldrei verið meira. Það á við um alla hina þrjá samofnu hluta hans, þ.e. örorku, geðröskun og geðheilbrigði. Hlutfall örorkuþega vegna geðraskana af heildarfjölda örorkuþega hefur aldrei verið hærra eða 40%. Aldrei hafa fleiri greinst með geðraskanir enda hefur greiningarsniðmátið verið víkkað og raskanirnar orðnar um 600. Að síðustu hafa „geðheilbrigðir“ verið æ uppteknari af aðferðum sem bæta geðheilsu, eins og gjörhygli, hreyfingu og aðferðum sem almennt skila jafnvægi.Hvað vil ég segja ykkur? Í fyrsta lagi er það frábært hversu margir eru orðnir meðvitaðir um geðheilbrigði. Hvað það eru margir sem tjá sig um eigin reynslu. Hve margir ráðgjafar og fyrirlesarar fjalla um og vinna með fólki að bættri geðheilsu. Okkar hugsana- og hegðunarmynstur eru afar mikilvæg og í grunninn skiptir höfuðmáli að fara vel með lífsorkuna. Athygli okkar er ekkert annað en framkvæmdaarmur lífsorkunnar. Líf okkar er það sem við beinum athyglinni að. Í annan stað er sjúkdómavæðingin innan geðheilbrigðiskerfisins uggvænleg. Að hluta til er hún skiljanleg, þegar rýnt er í það hversu ríka hagsmuni margir hafa af því að til séu sem flestar greiningar og „lyfjalausnir“ við þeim, auk þess sem samfélagsmynstur okkar mótast í æ ríkara mæli af kröfu um skyndilausnir. Hér þarf að ná betra jafnvægi á framboði og eftirspurn. Í þriðja lagi vil ég segja ykkur að það fyrirfinnast enn fordómar og mismunun í garð þeirra sem eru geðnæmir. Ég hef ekki rannsókn til þess að styðja mig við og vil hér með eggja Jón Gunnar Bernburg og Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessora við Háskóla Íslands, til þess að endurtaka alþjóðlega fordómakönnun frá árinu 2009. Ég vil sérstaklega meina að það séu fordómar í garð þeirra sem opinbera reynslu sína. Getur verið að skoðanir þeirra og viðhorf séu ekki metin að jöfnu og þessir einstaklingar almennt „virðisfelldir“ í samfélaginu? Við erum öll sprottin af sama meiði, það eru ekki nema fáeinir niturbasar sem skilja okkur að. Jaðarinn er orðinn að miðjunni og „venjulega“ fólkið sem á síðari hluta síðustu aldar taldi best að tala ekki um fordæmda hluti er að deyja út. Áætlað er að nú séu um 25% þjóðarinnar geðnæm.Hvað svo? Nú höfum við búið við svipaða nálgun að geðheilbrigðismálum í tuttugu og fimm ár, þ.e. meðferð geðraskana með lyfjum, aukna sálfræðimeðferð, sérstaklega hugræna atferlismeðferð, og aukna umræðu og virkni þegar kemur að geðrækt. Á þessum tuttugu og fimm árum hefur geðsjúkum fjölgað, meðferð og endurhæfing aukist en engu að síður hefur öryrkjum vegna geðraskana fjölgað. Það hljómar þversagnakennt. Það þarf því ekki að koma á óvart þó að nú berist fréttir af nýjum nálgunum. Frá því um síðustu aldamót hafa háskólar í Bandaríkjunum og Bretlandi verið að gera tilraunir með notkun hugvíkkandi efna (einkum psilocybin) í meðferð við þunglyndi. Þessar tilraunir hafa gengið vel og aðallega snúið að smáskammtameðferðum. Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir þess efnis að frumkvöðlafyrirtækið Atai Life Science hefði ákveðið að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða íslenskra króna í frekari rannsóknum á mögulegu lækningargildi hugvíkkandi efna fyrir geðsjúkdóma. Áhugavert er að sjá að ráðgjafar þessa fyrirtækis, eru þekktir sérfræðingar úr geðheilbrigðisgeiranum, þeir David Nutt og Tom Insel. Það skyldi þó aldrei vera að hugvíkkandi efni yrðu næsta framfarabylgja innan geðlæknisfræðinnar? Nógu lengi höfum við beðið eftir nýmælum í meðferð geðsjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið langt um liðið síðan ég hef fundið löngun til þess að tjá mig um geðheilbrigðismál en nú langar mig að drepa niður staf um málaflokkinn. Fyrir tuttugu árum bað móðir þáverandi unnustu minnar mig í einlægni um að hætta afskiptum af geðheilbrigðismálum. Ég hafði þá tjáð mig um eigin reynslu af geðnæmu ástandi um nokkurt skeið með það að leiðarljósi að auka skilning fyrir öðruvísi hugsanaferlum. Það er skemmst frá því að segja að ég fór ekki að ráðum hennar. Henni gekk gott eitt til en viðhorf hennar endurspegluðu þá forsendu að best væri að þegja um eitthvað sem samfélagið fordæmdi. Allt tal væri einungis til þess fallið að samfélagslegt „virði“ viðkomandi félli. Mér fannst í kjölfarið skynsamlegast að beina herferð um geðrækt, sem þá var í undirbúningi, í þann farveg að herferðin byggði á geðheilsu, því að hana ættu allir sameiginlega. Umræða um geðheilbrigði hefur aukist og flestir eru sammála um að geðheilsa allra sé mikilvæg. Umfang málaflokksins hefur aldrei verið meira. Það á við um alla hina þrjá samofnu hluta hans, þ.e. örorku, geðröskun og geðheilbrigði. Hlutfall örorkuþega vegna geðraskana af heildarfjölda örorkuþega hefur aldrei verið hærra eða 40%. Aldrei hafa fleiri greinst með geðraskanir enda hefur greiningarsniðmátið verið víkkað og raskanirnar orðnar um 600. Að síðustu hafa „geðheilbrigðir“ verið æ uppteknari af aðferðum sem bæta geðheilsu, eins og gjörhygli, hreyfingu og aðferðum sem almennt skila jafnvægi.Hvað vil ég segja ykkur? Í fyrsta lagi er það frábært hversu margir eru orðnir meðvitaðir um geðheilbrigði. Hvað það eru margir sem tjá sig um eigin reynslu. Hve margir ráðgjafar og fyrirlesarar fjalla um og vinna með fólki að bættri geðheilsu. Okkar hugsana- og hegðunarmynstur eru afar mikilvæg og í grunninn skiptir höfuðmáli að fara vel með lífsorkuna. Athygli okkar er ekkert annað en framkvæmdaarmur lífsorkunnar. Líf okkar er það sem við beinum athyglinni að. Í annan stað er sjúkdómavæðingin innan geðheilbrigðiskerfisins uggvænleg. Að hluta til er hún skiljanleg, þegar rýnt er í það hversu ríka hagsmuni margir hafa af því að til séu sem flestar greiningar og „lyfjalausnir“ við þeim, auk þess sem samfélagsmynstur okkar mótast í æ ríkara mæli af kröfu um skyndilausnir. Hér þarf að ná betra jafnvægi á framboði og eftirspurn. Í þriðja lagi vil ég segja ykkur að það fyrirfinnast enn fordómar og mismunun í garð þeirra sem eru geðnæmir. Ég hef ekki rannsókn til þess að styðja mig við og vil hér með eggja Jón Gunnar Bernburg og Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessora við Háskóla Íslands, til þess að endurtaka alþjóðlega fordómakönnun frá árinu 2009. Ég vil sérstaklega meina að það séu fordómar í garð þeirra sem opinbera reynslu sína. Getur verið að skoðanir þeirra og viðhorf séu ekki metin að jöfnu og þessir einstaklingar almennt „virðisfelldir“ í samfélaginu? Við erum öll sprottin af sama meiði, það eru ekki nema fáeinir niturbasar sem skilja okkur að. Jaðarinn er orðinn að miðjunni og „venjulega“ fólkið sem á síðari hluta síðustu aldar taldi best að tala ekki um fordæmda hluti er að deyja út. Áætlað er að nú séu um 25% þjóðarinnar geðnæm.Hvað svo? Nú höfum við búið við svipaða nálgun að geðheilbrigðismálum í tuttugu og fimm ár, þ.e. meðferð geðraskana með lyfjum, aukna sálfræðimeðferð, sérstaklega hugræna atferlismeðferð, og aukna umræðu og virkni þegar kemur að geðrækt. Á þessum tuttugu og fimm árum hefur geðsjúkum fjölgað, meðferð og endurhæfing aukist en engu að síður hefur öryrkjum vegna geðraskana fjölgað. Það hljómar þversagnakennt. Það þarf því ekki að koma á óvart þó að nú berist fréttir af nýjum nálgunum. Frá því um síðustu aldamót hafa háskólar í Bandaríkjunum og Bretlandi verið að gera tilraunir með notkun hugvíkkandi efna (einkum psilocybin) í meðferð við þunglyndi. Þessar tilraunir hafa gengið vel og aðallega snúið að smáskammtameðferðum. Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir þess efnis að frumkvöðlafyrirtækið Atai Life Science hefði ákveðið að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða íslenskra króna í frekari rannsóknum á mögulegu lækningargildi hugvíkkandi efna fyrir geðsjúkdóma. Áhugavert er að sjá að ráðgjafar þessa fyrirtækis, eru þekktir sérfræðingar úr geðheilbrigðisgeiranum, þeir David Nutt og Tom Insel. Það skyldi þó aldrei vera að hugvíkkandi efni yrðu næsta framfarabylgja innan geðlæknisfræðinnar? Nógu lengi höfum við beðið eftir nýmælum í meðferð geðsjúkdóma.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar