Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2018 07:45 Denis Shramko var vel fagnað í Lúxemborg um helgina. Hér er hann ásamt Elizu Reid, verndara Kokkalandsliðsins eftir að gullverðlaunin voru í höfn. Kokkalandsliðið Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða sem fram fór í Lúxemborg um helgina, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Daginn eftir hlaut Denis gullverðlaun í Lúxemborg en landsliðið kom til landsins í gær. Dómurinn yfir Denis hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna. Var Denis ákærður fyrir líkamsárás í janúar 2016 annars vegar og mars 2016 hins vegar en DV fjallaði um ákæruna í apríl síðastliðnum. Hnefahögg í andlit Fyrri árásin varð á skemmtistaðnum D-10 við Hafnarstræti. Þar var hann sakaður um að hafa ráðist á karlmann og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Brotnaði úr sex tönnum hjá þeim sem fyrir árásinni varð auk sem þess sem maðurinn hlaut fjölmarga aðra áverka á andliti og augum. Síðari árásin var á Ingólfstorgi. Þar sló Denis aftur karlmann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn féll í jörðina. Í framhaldinu er Denis sagður hafa sparkað nokkrum sinnum í andlit hans og traðkað á höfði hans. Hlaut maðurinn langan skurð á neðri vör sem náði í gegn, brotið nefbein auk mars og bólgna á andlitinu. Hljóp af vettvangi umferðaslyssÞá hlaut Denis 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm 6. desember í fyrra fyrir líkamsárás sem átti sér stað í maí 2015, sömuleiðis í miðbæ Reykjavíkur, og að hafa hlaupið af vettvangi eftir að hafa ekið bíl sínum aftan á annan bíl í maí 2016. Líkamsárásin virðist hafa verið að tilefnislausu. Karlmaður hafði spurt hóp fólks hvort einhver ætti sígarettu þegar hann var skyndilega kýldur hnefahöggi. Árásarmaðurinn hljóp af vettvangi. Vitni urðu að árásinni og þrátt fyrir að Denis neitaði að hafa kýlt karlmanninn og sagðist raunar ekki viss hvort hann hefði verið í miðbænum umrætt kvöld var hann sakfelldur. Áreksturinn varð á Reykjanesbraut nærri Sprengisandi í maí 2016. Ók Denis bíl aftan á annan. Tveir slösuðust í hinum bílnum en Denis og farþegi hlupu á brott. Framburður Denis og félaga hans tók stöðugum breytingum en niðurstaðan var sú að Denis hefði ekið bílnum. Denis er 25 ára og af rússnesku bergi brotinn. Samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-síðu hans er hann sjálfstætt starfandi leiðsögumaður.Uppfært klukkan 10:25Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu í kjölfar fréttar Vísis kemur fram að Denis sé ekki meðlimur í því. Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Dómsmál Kokkalandsliðið Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða sem fram fór í Lúxemborg um helgina, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Daginn eftir hlaut Denis gullverðlaun í Lúxemborg en landsliðið kom til landsins í gær. Dómurinn yfir Denis hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna. Var Denis ákærður fyrir líkamsárás í janúar 2016 annars vegar og mars 2016 hins vegar en DV fjallaði um ákæruna í apríl síðastliðnum. Hnefahögg í andlit Fyrri árásin varð á skemmtistaðnum D-10 við Hafnarstræti. Þar var hann sakaður um að hafa ráðist á karlmann og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Brotnaði úr sex tönnum hjá þeim sem fyrir árásinni varð auk sem þess sem maðurinn hlaut fjölmarga aðra áverka á andliti og augum. Síðari árásin var á Ingólfstorgi. Þar sló Denis aftur karlmann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn féll í jörðina. Í framhaldinu er Denis sagður hafa sparkað nokkrum sinnum í andlit hans og traðkað á höfði hans. Hlaut maðurinn langan skurð á neðri vör sem náði í gegn, brotið nefbein auk mars og bólgna á andlitinu. Hljóp af vettvangi umferðaslyssÞá hlaut Denis 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm 6. desember í fyrra fyrir líkamsárás sem átti sér stað í maí 2015, sömuleiðis í miðbæ Reykjavíkur, og að hafa hlaupið af vettvangi eftir að hafa ekið bíl sínum aftan á annan bíl í maí 2016. Líkamsárásin virðist hafa verið að tilefnislausu. Karlmaður hafði spurt hóp fólks hvort einhver ætti sígarettu þegar hann var skyndilega kýldur hnefahöggi. Árásarmaðurinn hljóp af vettvangi. Vitni urðu að árásinni og þrátt fyrir að Denis neitaði að hafa kýlt karlmanninn og sagðist raunar ekki viss hvort hann hefði verið í miðbænum umrætt kvöld var hann sakfelldur. Áreksturinn varð á Reykjanesbraut nærri Sprengisandi í maí 2016. Ók Denis bíl aftan á annan. Tveir slösuðust í hinum bílnum en Denis og farþegi hlupu á brott. Framburður Denis og félaga hans tók stöðugum breytingum en niðurstaðan var sú að Denis hefði ekið bílnum. Denis er 25 ára og af rússnesku bergi brotinn. Samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-síðu hans er hann sjálfstætt starfandi leiðsögumaður.Uppfært klukkan 10:25Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu í kjölfar fréttar Vísis kemur fram að Denis sé ekki meðlimur í því. Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.
Dómsmál Kokkalandsliðið Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira