Það er að koma vetur Valgerður Árnadóttir skrifar 27. nóvember 2018 13:57 „Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða „Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?” Simmi á Hamborgarafabrikkunni sagði það eðlilegt að fólk á lágmarkslaunum gæti ekki búið í borginni, þannig væri það í öðrum stórborgum og það væri gott að búa úti á landi, hann er jú sjálfur frá Egilsstöðum og þurfti að búa „í ömurlegri kjallaraholu” þegar hann fyrst flutti í bæinn. Síðan hvenær er Reykjavík stórborg? Og ætlast hann til að fólk sem vinnur láglaunastörf á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum? Sjálf flutti ég að heiman 18 ára, árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Simmi kom í bæinn. Ég skúraði og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þús krónur í laun og af þeim borgaði ég 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum og bjó ég þó á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri. Kröfur stéttarfélaganna eru ekki „hótanir” heldur krafa um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Ég skil að mörg lítil fyrirtæki eiga erfitt með að komast af, ég veit að launakostnaður er þeirra stærsti útgjaldaliður en kröfur stéttarfélaganna eru á engan hátt óraunhæfar, það er nálgun SA og fyrirtækjaeiganda sem er óraunhæf. Afhverju taka litlir fyrirtækjaeigendur ekki höndum saman og þrýsta á breytt landslag í fjármálakerfinu? Hvers vegna þrýsta þeir ekki á lækkun tryggingargjalds, lækkun virðisaukaskatts, upptöku á traustari gjaldmiðli og lægri vaxta? Hvers vegna er þetta míkrókosmíska samfélag með 22 lífeyrissjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði hverrar einingar, þar sem formenn eru á ofurlaunum við að fjárfesta í fyrirtækjum vina sinna sem meðal annars sölsa undir sig húsnæðismarkaðinn og hækka leiguverð umfram öll skynsamleg mörk, jafnvel á kapítalískan mælikvarða? Af hverju eruð þið ekki að berjast á móti úrelti kerfi í stað þess að skjóta sendiboðann? Stéttarfélögin eru ekkert annað en sendiboðar launafólks og kröfurnar koma frá þeim sjálfum, krafan er einföld, að eiga í sig og á, það er ekki einu sinni verið að krefjast þess að eiga afgang eins og fyrirtækin eru að gera. Að skila hagnaði. Hvers virði er hagnaður þegar fólkið sem vinnur vinnuna hefur ekki þak yfir höfuðið eða mat út mánuðinn? Af hverju er stríð milli fyrirtækjaeiganda og launafólks þegar þau sitja í raun sömu megin við borðið? Flestir fyrirtækjaeigendur vilja að fólkið sem vinnur hjá þeim hafi það gott og þeir ættu að fagna því að loks tali einhver máli þeirra eftir langan svefn, rétt eins og SA hefði átt að tala máli fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum og undirbúa jarðveginn fyrir þessar kjaraviðræður. Það vissu allir í hvað stefndi og nú er komið að því. Það er að koma vetur.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
„Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða „Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?” Simmi á Hamborgarafabrikkunni sagði það eðlilegt að fólk á lágmarkslaunum gæti ekki búið í borginni, þannig væri það í öðrum stórborgum og það væri gott að búa úti á landi, hann er jú sjálfur frá Egilsstöðum og þurfti að búa „í ömurlegri kjallaraholu” þegar hann fyrst flutti í bæinn. Síðan hvenær er Reykjavík stórborg? Og ætlast hann til að fólk sem vinnur láglaunastörf á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum? Sjálf flutti ég að heiman 18 ára, árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Simmi kom í bæinn. Ég skúraði og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þús krónur í laun og af þeim borgaði ég 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum og bjó ég þó á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri. Kröfur stéttarfélaganna eru ekki „hótanir” heldur krafa um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Ég skil að mörg lítil fyrirtæki eiga erfitt með að komast af, ég veit að launakostnaður er þeirra stærsti útgjaldaliður en kröfur stéttarfélaganna eru á engan hátt óraunhæfar, það er nálgun SA og fyrirtækjaeiganda sem er óraunhæf. Afhverju taka litlir fyrirtækjaeigendur ekki höndum saman og þrýsta á breytt landslag í fjármálakerfinu? Hvers vegna þrýsta þeir ekki á lækkun tryggingargjalds, lækkun virðisaukaskatts, upptöku á traustari gjaldmiðli og lægri vaxta? Hvers vegna er þetta míkrókosmíska samfélag með 22 lífeyrissjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði hverrar einingar, þar sem formenn eru á ofurlaunum við að fjárfesta í fyrirtækjum vina sinna sem meðal annars sölsa undir sig húsnæðismarkaðinn og hækka leiguverð umfram öll skynsamleg mörk, jafnvel á kapítalískan mælikvarða? Af hverju eruð þið ekki að berjast á móti úrelti kerfi í stað þess að skjóta sendiboðann? Stéttarfélögin eru ekkert annað en sendiboðar launafólks og kröfurnar koma frá þeim sjálfum, krafan er einföld, að eiga í sig og á, það er ekki einu sinni verið að krefjast þess að eiga afgang eins og fyrirtækin eru að gera. Að skila hagnaði. Hvers virði er hagnaður þegar fólkið sem vinnur vinnuna hefur ekki þak yfir höfuðið eða mat út mánuðinn? Af hverju er stríð milli fyrirtækjaeiganda og launafólks þegar þau sitja í raun sömu megin við borðið? Flestir fyrirtækjaeigendur vilja að fólkið sem vinnur hjá þeim hafi það gott og þeir ættu að fagna því að loks tali einhver máli þeirra eftir langan svefn, rétt eins og SA hefði átt að tala máli fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum og undirbúa jarðveginn fyrir þessar kjaraviðræður. Það vissu allir í hvað stefndi og nú er komið að því. Það er að koma vetur.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun